22.2.2007 | 17:13
Austurríki / Austria
Nú eru hjólin komin og standa klár hjá MotorMax. Við sækjum þau vonandi í dag, en það er verið að skrá þau og setja á númer. Við fórum í hádeginu og kíktum á þau og leyst okkur vel á. Hlakka til að fara að hjóla og prufa tækin, því nú þarf að venjast hjólinu og finna út hvernig þarf að breyta og stilla svo að maður geti hjólað í tíu tíma á dag í 90 daga !! Eins gott að vanda sig. En við munum hjóla ca 1000 km á hjólunum áður en við byrjum á að breyta þeim. En ég hef daginn í dag og á morgun til að hjóla svolítið, því að á laugardag ætla ég að skreppa til Austurríkis á skíði í viku ásamt konunni minni, Hauki og Fanndísi Maríu. Það datt svo frábært tilboð á netið að við stóðumst ekki freistinguna. Haukur og Fanndís María hafa aldrei prófað að skíða í útlöndum og höfum við hjónin lengi ætlað að taka þau með. Ekki búið að vera skemmtilegur skíðavetur hér á suðvesturhorninu í vetur, þannig að þarna getum við fengið smá skíðaútrás. Við sjáum til hvort ég get skrifað eitthvað á bloggið þar.
The bikes have arrived and are currently at MotorMax. We are going to pick them up soon, hopefully today, but the registration hasn't finished yet. We checked them out around noon and we liked what we saw. I'm looking forward to try out the new bike because it's important to get used to it as soon as possible. We have to figure out what parts of the bike we need to change and/or adjust so we'll be able to ride for ten hours a day for 90 days straight!! We'll better do a good job with that. But we're going to ride ca 1000 km before we start making any changes to the bikes. I'll only have today and tomorrow to do that because I'm leaving for Austria this upcoming Saturday along with my wife, my yongest son (Haukur) and my daughter (Fanndís María). It was just a too good of an offer to refuse! Haukur and Fanndís María have never tried skiing abroad and my wife and I have wanted to take them with us for a skitrip for a long time now. It hasn't been the perfect winter for skiing here in Iceland to say the least. So hopefully this trip will make up for that. I might blog a little over there but we'll see how that goes.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.