Heimkoman ! Aðeins 2 dagar eftir !

shopping(1)Ég er ennþá hér í New York borg, borginni sem aldrei sefur.  Það er alltaf jafn magnað að ganga um götur Manhattan á kvöldin og upplifa ljósadýrðina og umferðina og allt mannfólkið.  Alveg magnað.  Ég eyddi megnið af deginum í að ráfa um göturnar og var kíkt í nokkrar búðir.  Kreditkortið var notað eitthvað og eitt og annað datt í poka, þannig að á endanum varð ég að kaupa mér ferðatösku fyrir allt saman enda ekki með neitt því allt fór með hjólinu heim!  Eitthvað verður maður nú að gera hérna.  Enn einu sinni í þessari ferð hitti ég frægan leikara og spjallaði við hann í smástund.  Því miður get ég ekki sagt ykkur hver hann er alveg strax.  En ég get gefið ykkur smá vísbendingu, þessi leikari er kona og hefur leikið aðalhlutverkið í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á Íslandi.  Þarna voru lífverðir, paparazzi ljósmyndarar og allur pakkinn !  Svaka mikið fjör.  En ég upplýsi hver þetta er seinna.  Þó að það sé gaman að koma til New York og upplifa allt þetta líf sem hér er, þá vildi ég miklu heldur vera bara kominn heim núna.  Dagurinn í dag er númer 93 í ferðalaginu og verð ég bara að segja það eins og er að það er erfitt að bíða hér og komast ekki heim fyrr en á fimmtudaginn. 

fjölskyldanEn þá komum við að heimkomunni.  Við Einar lendum á Íslandi á föstudagsmorgun og kl. 09:00 leggjum við af stað frá Keflavík til Reykjavíkur og allir velkomnir sem vilja fylgja okkur síðustu kílómetrana.  Við ættum því að vera við verslun MótorMax um kl. 10:00 og ljúka þar með ferðinni okkar í kringum hnöttinn.  MótorMax ætlar að bjóða upp á kökur og kaffi og vona ég að sem flestir geti komið og upplifað með okkur þessa stóru stund að klára ferðina.  Gaman, gaman.

 

I’m still here in New York, the city that never sleeps. It’s always amazing walking the streets of Manhattan at nights and seeing all the lights, the people and the traffic. But I spent most of the day wandering around and I even did a little shopping. One thing led to another and I ended up having to buy a suitcase because everything else was sent home with the bike! But it’s good to have something to do over here. I met another famous person here in New York and I talked to her. It was a famous actress but I can’t reveal who it is right now, I’ll do it later. She is very popular and there were paparazzies, bodycards and people everywhere around her. But even though it’s fun being here and experiencing everything New York has to offer, frankly I’d rather be home right now. It’s day number 93 and it’s hard to have to wait to get home.

 But now I’m going to talk about the actual homecoming. Einar and I will be landing in Keflavík early in the morning and at 9 am we will head off to Reykjavík and everyone are welcome to join us. We should be at MotorMax around 10 am where we will officially end our trip around the world. MotorMax will be offering coffee and cakes for those who want. I just hope to see as many of you as possible. This will be a lot of fun! - Sverrir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta sögulega afrek!  Nú er stutt eftir og hlökkum við mjög mikið til endurfundanna á föstudaginn.  Góða ferð heim og farið áfram varlega! 

Sjáumst í MotorMax , Guðrún Þóra, Kjartan Haukur, Jón Eggert & Tómas Haukur

Guðrún Þóra & co (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 07:50

2 identicon

Þetta er ekkert smá ferðalag sem þið fóruð í og endar senn.  Takk fyrir þessar góðu lýsingar, manni fannst nánast eins og maður væri með ykkur í ferðalaginu.  Það er búið að vera gaman að fylgjast með hérna á blogginu, Rás 2 og í Google Earth.  Núna vaknar sú spurning í hvað á maður núna að eyða þeim tíma sem maður varði í það að fylgjast með ferðalaginu?  Maður verður hreinlega með fráhvarfseinkenni svei mér þá!

Jón Helgi Þórisson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Það hefur verið gaman að fylgjast með á blogginu. Til hamingju með þetta, glæsilegt.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband