60 km austan við Mobocha 13. júní - Í Síberu

Sverrir við BaikalvatnGóðan daginn Ísland.  Þá er klukkan orðin átta hér og komið kvöld og ég datt aðeins óvænt inni í mobiletelesystem og ég ákvað að hringja heim með smá blogg.   Vaknaði eftir frekar mikinn veltisvefn í Chita þar sem mikið var um hávaða úti, partý, bílar, söngur og gítar, hundar og hanar alla nóttina. Leit út um gluggann og var sólskin og ekki ský á himni og þessi "ömurlega" borg var allt í einu orðin falleg, sýnir hvað veðrið og sólin geta breytt sýn manns á hlutina.  Klæddum okkur og röltum út á verkstæðið með smá hnút í maganum, skyldi Stanislav vera búinn að skrúfa hjólin í sundur og selja þau í bitum !?   Þegar við komum að verkstæðinu kom húsvörðurinn á móti okkur en hann sefur í litlum klefa á verkstæðinu og svo sáum við svo síðar að þessi litli klefi er heimilið hans.  Hann heilsaði okkur og brosti með sínum fjórum tönnum þannig og fékk á tilfinninguna að þetta væri eitthvað spúki þarna inni.  En  inni á verkstæðinu voru hjólin á sínum stað og allt í góðu.  Fórum í það að skipta um dekk og setja kubbadekkin undir og við eyddum í það tveimur tímum og þá kom Stanislav á þessu líka fína Yamaha mótorhjóli. Þá að sjálfsögðu skýrðust allir hlutir.  Hann er mótorhjólamaður og þess vegna var hann að aðstoða okkur, einn af fáum sem er ekki á kínversku eða rússnesku mótorhjóli.  Hann spurði hvort hann mætti fylgja okkur út úr bænum sem við þáðum með þökkum því það getur verið erfitt að finna réttu vegina út úr borgunum og gerðum við það með viðkomu í eina hraðbanka bæjarins því okkur vantaði viðbót af rúblum.  Síðan fylgdi hann okkur úr bænum og þar kvöddumst við.  Mikill heiðursmaður hann Stanislav.  Hann skildi ekki neitt í ensku og og við ekki með rússneskuna á hreinu en samskiptin voru samt góð !Smile  Síðan hjóluðum við af stað út í óvissuna í austurátt.  Spennandi kafli framundan, 1500 kílómetrar af malarvegi sem er allt frá því að vera þokkalega góður í að vera mjög lélegur.  Fundum tjaldsvæði í gærkvöldi og sváfum vel en það var töluverður kuldi um nóttina,  við frostmark enda komnir inn í Síberu.  Lögðum af stað í fallegu veðri í dag og erum nýbúnir að tjalda eftir 340 km og meðalhraðinn var oft ekki nema 15-20 km og var dagurinn því svolítið strembinn hjólalega séð og ekki laust við að maður sé þreyttur.   Erfitt að vera á Nóttin í malargrifjunniþessum vegum.  Það eru svo miklir skógar hérna og varla hægt að finna blett fyrir tjaldið svo við enduðum í malargryfju við þjóðveginn.  Frekar hart undirlag en það verður að hafa það.  Langar til að segja ykkur frá klósettinum hér í Rússlandi, t.d. á kaffihúsum, verkstæðum og trukkagistihúsunum og þeim ódýru.  Sum staðar eru einfaldir útikamrar og í sumum tilvikum er oftast bara hafður opinn kassi eða fata við hliðina á klósettinu og í þau eru notuðu eyðiblöðin sett.  Svo ilmurinn er oft ansi ógeðfelldur og er ég ekki alveg búinn að fatta hvers vegna þessi háttur er hafður á.  Er það vegna lélegra niðurfalla eða er þetta endurnýtt eitthvað frekar ?  Spyr sá sem ekki veit.   Hittum Svía um daginn í Ulaan-Baatar og var hann á flottu hjóli á svipaðri leið og við.  Í dag þegar við erum að fara framhjá stórum vörubíl í dag sjáum við hann sitjandi inní bílnum og mótorhjólið hans uppi á palli. Við veifuðum til hans og urðum forvitnir hvort eitthvað hefði komið fyrir hjá honum. Hann er ljósmyndari og er hann á stóru BMW GS1200 adventure og hefur mikið að græjum og mikið planað framundan hjá honum.  Ég er forvitinn að vita hvort eitthvað hafi gerst hjá honum á þessu fína hjóli.  Er með símann hjá honum og ætla kannski að hringja í hann og heyra.   Mælirinn er í 14.780 og ég stefni á að vera í útvarpinu hjá Hrafnhildi og Gesti í fyrramálið.  Bestu kveðjur frá Síberíu.

 

Good morning Iceland. It’s 8 pm here and getting late but I accidentaly connected to Mobiletelesystem so I decided to call home to make a blog. I woke up this morning but I didn’t get much sleep since there was a lot of noice outside given by cars, parties, people singing and playing the guitar, dogs and even roosters. I looked out the window and I was surprised to see how beautiful the city was compared to the first impression I had last night. It’s a good example how a little sunshine can change you’re sight and opinions on things. We got dressed and walked to the repair shop and I was honestly a little scared because I didn’t know if I could trust Stanislav, the Russian who offered us to keep our bikes in his shop. But everything turned out to be fine and we soon found out that he was a big enthusiast of motorcycles and even had a great looking Yamaha bike. He is probably the only man from here who is not riding a bike from either China or Russia. Stanislav asked us if he could ride with us out of the city and we agreed to that of course. We stopped by the only ATM in the city to get some more rubles. We said goodbye to Stanislav by the city’s boundaries but Stanislav is a very decent man. He didn’t speak a word in English and We, of course, didn’t speak a word in Russian but despite that the communication was excellent! We then rode on to the unknown, going eastwards. It’s an exciting chapter ahead, 1500 km of gravel roads that are from being decent to being straight up horrendous. We found a campsite last night and we had a good night sleep despite it was rather cold. We started riding again this morning in a good weather and we rode 340 km with the average speed not even reaching 25 km/hour. It’s been a little difficult to ride in these conditions and I would be lieing if said I wasn’t tired. There is so much woodland here that it was hard to find a place to camp but we ended up camping in a gravel pit by the side of the road. But I also want to talk a little bit about the toilets here in Russia if you could call it that. In some places there are just simple privies and there is even sometimes just a bucket beside it where you’re supposed to put the used “toilet paper” so the smell can get pretty bad there and I don’t really know why the Russians use this kind of system. Maybe because of bad drainpipes or is the toiletpaper recycled?! But anyway, we met a guy from Sweden the other day in Ulaan-Baatar and he was going a similar way as we. We saw him again today sitting in his pickup with his car on the pickup too. We tried to get his attention to see if something was wrong but it was unsuccessful. He is a photographer and he is riding a large BMW GS1200 adventure bike and he has a lot of fancy equipment and had a really big plan. I am curious to know if something went is wrong with that nice bike. I’ve got his phone number and I might call him tomorrow. The counter says 14780 and I’m planning to be on the Radio tomorrow morning. Best regards from Siberia - Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fylgjast með ferðalaginu og öllu því sem fylgir.  Með mönnum eins og ykkur tekst okkur hinum að upplifa ævintýrin - þökk sé þessari frábæru bloggsíðu.  Bestu kveðjur og gangi ykkur vel. 

Ásgeir Eiríksson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er frábært að fylgjast með ykkur drengir. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég dauð öfunda ykkur. Ég er búinn að fylgjast með ykkur lengi og hef ákaflega gamann af því. Ég hef orðið var við að það eru fleiri og fleiri sem eru að því.

Gangi ykkur vel. 

Hlynur Jón Michelsen, 16.6.2007 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband