Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
28.12.2006 | 09:59
Sprautur ! / Injections !
Jæja, þá eru fyrstu sprauturnar búnar ! Fór í gær og var sprautaður í sitthvorn handlegginn. Fer svo aftur á morgun og fæ eina í viðbót. Síðan fer ég í mars og fæ þá fjórar sprautur í viðbót. Það sem ég er sprautaður gegn er eftirfarandir: Taugaveiki - 1 sprauta, Lifrabólga A og B - 3 sprautur, Heilabólga - 2 sprautur, Heilahimnubólga - 1 sprauta. Þannig að samtals eru þetta 7 sprautur sem ég þarf. Svo þegar við leggjum að stað fáum við " nesti " með okkur. Í þeim pakka verður eitt og annað sem ég kemst að síðar.
Fyrsti formlegi fundur okkar Einars var í gær og erum við að koma okkur af stað í að gera nákvæmari áætlunargerð, og þá sérstaklega hvað varðar tímasetningar, til þess að við getum farið að panta far með flugvélum og skipum þar sem það á við.
I've had my first injections! Yesterday I got an injection in each arm and tomorrow I'll get one more. I'll then get my last 3 injections in March. I'm injected to prevent the following illnesses: Enteric Fever - 1 injection, Hepatitis A and B - 3 injections, Encephacitis - 2 injections, meningitis - 1 injection. So I will be needing a total of 7 injections. We will also have some medicine supplies with us on our trip but I'm going to talk about that later.
Einar and I had our first "formal" meeting yesterday and we're starting to make an exact plan for our trip, especially concerning the timeplan. It's important to do that as soon as possible so whe can book flights and shipments where and when we need it.
Ferðalög | Breytt 31.12.2006 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 15:40
Gleðileg jól / Merry Christmas !
Gleðileg jól öll sömul. Það hefur svo sem ekki gerst mikið um jólin annað en að lesa ferðabækur, skoða kort og vafra um á internetinu og viða að sér upplýsingum. Næstkomandi föstudag ætlum við félagarnir að vera með ferðakynningu fyrir nánustu vini og ættingaja til þess að fólk viti um hvað er að ræða. Margir átta sig ekki á umfangi ferðarinnar og finnst sumum eins og við séum bara að fara að hjóla til Akureyrar eða eitthvað slíkt. Umfangið er töluvert meira !! En hvað um það, ég vona að allir hafi það sem best um jól og áramót og njóti tilverunnar í faðmi vina og ættingja.
Gleðileg Jól !
Merry Christmas everybody. There hasn't been a lot going on during Cristmas except I just read a few travel books, looked through some maps and surfed the internet browsing for some information I need. This upcoming Friday my brother and I are going to make a presentation for our closest friends and relatives about our trip. A lot of people don't realize the magnitute of a trip like ours and they just think we're going on a little trip around Iceland. But it's definitely more than that! But anyway, I hope everybody have a nice Christmas and enjoy their time with family and friends.
Merry Christmas!
Ferðalög | Breytt 31.12.2006 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 00:04
Útbúnaðarlisti ! / Equipment list !
Maður veltir fyrir sér þegar maður skoðar útbúnaðinn sem þarf til að fara svona ferð. Hvernig í ósköpunum á maður að koma öllu þessu á eitt mótorhjól ! Jú, í fyrsta lagi þá er nú hægt að setja töluvert á mikið á eitt hjól. Og í öðru lagi þá er þetta nú ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera. Maður er í stórum hluta af fötunum og mikð af þessu eru smáir hlutir, - tannbursti, rakskafa, batterí, penni, blað ofl. En þrátt fyrir það er þetta töluvert mikið og verður að velja vel og raða vel til þess að hjólið verði ekki allt of þungt. Svo er ekki sama hvernig maður raðar á hjólið. Þyngdarpunkturinn þarf að vera eins neðarlega og hægt er, til þess að eiginleikar hjólsins haldi sér. Útbúnaðarlistinn á eftir að stækka og minnka til skiptis og þróast í ýmsar áttir áður en endanleg mynd er kominn. Gaman, gaman.
Sometimes I wonder, when I'm looking at all the equipment needed for this trip, how on earth I can store it all on a single bike! Well first, there is actually a lot more you can put on the bike than one would think. Second, the equipment may look like a lot, but it's actually not as much as it seems. I would be wearing most of the clothes and a lot of the equipment are very small, i.e.-toothbrush,shave,batteries,a pen,paper etc. But even so, It's not going to be easy to put everything on the bike. I'll have to organize my things very carefully in order for the bike not get too heavy. The center of gravity has to be as low as possible so the bike will can hold on to it's characteristics. The equipment list will change a lot before I'll finally see how it's really going to be but that's just a part of all the fun.
Ferðalög | Breytt 21.12.2006 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 21:44
Læknirinn og Magadan / The doctor and Magadan
Mætti í morgun til læknisins til að fara yfir hvaða sprautur í þyrfti. Það gekk nú ekki betur en svo að þegar ég mætti kl. 10:15, þá fékk ég að vita að ég átti að mæta kl. 9:15 !! Ekki góð byrjun á degi ! En ég reyni aftur þann 27 des. En vandamálið sem ég er að eiga við núna er að finna leið til að koma okkur og mótorhjólunum frá Magadan í Rússlandi yfir til Anchorage í Alaska. Flugfélagið sem hefur flogið þessa leið undanfarin ár, Air Magadan, fór á hausinn í sumar og því eru góð ráð dýr. Það er ekki kominn lausn á þetta, en hugsanleg þurfum við að að fljúga frá Magadan til Japans, þaðan til Los Angeles og svo þaðan til Alaska !! Langt, dýrt og leiðinlegt ! En við sjáum til.
I had my doctors appointment this morning where we were going to discuss what kind of shots I would be needing for my trip. That didn't work out too good because when I showed up at 10:15 I was told that my appointment was scheduled at 9:15! That's not a good way to start the day! But I'll get another chance at the 27th of December. The main problem I'm dealing with right now is to find a transportation for me and my brother (and all our equipment) from Magadan, Russia to Anchorage, Alaska. The Airline which has been flying this way got bankrupt last summer and that's were our problem lies. But there is a solution even though it's a complicated one. We can possibly fly from Magadan to Japan, from there to Los Angeles and then over to Alaska. That will be a long,expensive and tiresome flight! But we'll see how it goes.
Ferðalög | Breytt 20.12.2006 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 13:48
Ekki mikið að gerast. / Easy weekend.
Það hefur ekki mikið gerst þessa helgina, en þó fékk ég góðar fréttir á föstudagskvöldið. Var að bóna Suzuki hjólið mitt og þá hringdi Einar bróðir í mig og sagði mér að hann ætli sér að koma með mér alla leiðina ! Þetta voru frábærar fréttir og held ég að allir hafi verið ánægðir að heyra þetta. Mamma hefur haft af mér áhyggjur og skilur ekkert í mér að vilja fara þessa ferð, og það einn !! En núna þegar hún veit að við ætlum tveir þá veit hún ekki hvort hún á að vera glöð eða leið ! Bæði betra og verra ! Nú hefur hún "tvöfaldar áhyggjur" eins og hún orðaði það. Glöð yfir því að ég sé ekki einn, en áhyggjur því við erum jú bræður. En við erum búnir að lofa að fara mjög varlega. Eða eins og Valný amma heitin, sagði við mig þegar ég var að fara að fljúga á litlu flugvélinni minni sem ég átti, "farðu nú varlega og fljúgðu nú hægt og lágt". En eins og kannski flestir vita þá er það hættulegasta sem maður gerir á flugvél er einmitt að fljúga hægt og lágt !!
Nóg í bili.
There hasn't been a lot going on this weekend, except I got some great news last Friday night. Einar, my brother, called me and told me that he is going to join me on the trip around the world. The whole way! That was great news and I think everybody will be pleased to hear about that. My mother has been worrying and didn't understand why I was setting out for this trip alone! But now when she knows that Einar is going with me she doesn't know if she should be happy or sad! It's both better and worse, she said. She's happy about the fact that I'm not going alone any more, but she's worried because now two of her sons are going on this trip. But we've promised to be safe and careful. Like my grandmother, Valný, once said when I was about to fly my little airplane: "Be careful now and fly slow and low". But like most people know, that is probably the most dangerous thing to do when you fly!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 20:48
Góðir vegir !!! / Great roads !!
Rakst á nokkrar myndir frá hinum þekkta og langa vegi í Síberíu "Road Of Bones", sem liggur á milli borganna Yakutsk og Magadan. Vegurinn er frekar illa farinn og hefur ekkert verið viðhaldið í mjög mörg ár. Þessi vegur var byggður á tímum Stalíns af pólítískum föngum. Vegurinn er um 2000 km langur og eru nokkrar ár á leiðinni, sumar óbrúaðar og aðrar með lélegum eða ónýtum brúm. Það er sagt að fyrir hvern metra af veginum, sé einn fangi grafinn í veginn. Þannig að það er talið að um 2.000.000 manns hafi látið lífið við að leggja þennan veg !!!. - Já TVÆR MILLJÓNIR manna !!!. Þannig að margir vilja friða þennan veg og umgangast hann sem grafreit. Ég setti nokkrar myndir af veginum og umhverfinu í myndaalbúmið svo þið getið skoðað þær þar.
I came across some pictures of the infamous "Road of Bones" in Siberia between the cities Yakutsk and Magadan. The road is in a bad condition and hasn't been maintained for many years. The road was built by polotical prisoners in the times of Stalin. It's about 2000 km long with several rivers along the way, some not even bridged and others with bridges in critical conditions or completely ruined. The story sais that for every meter, one prisoner died and was buried into the road. If that is true, about 2,000,000 people died by making the road! Yes, you heard me right, TWO MILLION PEOPLE!! Many people want to preserve this road and treat it like a burial ground. I put some pictures of this road and it's environment into my photo album (myndaalbúm) so you can take a look at them there.
Ferðalög | Breytt 17.12.2006 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 11:22
Nýjar græjur !! / New equipments !!
Var að panta mér frá USA alveg frábært verkfærakit sem er sérhannað fyrir mótorhjólamanninn. Allt saman í sterkri og góðri tösku sem hægt er að festa á hjólið eða hafa utam sig. Í þessu kitti er nánast allt sem þú þarft til að laga og nánast gera upp eitt stykki mótorhjól. Þetta kemur frá fyrirtæki sem heitir Blue Ridge Racing og sérhæfir sig í svona pökkum.
Einar bróðir keypti svona í vor og er því búið að sanna sig hér hjá okkur í sumar.
I just put in an order for a great tool kit from USA which is exclusively made for the biker. Everything is placed in a good cover which can be attatched to the bike or yourself. Almost everything I need to fix whatever malfunction of the motorcycle there is, is in this kit. This product is made by a company called Blue Ridge Racing and it specializes in kits like this one.
My brother, Einar, bought the same kit last spring and it has proven itself good in our trips this summer.
Ferðalög | Breytt 17.12.2006 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 18:00
Góðar fréttir ! / Good news !
Fékk góðar fréttir fyrir stuttu,- Einar bróðir stefnir á að koma með mér í ferðina, allavega Asíu hlutann, sem er jú hættulegasti kaflinn í ferðinni. Það er mjög gott að hafa Einar með sér því við erum vanir að hjóla saman og það eykur öryggisþáttinn í ferðinni mikið og eykur þar með líkurnar á að ferðin heppnist vel. Að sjálfsögðu langar hann að koma með mér alla leiðina og vona ég að hann geti það, - kemur í ljós.
Nú er ég í fullri vinnu við að reyna að finna góð kort af þeim löndum sem ég heimsæki. Mikið er til af kortum, en þau eru misgóð og ef einhver veit hvar bestu kortin fást, þá endilega láta mig vita. Ekki fást þau hér á Íslandi, það veit ég, þannig að ég leita á netinu og með því að spjalla við menn.
Nóg í dag.
I received very good news just a moment ago; My brother, Einar, is going to try to join me on my journey around the world. At least, he is going to ride with me through Asia which is the most difficult and dangerous part of the trip. It's very good to have Einar along with me because we are used to traveling together and it also increases the security and the odds of a sucessful trip. Of course he wants to go the whole way around the world and I hope he is able to do that.- We'll see
I'm trying to find quality maps of the countries I'm going to be visiting. There are a lot of maps available but most of them are not useful and if somebody knows where I can get good maps the please let me know. The only thing I know is that I can't get them here in Iceland so I have to look over the internet and talk to people who can help me.
Ferðalög | Breytt 17.12.2006 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 16:32
Sprautur !!! / The doctor !!!
Nei, ekki alveg strax. En er búinn að panta tíma hjá lækninum mínum og mæti hjá honum á mánudaginn. Mér skilst að ég þurfi þó nokkrar sprautur og það taki nokkrar vikur eða jafnvel einhverja mánuði að klára svona prógram. En meira um það seinna.
Fékk nokkur símtöl í gær varðandi skyndihjálparnámskeið og svo virðist sem að ég komist í samband við aðila sem getur kennt mér allt um skyndihjálp og einnig námskeið sem heitir Wilderness survival. Þetta hljómar spennandi og mun hjálpa mikið.
Og þá er loksins byrjaður að taka til í bílskúrnum. Þar ætla ég að koma mér upp góðri aðstöðu til að undibúa mig. Stór borð og gott veggpláss fyrir landakort, góðar hillur fyrir allan búnað sem ég er byrjaður að viða að mér, og einnig ætla ég mér að setja þar upp tölvu og síma. Þetta er allt í vinnslu.
Viðbrögð hjá fólki þegar það heyrði eða frétti að ég væri að fara þessa ferð eru skemmtilega mismunandi. Sumir hneykslast og skilja ekkert í mér, aðrir eru stórhrifnir og myndu gjarna vilja koma með og svo allt þarna á milli. Það er gaman að ræða þetta og heyra ýmis sjónarmið og að sjálfsögðu eiga öll sjónarmið rétt á sér. Gaman væri að heyra frá fleirum hvað fólki finnst. Aðeins þarf að smella á "athugasemdir" sem er strax á eftir hverri færslu.
Gott í bili.
I'll have to get a lot of injections (inoculations etc.) before I can enter all the different countries I plan to. But it's going to take a lot of time to get this done but I'm working on it now. I've already scheduled an appointment with a doctor and I'll be seeing him soon. More about that later.
I received a few phone calls concerning first aid courses and it looks like there's a men who is willing to teach me everything I need to know about first aid and there is also a course called "Wilderness Survival" which sounds very interesting. This is going to be of much help.
I've finally started to organize the garage. I'm going to set up a good place for me to prepare for the trip. I'll have a large table and a good space on the wall for maps, good shelves for all my equipment and I'll also set up a computer and a telephone there. It's all in the process.
It's amusing to see how different people's rections are when they hear that I'm going around the world on my motorcycle. Some people are shocked and cannot understand why I decided to do this. Others are delighted and tell me how much they would want to join me on the trip. These are the two extremes and there is also everything in between. It's fun to hear everybody's opinion and see all the different views on the subject. Of course no one is wrong in their opinions and it would be nice to hear more of what people think of this. You only have to click "athugasemdir" (comments) at the end of every blog
Ferðalög | Breytt 17.12.2006 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 17:12
Skyndihjálp ofl. / First aid etc.
Ég er búinn að reyna að ná í menn í dag til að finna gott skyndihjálparnámskeið. Það er nauðsynlegt fyrir mig að læra sem mest varðandi skyndihjálp. Fótbrot, handleggsbrot, bruni, svöðusár, ofl, allt getur gerst. Ég þarf að læra að sauma sjálfan mig saman, búa sjálfur um beinbrot ofl. Mér skilst að sum þessara skyndihjálparnámskeiða hjá Rauða krossinum séu of einföld fyrir mig, þ.e. ungir krakkar að kenna og lesa bara beint upp úr bókinni. Þá get ég alveg eins lesið hana sjálfur. Er að vinna í þessu.
Er enn að reyna að hafa upp á ræðismanni Mongólíu til að komast að því hvernig ég fæ vegabréfsáritun inn í landið. Erfitt að ná í hann.
Meira seinna.
Today I've been trying to contact people who could help me finding a good first aid course. It's necessary for me to learn as much as I can about first aid. Broken bones, burns, gashes etc., everything could happen! I have to learn how to stitch myself up, handle a fracture etc. I'm told that many of the Red Cross' first aid courses are too simple for me i.e. young kids are simply reading from a first aid instruction book. If that's the case I could just read the book myself. But I'm working on this.
I'm also still trying to get a hold of the Mongolian consul to find out how I'm going to get a visa into the country. It's very hard to reach him.
Ferðalög | Breytt 17.12.2006 kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)