7.8.2007 | 02:45
Manhattan, New York, USA.
Times Square ! Já, ég var á mótorhjólinu mínu á Times Square, Manhattan, New York ! Ótrúlegt en satt. Þeir sem hafa heimsótt Manhattan í New York, vita að það eru að sjálfsögðu ekki nema léttruglaðir menn sem fara á mótorhjólum inn í miðja borg og inn í alla þess umferð sem þar er. Og það er ljóst að það geri ég ekki aftur nema neyddur til. Við hjóluðum inn í borg og niður Manhattaneyju og til baka, sem eru ekki nema um 7 km hvora leið, og við vorum að minnsta kosti einn og hálfan tíma á þessari leið. Umferðin er svakaleg, endalaus umferðarljós og gengur ekki neitt. Ég ákvað að við myndum hjóla niður að sjó, þannig að við gætum séð Frelsisstyttuna og taka mynd af hjólunum með styttuna í bakgrunni. En það er ekki hlaupið að því að komast að sjónum þarna með hjólin. Það endaði með því að við svindluðum okkur inn á einkabílastæði sem ameríska strandgæslan er með. Inn af því bílastæði var veitingastaður með stórri stétt fyrir framan og lá að sjónum. Einar fór á hjólið sitt, og ég gerði mig kláran með myndavélina og síðan skaust Einar með hjólið og lagði því á stéttina, kolólöglega að sjálfsögðu, og hljóp með myndavélina á eftir honum og tók nokkrar myndir af honum, eins og ég væri paparazzi ljósmyndari. Þvílíkt gaman og spennandi. En við sluppum og héldum til baka og nú á Times Square. Þegar við loks komumst þangað lögðum við bara upp á gangstétt, og vorum aftur svo heppnir að engar löggur voru þarna, og síðan tókum við nokkrar myndir þarna. Fólk í kringum okkur var alveg forviða, og byrjaði að taka myndir af okkur taka myndir !! En alltaf jafn gaman. Síðan hjóluðum við út á flugvöll, þar sem Halldór, starfsmaður Icelandair Cargo, tók á móti okkur og græjaði hjólin og pappírana fyrir okkur. Þannig að hjólin eru semsagt lögð af stað til Íslands, ótrúlegt en satt. Við erum búnir að hjóla kringum hnöttinn hvort sem þið trúið því eða ekki. Ég trúi því varla sjálfur. En þetta er að sjálfsögðu ekki alveg rétt hjá mér, því við eigum eftir að hjóla ca 50 km heima á Íslandi, Keflavík til Reykjavíkur. En við erum búnir með útlöndin stóru. Eftir að við skiluðum hjólunum í dag, eftir svolítið erfiðan dag, mikill hiti og raki, þá má segja að það hafi orðið spennufall hjá okkur bræðrum. Það kom yfir mig tilfinning sem ég get satt að segja ekki lýst. En ég varð allt í einu algerlega orkulaus og þreytan helltist yfir mig. Hluti af þessari streytu sem fór í dag, eru áhyggjurnar að eitthvað myndi gerast nú á síðustu dögunum. Og þá aðallega að lenda í umferðaróhappi hér í þessari miklu umferð. Það yrði svo hrikalega fúlt ef eitthvað klikkaði svona alveg í endann. En að sjálfsögðu myndum við leysa allan vanda eins og venjulega, en ég er bara orðinn svo spenntur að komast heim !! Við erum að koma og lendum í Keflavík á föstudaginn. Þá er bara eftir að hjóla til Reykjavíkur og klára hringinn formlega !!! Það verður gaman. Ég vona svo sannarlega að sem flestir geti komið og hjólað með okkur þessa síðustu kílómetra og upplifað með okkur þennan stórkostlega draum sem var svo fjarlægur fyrir nokkrum árum. Tímasetning kemur fljótlega. Kílómetrateljarinn er nú ca 31.860 km. Geri aðrir betur á 93 dögum ! En meira á morgun. Setti inn nokkrar myndir í myndaalbúmið.
Yes, I was on my bike on Times Square, Manhattan, New York! The ones who have visited Manhattan know that there are only crazy people who go on motorcycles into the middle of the city where the traffic is the heaviest. And I positive that Ill never do that again. We rode into the middle of the city and down Manhattan Island and back. Its only around 7 km each way but we were at least 1.5 hours doing that. The traffic was terrible, endless stoplights and everything was really slow. We decided to ride down to the sea so we could the statue of liberty and get some photos there. But that wasnt as easy as we had hoped. We ended up sneaking into a private parking lot for the coastguard. There was a large restaurant there with a large parking area which went down to the sea. Einar went on his bike while I got the camera ready, and Einar then took the bike to the parking area and I followed him with the camera like a paparazzi. We had a lot of fun there. When we got back to Times Square, we just parked up on the pavement and just got lucky that there were no cops there. We then took some pictures there and enjoyed that very much. Next, we rode down to the airport where Halldór, an Icelandair Cargo employee, greeted us and got the bikes and the papers ready. So the bikes are now on their way to Iceland and we have ridden around the world, believe it or not. I dont really believe it either. But thats not entirely true though because we have those 50 km left from Keflavík to Reykjavík. But we have finished our travels in foreign countries now. After we gave away the bikes today, after a hard day, we had a moment of anticlimax. I experienced a feeling I just cant explain. I just got speachless and the exhaustion was poured over me. A part of all the stress, that went away today, was the worries about getting in some kind an accident. It would be increadibly disappointing to have an accident when you are just about finishing the trip! Of course we would probably solve all problems like usual, but Im just getting so excited to get home! There so little left. We land in Keflavík on Friday and then theres nothing left but to ride to Reykjavík and finish the journey formally. Its going to be a lot of fun and I really hope that Ill see some people who want to ride with us these last kilometers and thereby experience a small part of the dream that was so distant a couple of years ago. Exact times will be known soon. The km counter is now at 31.860. I dont think there are many others that have travelled 31.860 km on a motorcycle the last 90 days?! There are some new pictures in the album...more tomorrow. - Sverrir
Athugasemdir
Það hefur verið frábært að fylgjast með ykkur í ferðinni, og taka þátt í öllu ævintýrinu með ykkur. Eftir að þeir Harley bræður bættust í hópinn kom ný vídd í þetta, og gaman að fylgjast með hvernig þeir og þar með þið allir nutuð síðasta áfangans saman. Það gerir sér líklega enginn grein fyrir því hversu mikið þrekvirki þetta verkefni er, og hversu mikið afrek þið hafið unnið. Til hamingju með þetta stráka, þið eruð ótrúlega flottir. Bestu kveðjur
Ásgeir
Ásgeir Eiríksson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 07:10
Elsku Sverrir okkar og Einar - Þið hafið brotið blað í mótórhjólasögunni..fyrstir Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn og við hérna heima erum ótrúlega stolt af ykkur og óskum ykkur innilega til HAMINGJU og 95 daga ferðalag er að baki á föstudaginn þegar þið klárið lokasprettinn hér heima. Hlökkum til að sjá þig og ykkur og knús og kossar yfir hafið
Herdís, Þorsteinn, Jón, Haukur og Fanndís María
Herdís og co (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 08:28
Kæru bræður, innilega til haminju með þessa frábæru ferð ykkar. Það hefur verið ljúft að fá að fylgja ykkur eftir og fræðast af afrekum ykkar. Þetta er ótrúlegt afrekt hjá ykkur.
Hvenær kemur bókin síðan út.
Kær kveðja Hermann Valsson
Hermann Valsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:08
Til hamingju með áfangan strákar! Aldeilis frábært hjá ykkur
Indriði hauksson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.