Síðasti dagur í heimsborginni og næstsíðasti dagur ferðarinnar !!!

Fákarnir góðu á Times SquareHvorki ég né Einar gerum okkur almennilega grein fyrir því hvað við erum búnir að upplifa síðustu þrja mánuði !  Ég sá á netinu í gærkvöldi fréttina sem send var út á ríkissjónvarpinu og þegar ég sá fréttina flaug í gegnum höfuðið á mér, " mikið hefur þetta verið skemmtileg ferð, gaman væri að fara svona ævintýraferð einhvern tímann ! "  Ég semsagt trúði því engan veginn að þetta væri ég og Einar sem vorum þarna að fara í gegnum allt þetta skemmtilega og spennandi ævintýri.  Það var skrítið að horfa á þetta " hinum megin " frá, og við höfum oft síðustu daga litið á hvorn annan, brosað og sagt, jú, við erum að verða búnir að þessu.  Það er svo margt sem við höfum upplifað í þessu ferðalagi, að ég er enn og á trúlega eftir að vera lengi að melta þetta allt saman.  En mikið er þetta nú gaman samt.  Nú er bara ca sólarhringur eftir þar til við lendum í Keflavík og verður hver klukkustund lengri og lengri og mínúturnar lengi að líða.  Dagurinn í dag leið svipað og í gær, það er, ráfa um götur og verslanir New York borgar, og njóta þess að horfa á mannlífið og kaupa eitt og annað smávegis. Mamma og Pabbi búin að haga sér eins og fyrirtaks túristar og fara í Empire state bygginguna og út í eyju þar sem frelsisstyttan er.  En því miður komust þau ekki upp í frelsisstyttuna, því enginn hafði sagt þeim, að nú þarf að panta með tveggja daga fyrirvara, ef maður ætlar að fara upp !  Fúlt fyrir þau.  Trúlega er þetta gert af einhverjum öryggisástæðum, en jafn fúlt fyrir það.  Allt Bush að kenna !  Borðuðum góða og stóra steik í gærkvöldi og héldum upp á 48 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba og að sjálfsögðu um leið ævintýri okkar Harley bræðra og okkar Einars.  Það var virkilega gaman og ekta góð amerískt steik er jú alltaf góð, og að sjálfsögðu gott sarahrauðvín með.  Þetta var gamalt og þekkt steikhús, sem heitir Frankie & Johnnie, og voru áritaðar myndir um alla veggi af stjörnum sem hafa borðað þarna.  En  talandi um stjörnur, eins og kom fram í blogginu í gær, þá hitti ég fræga leikkonu og lofaði að segja ykkur seinna frá því hver það væri.  Þessi leikkona lék aðalhlutverkið í þáttunum Sex and the City og heitir Sarah Jessica Parker !  Og þá vitið þið það.  Herdís konan mín, hundskammaði mig fyrir að segja ekki strax frá því hver þetta var, og hér með kemur það !  Skemmtilegt að hitta hana og spjalla við hana.  Hver ástæðan er fyrir að við hittumst, kemur síðar !   Ekki klára allan pakkann strax !  En að lokum þetta :

Komum heim í fyrramálið og leggjum af stað frá Leifsstöð í Keflavík kl.  09:00, eða um það bil og verðum komnir til Reykjavíkur við verslun MótorMax um kl. 10:00, þar sem við endanlega klárum hringinn  okkar stóra. 

Neither Einar nor I have actually realized what we’ve experienced the last 3 months. I saw the story about us on the news and while I was watching it some thoughts crossed my mind such as “Wow, this trip looks amazing, it would be increadable to do that sometime!” So it was like I wasn’t realizing that it was actually me and Einar who were doing all these things in the story and it was a little strange to watch it from the “other side”. We’ve have truly experienced so many great things during the trip, and I say that even though I probably haven’t realized everything yet. But it’s only around 24 hours until we land in Keflavík now and each hour takes longer to pass now. Today was similar to yesterday, just wondering around and looking in some shops and just enjoying being there. Mom and dad have been acting like true tourists and have visited the Empire State building, and to the statue of liberty. They weren’t able to get up to the statue of liberty because nobody had told them that they had to order with two days notice, probably for security reasons.But we had a good steak last night and celebrated the 48th wedding anniversary of mom and dad, and of course our adventure too. It was really fun and the steak was a real American steak and we drank some wine with it. It was an old and famous steakhouse called Frankie & Johnnie, and there were signed pictures on all the walls of famouse people who have eaten there. Talking about stars, like I said yesterday, I met a famous actress and promised to tell you later who it was. This actress had the leading part in Sex and the City and her name is Sarah Jessica Parker!! So now you know. My wife, Herdís, didn’t like it so much when I didn’t say who it was so I’d better do it now. But why I was talking to her I’m not going to tell you until later. But finally:

 We’ll be landing in the morning and we’ll leave the ariport in Keflavík at 9 am. We will then be at MotorMax at 10 am where we’ll finally finish the great journey.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband