6.8.2007 | 01:31
Harley bræður á leiðarenda !
.
Hér er hópurinn, - flottur og fínn.
Pabbi og Skúli eru nú komnir til New York og tóku rútu frá Washington DC í dag og voru um 5 tíma á leiðinni. Ég og Einar erum í littlum bæ sem heitir Burlington og er í ca 130 km fjarlægð frá New York. Við förum í fyrramálið inn í miðja New York borg og ætlum að hjóla á Times Square og niður á höfn. Síðan förum við með hjólin út á flugvöll og skilum þeim þar. Í morgun þegar við lögðum af stað hjóluðum við veg sem heitir Skyline drive og er gríðarlega fallegur vegur sem liggur á toppum og í hlíðum fjallanna. Vegurinn var lagður á árunum 1933 - 1935 og það sem einkennir þennan fallega veg, eru steinhleðslur sem halda veginum í hlíðinni. Það hefur greinilega verið mikil vinna að leggja þennan veg á sínum tíma. Þegar vegurinn var byggður, var mikið útsýni allstaðar af veginum, en í dag er kominn svo mikill gróður og skógur að ekkert sést nema skógurinn nema þar sem honum er haldið niðri á nokkrum stöðum til að sjá yfir. Mjög fallegt þarna. En semsagt, pabbi og Skúli hafa lokið sínu verkefni sem er að hjóla þvert yfir Bandaríkin og fara route 66.
-
Dad and Skúli are now in New York but they took the bus from Washington DC today and it took 5 hours. Einar and I are in a small town called Burlington which is 130 km from New York. We'll go to New York tomorrow where we'll ride down Times Square and down to the harbor. We will then leave our bikes at the airport. We went a road this morning called Skyline drive and it's increadably beautiful and it is on top of the mountain hills. It took 2 years to build this road (1933 - 1935) and what's interesting about this road are the stone blocks that hold the road up on the mountain hills. A lot of work was clearly put into building this road. When the road was built, you could see the road almost from anywhere but now there is so much vegetation there that you can only see the trees. But anyway, dad and Skúli have finished their journey which was riding across America and riding the famous Route 66.
Athugasemdir
Skilaðu kveðju frá okkur öllum hérna heima til Harleybræðranna..frábær árangur hjá þeim og ef ég þekki tengdapabba rétt þá vill hann örugglega fara sem fyrst aftur !
Herdís (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:28
Aldrei of seint að láta draumana sína rætast! Það hafið þið og Harley bræður sannað! Frábært hvað allt hefur gengið vel hjá ykkur. Bestu kveðjur til ykkar allra! Hlökkum mikið til að fagna heimkomu ykkar. Have a safe trip home!
Kveðja, Gunna & co
Gunna (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.