8 dagar til brottfarar ! / 8 days to go !

zumoGóður sunnudagur að baki.  Unnum aðeins í hjólunum í gær, aðallega rafmagnsmál, leggja fyrir hleðslu og tengja bæði GPS og talstöðvar.  Annars var ekki mikið meira gert í gær varðandi ferðina.  Oddur Eiríksson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari kom í heimsókn á hjólinu sínu ásamt syni sínum.  Þeir aka um á BMW GS 650 Dakar.  Frábært hjól.  Hann færði okkur sérstök skæri til að hafa með okkur og einnig færði hann okkur sérstaka tegund af spelku til að hafa í farangrinum.  Hann var svo höfðinglegur að gefa okkur þetta og einnig var námskeiðið hjá honum frítt.  Við þökkum honum að sjálfsögðu kærlega fyrir.  Restin af deginum fór í vorverkin heima.  Sækja fellihýsið úr geymslu suður í Garði, síðan að sækja ýmislegt í geymslu í Kópavoginum.  Þar má nefna sumardekk, sólhúsgögn, grill, leiktæki fyrir Fanndísi Maríu, reiðhjól ofl. ofl.  Allt saman hlutir sem eru í notkun á sumrin.   Nú er ég að fara af stað til að sækja eitt og annað fyrir ferðina.  Ég er að leyta að litlum íslenskum fána, einnig fer ég að sækja efni í drullusokka og festingar fyrir fánana.  Eitt sem ég gleymdi, Þórarinn Ólafsson, (Tóti) framkvæmdastjóri MotorMax, hringdi í mig og var að taka stöðuna á málunum og tjáði mér svo að hann væri með tvo útlendinga frá Yamaha í Evrópu og að hann myndi koma með þá í heimsókn í dag eða á morgunn !  Eins gott að fara að taka svolítið til ! En að sjálfsögðu eru allir velkomnir í heimsókn til okkar hvenær sem er.  Og munið bara að taka frá tíma þriðjudaginn 8. maí, og mæta í MotorMax kl 10:00 og hjóla svo með okkur af stað í ferðina.  Stutt eða langt, skiptir ekki máli, við yrðum rosalega glaðir ef einhverjir nenna að fylgja okkur af stað.  Stefnum líka á hina árlegu 1 mai. hjólaferðina með Sniglunum á morgun.

Very nice sunday behind.  We worked on bikes yesterday, mostly electrical issues, GPS and Radios.  But other than that, not much happend regarding the trip.  Oddur Eiriksson came and visited us on his bike, BMW GS 650.  Great bike.  He brought us special scissor and Sam-splint.  He supported us by giving us these items.  The rest of day I spent home doing the spring work.  Getting the patio furniture and the barbeque.  Tóti, the Yamaha dealer manager, has a visit from Yamaha Europe, and he called me and wants to visit us in headquarter today or tomorrow.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband