Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 19:28
Viðtalið í morgun / The interview this morning
Hér að neðan má heyra viðtalið við Sverri í morgunútvarpinu á Rás2 í morgun. Mjög aftarlega á línunni eftir James Brown lagið..I feel good. Oft erfitt að skilja hann enda sambandið erfitt og var notast við gervihnattarsímann. Hann mun svo reyna að blogga sem fyrst þegar hann kemst aftur í betra samband en næstu dagar verða erfiðir því þeir eru núna á ferð um eyðilendi og sveitir Mongolíu.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331528
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 14:50
Kosh Agach 29 maí / Kosh Agach 29 mai.
Eftir að hafa fundið dekkin í Nowosibirsk þá héldum við að stað í suðurátt í átt til Mongólíu. Veðrið var ágætt, bjart og léttskýjað og hægur vindur í bakið. Lögðum ca. 360 kílómetra að baki og um fimmleytið fórum við að leita að gististað. Í úthverfi bæjarins Biysk fundum við gististað í gamalli eftirlitsstöð. Þar er gríðarstórt mastur sem hefur áður fyrr verið örugglega notað við njósnir og eftirlit. Í starfsmannahúsinu er búið að setja núna upp gistihús. Ég kem þarna inn til að athuga með gistingu og Einar bíður úti og tek ég þá eftir því að það er fullt af brosandi fólki þarna inni. Ég geng inn og þá gengur á móti mér maður og tekur hressilega í hendina á mér og heilsar kraftalega á rússnesku. Ég heilsa honum auðvitað en undra mig þó á hvað þetta eru fínar móttökur og þessi maður gengur svo með mig inní hliðarsal sem ég sé er fullur af fólki sitjandi við dúkuð borð. Þar gengur hann að öðrum manni og ég er kynntur fyrir honum er heilsað aftur jafn höfðinglega. Sá maður að mér skildist kynnir mig fyrir öllum salnum á rússnesku og ég er ekki alveg að kveikja en í sama mund sé á endaveggnum stóran fána sem á stendur, International Rotary Club. Sem sagt þeir héldu að ég væri kominn á Rotary fund ! Þrátt fyrir motorhjólafötin ! það sem ég geri er að benda á sjálfan mig og segja "Rotary Njet." Allir líta á hvor annan en svo var skellihlegið af vitleysunni. Þeir fóru semsagt mannafeil. Það voru þarna staddir t.d. Ástrali og Ameríkani frá Alaska sem bauð okkur meðal annars heim þegar við kæmum þangað og var hann hinn hressasti. En að þessu loknu fengum við gistingu og allt gekk. En af því að það var afmælið hans Einars í gær slógum við upp matarveislu sem samanstóð af nokkrum hrísgrjónum, kjötsneið með osti og einum rússneskum bjór. Þetta var afmælisgleðin. Um morguninn næsta þá kom yfirbabuskan sem stjórnaði öllu og færði Einari súkkulaðistykki í afmælisgjöf okkur til undrunar og ánægju. Með því kvöddum við þennan skemmtilega gististað. Við héldum út í daginn með tilhlökkun og spennu í brjóstinu því nú stefndum við á Altaifjöllin sem við sáum í fjarska. Eftir því sem leið á daginn nálguðust fjöllin og umhverfið byrjaði smátt og smátt að breytast. Þegar við komum inní fjöllin var tilfinningin sú sama og aka um Alpanna, skógi vaxnir dalir og fjöll og vegirnir liðuðust um. Því næst breyttist umhverfið í eins og villta vestrið, meiri gresjur tóku við, nautgripir og kúasmalar. Og svo þegar ofar dróg þá var maður skyndilega kominn til Íslands á Sprengisand. Sléttur og melar og nakin fjöll í fjarska með snjó í toppum. Við hækkuðum og hækkuðum og þegar við komum uppá háslétturnar er vegurinn kominn í 1800-2000 metra hæð. Landamæri Mongolíu og Rússlands eru í 2100 metrum. Eins og Hvannadalshnjúkur. Allt umhverfið hefur núna breyst og fólkið. Nú sjást ekki lengur rússar, heldur mongólar í öðruvísi húsum o.þ.h. Smá kaflaskil í ævintýrinu núna þegar við höldum inní Mongólíu á morgun. Tjaldið verður örugglega notað næstu daga þegar við höldum inní auðnina. Nú er skítkalt, 5 stiga hiti og norðangarri og við erum hér í gistihúsi sem er ókynnt og ískalt og útikamar af einföldustu gerð. Pínulítill skúr með gati í gólfinu. Ég hringdi í dag bloggið heim en á ekki von á að geta bloggað næstu daga því nú erum við að detta úr gsmsímasambandi og örugglega ekkert fax eða tölva í nágrenninu. En vonandi getur Hrafnhildur á Rás2 náð í mig í gervihnattarsímann komandi fimmtudagsmorgun kl.8.15 Mælirinn kominn í 10.357. Þangað til næst, bestu kveðjur úr kuldanum.
After we found the tires in Nowosibirsk we kept on riding south towards Mongolia. The weather was fine, clear sky and light wind. That day we rode about 360 km and around five o´Clock we started to try to find a place to sleep for the night. In the town Biysk we found an inn in a old ckeckpoint. There was a huge mast which was probaly used in the past for spying and supervision. In the house which was used for staff in the old days are now accommodation. I walked inside while Einar waited outside and see that there is a lot of smiling people there. While I am walking in a gentleman walks towards me and we shake hands strongly on russinan way. I wonder a little bit how kindly this welcome are and he takes me in a room were all this people are and there he introduce me to another man which also shaked hands with me strongly ! It seem to me the man introduce me for the people on russian and I am looking at the same time on the wall and see this big flag which say, Internationa Rotary Club. So they thought I was coming for a Rotary meeting - even though I had my motorcycledress on ! I look at them and say, "Rotary Njet." Everybody looked at each other and had a big laugh. They obviously took me for another man. There I met an Austarlian and a American living in Anchorage in Alska. He invited me and Einar to come for a visit when we arrive in Alaska. But when I had left this people we got a room to sleep and as it was Einars birthday we had a celebrition ! A meat with chees and few rice and one russina bear ! Not so much. Next morning the mainbabuska came and gave Einar a chocolate for a birthdaygift and he was very happy -and me. With this we said goodbye to this nice place and aheaded to a new day full of anticipation and excitement in our chest because now we would ride towards Altai montains. As the day past we could see the mountains were coming closer. The landscape started to change a bit by bit. When we came into the mountains it felt like driving through the Alps. Green walleys full of trees and the roads like there. And then the landscape changed again, like the wilde west, great grasslands, cows and cowboys. And as we rode higher it felt were home, in Sprengisandur. Lowlands and moths and blue mountains with snow in the distance. We rode higer and higer and when we came to the highest lowland the road is in 1800-200 m.high. The border of Russia and Mongolia are in 2100 m.high. Like Hvannadalshnjukur. Everything is so different from Russia, both the people, the houses etc. Now our adventure are changing by going into Mongolia tomorrow. We wil surley now use the tent as we ride into the wilderness. It is quite cold now, only 5 c and wind from north. We are here in a place wich has no heat and no toilet, only a hole in the ground. I had to call home this blog and dont think I will be able to blog the next days. I am loosing connection with my mobile phone but I will be on the radio2 thursday morning 8.25 through satellitephone. The counter is now10.357 Until next time..best regards from cold.
Ferðalög | Breytt 31.5.2007 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 14:19
Novosibirsk, Russland, kl. 21:00
Hallo oll somul. Russland kemur sifellt a ovart. Su imynd af Russlandi sem madur er alinn upp vid er greinilega kolrong. Madur helt ad um leid og madur kaemi innfyrir landamaerin yrdi allt gratt og skitugt ! Thad er odru naer. Russland er fallegt land og mjog graent. Vestan vid Ural fjollin er landid meira og minna skogi vaxid en her austan vid eru meiri slettur. Vafalaust ma finna thennan graa og skituga lit sem madur ser alltaf fyrir ser, en vid hofum ekki fundid hann. Vid hofum tho ekki leitad serstaklega, en ma ekki alltaf finna skit og drullu hvar sem er, ef bara leitad er nogu mikid !! I dag komum vid til borgarinnar Novosibirsk, sem er 3ja staersta borg Russlands, a eftir Moskvu og Petursborg. Ibuar eru um 1.500.000, sem sagt mjog stor borg. Hun er hofudborg Siberiu. Ja og tha ma nefna thad, ad vid erum semsagt komnir til Siberiu. Vid forum hedan i suduratt og til landamaera Mongoliu, og aettum ad vera thar a thridjudaginn. En adur en vid forum thangad inn vantadi okkur betra landakort og einnig erum vid ad spa i ad kaupa okkur ny framdekk til ad hafa med okkur. Thau dekk verda kubbadekk. Vid erum med kubbadekk ad aftan med okkur og viljum geta sett undir ad framan lika. Thad getur verid otrulega erfitt ad hemja framendan a hjolunum thegar thau eru svona thung. Jardvegurinn her er lika thannig ad ef thad rignir verdur hann algjor drulla, sleipt og omurlegt. Vid semsagt akvadum ad nota taekifaerid og gera thennan dag og nott ad borgarferd. Thvi vid hofum ju fordast allar borgir hingad til. Eftir toluvert brolt vid ad finna hotel her i midborginni, thar sem tolud er einhver enska, og einnig adgangur ad tolvu og geymsluplass fyrir hjolin, fundum vid thetta hotel, Hotel Sibirsk. Stort og fint hotel en ca einum aratug a eftir okkur a vesturlondum i utliti og taekni. En folkid gerir sitt besta og er gott vid okkur. Eitt skemmtilegt sem eg tok eftir thegar naer dro borginni, og mjog aberandi inni i borginn, er ad naer allir bilar her, fyrir utan Lodurnar og Volgurnar ad sjalfsogdu, eru med styrid vitlausu megin ! Skyringin er einfaldlega su, ad Russar fara til Japans og kaupa odyra notada bila thar og flytja inn i landid. Thetta er mjog fyndid og skritid, thvi thad er annar hver bill svona her. En, hvad gerir madur ekki til ad losna vid ad kaupa Lodu !! Annad sem er mjog serstakt her og svosem annarsstadar i Russlandi er lugumenningin theirra. Naer allt er afgreitt i gegnum litlar lugur. Thad eru lugur a bensinstodvunum, thad er luga vid isbudina og thad fyndnasta var i gaer thegar vid komum a enn einn vegagististadinn. Babuskan sem redi ollu tok a moti mer og thetta var i nylegu husi, og sagdi mer ad fylgja ser, eftir ad eg var buinn ad spyrja um gistingu og verd. Vid gengum semsagt um nokkrar troppur og thar var gestamottakan og hvad haldid thid, hun for a bakvid og opnadi svo littla lugu og thar for svo skraningin og greidslan fram !! Otrulegt en satt. Vid logdum af stad i morgun um kl. 8 og tokum strax stefnuna hingad. Vid vourm komnir hingad um kl. 2. Thad var frekar kalt a leidinni, vindur en bjart og um 12 gradur. Ekkert markvert gerdist a leidinni, annad en ad a einum stad thurftum vid ad stoppa skyndilega thvi ungur madur stokk ut a veginn og veifadi mikid. Thetta var tha strakur a leid eitthvert a litlu vespunni sinni og var tharna bensinlaus. Ad sjalfsogdu hjalpudum vid straknum, og tokum pinulitid af tanknum a odru hjolinu okkar og notudum til thess hivertinn okkar, ( fyrir tha sem ekki vita, tha er hivert einfold slanga sem notud er vid ad taka ur bensintank og lata leka i brusa ). Thetta gekk hratt og vel, enda vanir menn a ferd og strakurinn stod stjarfur og hofdi a thessa aevintyramenn leysa malin a sinn hatt. Trulega var thetta mesti lukkudagur arsins hja straknum, og veifadi hann mikid og lengi og brosti breitt thegar hann for. En nog i bili.
Hi everybody. Russia is full of surprises, Ill tell you that. The country which I was told about while growing up and said to be Russia is definitely not this country. I thought that as soon as Id cross the border everything would turn gray and dirty! Thats definitely not the truth. Russia is a beautiful country and is actually pretty green. West of the Ural Mountains the land is pretty much covered in forests and on the east side there are more plains. Im sure you could find this gray and dirty color I was told about in youth but we havent seen it yet. Its not like weve been searching extremely hard, but Id bet that you can find this uglyness everywhere if you just look for it hard enough. Today we reached the city of Novosibirsk, which is the 3rd biggest city in Russa behind Moskow and Petersburg. The population is around 1,5 million here. Its the capitol of Siberia so its obvious that we are now in Siberia. Well go south from here to the border of Mongolia and we should be there by Tuesday. But we neede a better map of Mongolia first and were still thinking about buying new front tires to have with us. Those tires will be rougher. It can be hard to contain the front part of the bike when its so heavy and the ground is also often wet so conditions can be tough. But we decided to use the opportunity and spend this day and night in the city but weve been avoiding all cities until now. We found a hotel, Hotel Sibirsk, after a good while but theres spoken some English here and theres even an internet connection. Its a nice hotel even though its about 10 years behind the Western hotels in appearences and technology. Its funny to see that almost 1 out of 2 cars here have the steering wheel on the wrong side of the car! The explaination is probably that Russians import cheap cars from Japan. Theyll do everything to avoid buying a Lada! Another strange thing here is that almost everything here is served through hatches. A fun example of that is when I was at on of the rooming houses yesterday and I was asking the lady if we could stay and how much it would be. She told me to follow her and walked upstairs and finally got to reception desk and what do you know, she went behind a small hatch and thats when she started talking to me again. We started riding atround 8 am in the morning and we were headed to Novosibirsk were we are now. We arrived around 2 pm and it was rather cold and vindy on the way. Nothing important happened on the way beside one incident when we had to stop because a young man jumped on the road and started waiving his hands. We found out that it was just a young man who was travelling on his motor schooter and was now out of gas. We helped him of course and took some of the gas from one of the bikes. Everything went smooth and fast and the boy was nothing but happyness. But thats enough for now, ttyl. - Sverrir
Ferðalög | Breytt 28.5.2007 kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2007 | 15:46
Barabing 26 maí / Barabing 26 mai.
Erum staddir núna á milli borgarinnar Omsk og borgarinnar Nowosibirsk. Skemmtilegur dagur í gær en dagurinn í dag hefur allur verið í eins landslagi og á eins vegum. Hjóluðum mikið í dag og í gær eða nákvæmlega 693 km í dag. Við erum greinilega komnir á slétturnar miklu austan við Úralfjöllin. Gríðarlega miklar sléttur og inni á milli stórir akrar, margir ferkílómetrar að stærð. Hér er umferðin mun minni en áður og vegirnir betri sem er öfugt við það sem ég bjóst við. Við gistum í borginni Ishim síðustu nótt sem ætti þó frekar að kallast bær en það er ótrúlegt hvað sumar borgir hérnar eru stórar sbr. OMSK þar sem búa 1.2 milljónir manns! Við hittum svisslendinginn aftur en hann heitir Bernad og hjóluðum við saman seinnipartinn í dag og erum á sama gististað aftur en það var algjör tilviljun því við lentum líka saman í gær þrátt fyrir að hafa kvatt hann stuttu áður. Í gær þegar við vorum á leiðinni til Omsk á aðalveginum og allt gekk eins og í sögu sjáum við þá ekki hvar landamæri Rússlands og Kasakstan blasa við okkur allt í einu. Það er nú svo merkilegt að aðalvegurinn til Omsk liggur að nyrsta hluta Kaskastan. Þetta var hvergi merkt þannig að ef við ætluðum til Omsk hefðum við þurft að fara út úr Rússlandi til Kasakstan og aftur til Rússlands. En þar sem við höfum ekki ártiun aftur til Rússlands þá gátum við ekki farið þessa leið. Við urðum því að finna nýja leið, sveitavegi sem lengdu ferðina um 200 km en gerði bara daginn skemmtilegri. Og okkur munar ekkert um það í öllu þessu stóra landi ! Nú styttist í að við förum inní Mongoliu en það eru 2-3 dagar þangað til það gerist. Á morgun förum við til Nowosibirsk og ætlum við þar að reyna að finna Yamaha söluaðila og reyna að fá þar ný framdekk fyrir okkur báða áður en við höldum til Mongolíu. Einnig vantar okkur betra kort af Mongolíu. Við ætlum semsagt að standa í örlitlum erindagjörðum. Í gær urðum við fyrir fyrstu biluninni og ferðin í húfi. Það var þó ekki svo alvarlegt en það sprakk hjá Einari í fyrsta sinn. Eftir hálftíma viðgerð héldum við af stað aftur en það dugði skammt því það sprakk aftur eftir 10 mínútur. Liltu mátti muna að illa færi því Einar var að taka framúr stórum trukk og hann missti næstum vald á hjólinu ! Þegar við opnuðum dekkið aftur kom í ljós að nagli var fastur inní dekkinu og lím hafði gefið sig. Nú var dekkið lagað betur og hefur verið til friðs síðan. Veðrið í dag er búið að vera mjög íslenskt. Kalt og bjart og það var eiginlega skítkalt að hjóla í dag. Nú er kominn 7 tíma munur. Mér fannst á köflum í dag við vera bara að keyra á suðurlandsundirlendinu. Það sem ég er að upplifa mjög sterkt hérna er hversu ógnarstórt Rússland er . Keyrum 4-700 kílómetra á dag og erum bara rétt komnir að miðju Rússlands eftir viku ferðalag. Teljarinn er kominn í 9008. Bið að heilsa og bestu kveðjur.
We are now between Omsk and Nowosibirsk. We rode a lot yesterday and today or 693 km. We have obviously entered the great plains east of the Ural Mountains. The traffic is a lot less than before and the roads are much better and I didnt expect that at all. We spent last night in the city of Ishim even though its more like a town but its unbelievable what some of the cities here are big like Omsk where 1.2 million people live. We met Bernard, the switch, again and we rode together a part of today and we even ended up at the same rooming house. That was a funny coincident. Yesterday, when we were on our way to Omsk we came to the Kazakstan borders so we had to find a new way to Omsk. But that was no problem and it was actually quite fun to ride the roads we chose. But its only about 2-3 days until we get to Mongolia now and we discovered that we need a better map of Mongolia. Tomorrow we are going to Nowosibirsk and were going to try to find the map there and new front tires for Einar and I before we go to Mongolia. But we had the first breakdown yesterday when Einars tire went flat. After working on it for half an hour we started riding again but it didnt las more than 10 minutes before the tire went flat again. Now we saw that there was a nail stuck inside the tire and Einar was lucky not losing control of the bike that time. We fixed the tire better this time and everything has been good since. The weather has been pretty Icelandic today, cold and bright. Its now 7 hours difference between here and Iceland. It was strange, sometimes I felt that I was riding in the south of Iceland today. But what Im experiencing now is how big Russia really is. We are riding 4-700 km a day and were still just in the middle of Russa after a week of riding. The counter is now at 9008 km. Ttyl - Sverrir
Ferðalög | Breytt 28.5.2007 kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 08:25
Á leiðinni til OMSK / On our way to OMSK
Erum á leiðinni til Omsk. Dagarnir eru svipaðir ennþá, bara höldum áfram austur og ekkert markvert að gerast. Þó má nefna að lögreglan er fjölmenn hérna á vegunum og í fyrradag voru samskiptin við lögguna fjórum sinnum og í dag erum við búnir að vera stoppaðir einu sinni fram að þessu. Okkar upplifun af þeim er bara nokkuð góð og brosmild. Sá fyrsti sem stoppaði okkur hafði góða ástæðu. Við tókum framúr trukkalest á 30 km hraða en það mátti víst ekki. Ég var beðinn um að koma afsíðis og beðinn að setjast inní Lödu eins löggunnar þar sem allt var í drasli og komst ég varla fyrir þrengslum. Eftir smá samskipti í líkamstjáningu og orðum þá samþykkti ég brotið og hann reyndi að gera sig skiljanlegan hvernig ég ætti að borga og ég rétti honum 100 rúblur en hann vildi 200 og gaf mér til kynna að ég léti þá detta á milli sætanna ! Einföld lausn. Næstu skipti þá stoppaði löggan okkur að ástæðulausu nema þá að hún væri að ná sér í aur (?) og þá prófaði ég nýja aðferð og hún var einföld . Ég talaði jafnmikið, jafnhátt og jafnhratt og rússinn og brosti jafnbreitt og hann. Ég á íslensku og hann á rússnesku. Sýndi honum pappírana og gafst hann upp og sagði okkur að fara áfram. Þessa aðferð höfum við notað semsagt síðustu 3 skiptin og löggan gefist upp og leyft okkur halda áfram. En að öðru leyti eru þetta ungir menn í lögreglunni sem eru brosmildir og eflaust að gera sitt besta í að stjórna umferðinni. Þessa dagna erum við líka að upplifa það sem ekki er sagt í ferðasögunum eða myndböndunumn um svona ferðir..þe. 90% af tímanum fer bara í að vinna og puða. Sitja á hnakknum og þeysa áfram kílómetra eftir kílómetra. En margt áhugavert hefur líka gerst svo sem það sem gerðist fyrr í dag. Við ætluðum að fá okkur tesopa við vegarkant í hrörlegu húsi og rennur þá þarna að enn ein Ladan og út úr henni stekkur eldri maður, grannur og brosandi í bleikri skyrtu þar sem allar tennur voru úr gulli í efri gómi og bókstaflega stökk hann á okkur og faðmaði og sagðist vera rússneskur prestur. Babblaði nokkur orð í ensku og vildi vita hvað við hétum og við reyndum að útskýra það fyrir honum á íslensku en hann vildi endilega gefa mér nýtt nafn fyrir Rússland og vildi hann að ég héti Sergei. Blessaði okkur þarna í bak og fyrir, tók myndir og gaf okkur tvær nýja testamentsbækur hvorum og rússneska bæklinga og hvatti okkur. Skemmtileg upplifun og nokkuð kómísk. Og núna rétt í þessu hittum við svissneskan ferðalang á BMW mótorhjóli á leiðinni til Mongolíu. Hann er í annarri tilraun núna en hafði reynt fyrir nokkrum árum síðan en þurft að hætta þá. Annars er ég hress og kátur og líður vel. Erum búnir að gista á "mafíuhóteli" og vorum á trukkarabílastæði síðustu nótt. 6 tíma munur er á klukkunni núna. Í gær og í dag erum við búnir að hjóla í rigningu og kulda og þegar við lögðum að stað í morgun voru þrumur og eldingar og lélegt skyggni. Mælirinn er kominn í 8.037 Bestu kveður í bili-
We are now on our way to Omsk. The days are not a lot different from earlier days and nothing important has happened really. But I can tell you that theres a lot of policemen here and we talked to the police 4 times over one day the other day and today we have been stopped once. But our experience of the police is rather good, everybody just smiles and theres no attitude. The first officer who stopped us had a good reason. We passed some trucks at a 30 km per hour but we found out that that was not allowed. I was asked to get in their car which was a pice of junk and I finally offered him 100 rubles to solve the problem but he wanted 200 and told me to put the money between the seats! But it was a simple solution. The next couple of times that the police stopped us it was for no reason. Maybe they were just trying to get some money out of us but I had a new strategy. I simply talked just as fast, just as loud and just as much as the Russian and just smiled as he did. I talked Icelandic and he talked Russian. I showed him the papers and he finally gave up and told us to move on. So we have been using this method for the last 3 times and weve never had any problems afther that. But Im sure that these young Russian police officers are doing their best and doing their job honestly. Einar and I are now experiencing what is not talked about in the books and videos about these kind of trips, i.e. 90% of the time just goes into sitting on the bike and riding km after km. But there has also been some interesting things happening. For instance, we stopped for a cup of tea and went into an old house at the side of the road earlier today. But before we got into the house an older man in a pink shirt drives up to the same house in his Lada. All his teeth were gold and with a big smile on his face he literally jumped at us and hugged us and soon we found out that he was a Russian priest. He tried to talk some english but he insisted on giving me a Russian name and he wanted me have the name Sergei. He blessed us as much as he could, gave us 2 New Testaments and Russian brochures and took pictures of us. This was a fun thing to experience and rather comical. But just now we met a man from Switzerland who was travelling on his BMW motorcycle on his way to Mongolia. He was attempting this for the second time but he tried this a few years ago but he had to quit then. But Im happy and feeling good. Weve been staying at mob Hotels but last night we stayed at a parking lot for trucks. The time difference between Iceland and this part of Russia is now 6 hours. We have been riding in rain and cold for the past couple of days and when we started riding this morning there was a thunderstorm. The km counter is up to 8.037 now. Ttyl - Sverrir
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2007 | 18:45
Viðtalið í morgun / The interview this morning
Hér er viðtalið við Sverri í morgun á Rás2. Mjög aftarlega á línunni eftir Bee Gees lagið.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331523
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 14:29
Kazan Rússland 22 maí / Kazan Russia 22 mai
Erum rétt austan við Kazan og komnir með flugnabit. Einar er illa bitinn og ég er kominn með 2 bit. Vil minna fólk á að það getur fylgst betur með því hvar við erum með því að nota google earth hnappinn hér til hliðar en það sýnir hvar við erum staðsettir í lok hvers dags. Hjóluðum í fallegu veðri frá Moskvu, umferðin frekar þung en fallegt umhverfi. Frekar tilbreytingarlítið og umhverfið einsleitt og um 5 leytið byrjum við að leita að náttstað. Fórum á 2 staði þar sem okkur var neitað um gistingu, njet ! Trúlegast hræðsla við útlendinga. Það þarf svo mikla skriffinsku til að fá gistingu, framvísa vegabréfi og viðkomandi þarf að skrá mikið af upplýsingum um okkur að ég held þeir bara neiti þess vegna. En fórum á bensínstöð og þar hittum við peningaflutningamenn á gömlum rússajeppa með byssur og í skotheldum vestum að taka við smámynt úr sjoppunni og við spurðum þá um gistingu og þeir sögðu að hún væri engin. Við lögðum að stað og hjóluðum 200 metra og þar blasti þá við skilti með gistingu sem vísaði þar bak við hús og þegar við komum þangað þá sáum við bara gamlan bílakirkjugarð og gamalt hús sem var á skítugri lóð en um leið og við erum að snúa við kemur labbandi til okkar maður og við spurðum hann um gistingu og hann jánkar því og labbar með mig í hús sem ég taldi ónýtt og þar fengum við gistinguna. Gömul kona með gulltennur tók á móti okkur og sagði okkur að það kostaði okkur 150 rúblur pr. manninn að fá að gista. Þarna í fyrsta sinn sáum við alvöru sovíettímann birtast. Húsið var að hruni komið, allt gamalt, skítugt, rifið eða brotið en fólkið vingjarnlegt en gaf lítið af sér. Eftir að hafa skoðað herbergið sem var með 4 rúmum sem voru gamlir hermannabeddar með gormum, 70cm breiðir og í 2 þeirra voru búið að setja gamlar útihurðir undir dýnuna því gormarnir voru að gefa sig. Og síðan fórum við í matsalinn og fengum steiktar kartöflur og kjöhleif og rússneskan bjór með og kostaði 80 rúblur. Þarna voru eingöngu trukkabílstjórar ásamt ungu pari sem voru rússnesk og var vel drukkið. Áður en við vissum var búið að skella á karokí í þessum gamla matsal og einn fór að kyrja ástarsöngva..ótrúlegt en satt ! Mikil upplifun. Sváfum vel í nótt þ.e.a.s. alla þá stuttu dúra sem við náðum að sofna eitthvað. Í morgunsárið héldum við svo út í nýjan dag og hjóluðum yfir 430 km í dag og landslagið er að breytast, það eru meira um hæðir og minna um skóglendi. Meira um tún, engi og akra. Það er skemmtilegra að hjóla í svoleiðis umhverfi og fórum við í gegnum eina borg, Cheboksary og vekur athygli hvað borgir sem maður hefur aldrei séð eru stórar og miklar og gríðalega mikil uppbygging er að eiga sér stað í þessum borgum og umhverfi þeirra. Annað sem vekur athygli í þessum borgum er hvað við höfum séð mikið af ungu fólki sem er vel klætt og í takti við tískuna og hvergi feita manneskju að sjá. Svo sér maður eldra fólkið og það er frekar bogið og hokið og með slæður eða hatta á hausnum og taupoka í höndum. Eitt sem gerðist í dag á leiðinni er að það er töluvert af eftirlitsmönnum og lögreglu sem eru greinilega að hafa eftirlit með bílum og við fórum framhjá einu svona eftirliti í dag og var Einar stoppaður en ekki ég. Ég fylgdist með og sá að það fóru fram samskipti en þegar Einar kom tilbaka til mín þá sagði hann að hann hefði þurft að borga 100 rúblur og fékk að halda áfram sem betur fer. Sérlega fallegt land, en fólkið hefur verið frekar feimið og lokað fram að þessu. Við tölum bara íslensku við rússana og þeir rússnesku við okkur. En við erum ekki alltaf að skilja rússneska stafrófið. Er með litla vasabók sem ég nota líka til að hjálpa mér. Gps tækið er að virka frábærlega svo langt sem það nær. Erum sem sagt komnir núna á trukkahótel og erfitt að finna gistingu en við vorum alvarlega að spá í að tjalda í dag en það fer að koma að því en á meðan við náum að redda okkur gistingu á 700 kr látum við það eftir okkur. Teljarinn er kominn í 6717. Skilaboð til Smára Rikk..hjólin eru búin að eyða undir 4 lítrum á hundraði og dekkin slitna lítið. Mjög ánægðir fram að þessum með hjólin. En þangað til næst bestu kveðjur og vonandi næst samband á Rás2 við mig á fimmtudagsmorguninn kl. 8.15 !
We are just east of Kazan and we have some bad mosquito bites. But I want to remind people of the google earth button on the page where you can see exactly where we are after each day. We rode in a beautiful weather from Moskow but in a heavy traffic and we started to try finding a place to sleep around 5 pm. We stopped at 2 places but we always got a njet!. Probably because of all the paperwork there has to be done for foreigners. We went to a gas station and asked a couple of men in an old russian truck, with guns, wearing a kevlar and whose work is to transfer money if there was a place we could stay at but they said there was no place we could stay at for the night. We kept on going and kept riding for another 200 meters but thats when we saw a sign that said there was a place to sleep here. When we got to that place we saw an old house next to a big graveyard of cars. When we were just about turning around, a man came to us an we decided to ask him if we could stay there for the night and he said yes. An old woman with golden teeth greeted us when we got in the house and told us that the stay there would cost 150 rubles per person. This house was obviously characterized by the times of the Soviet Union, all dirty and on the verge of collapsing but the people there were kind. Our room had 4 beds that were old military cots and 2 of them even had old doors under the matresses because the spirals had broken. After getting everything in the room we then went to the lunchroom where we got potatoes, meatloaf and russian beer for 80 rubles. There were only truckdrivers there besides this one young couple and there was a lot of drinking. Before we knew it people started synging karaoke and one man sung lovesongs with great empathy. In the morning we went (this morning) we started riding again and we have ridden for about 430 km today and the landscape is changing where there are more hills and hayfields but less woodland. We rode through on ciry, Cheboksary, and its interesting to see how cities that youve never seen and never even heard of can be huge and how much structure is going on there. Another interesting thing was to see how many of the young people there were fashionable and everyone there was thin. But the older people are stooped and wearing veilings or hats and carrying linen bags. There was a lot of security there, I got through but Einar was stopped. I saw that he was talking to an officer and when he got back he told me that he had to pay 100 rubles to keep on going. But its a very beautiful country but the people here are a little shy and self-conscious. We just talk Icelandic to them here and they just talk Russian to us. But we arent always understanding the Russian alphabet even though I have small pocket book which can help me. The GPS is working great. But now we are at a truck hotel but it was hard to find a place to stay and we seriously thought about camp tonight. The km counter is now at 6717. A small message to Smári Rikk: The bikes are going over 25 km per liter and the tires are not wearing down much so we are wery happy with the bikes so far. Ttyl
Ferðalög | Breytt 25.5.2007 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2007 | 19:09
Við Moskvu 20 maí / By Mosko 20 mai
Jæja þá erum við komnir á áfangastað kvöldsins. Erum ca 50 km frá borginni með drulluskítug hjól og við þreyttir. En húrra komumst inn í Rússland eftir nærri 4 tíma bið á landamærunum í grenjandi rigningu og skrifæði. Rússland tók svo vel á móti okkur með sól og blíðu og grænum skógi. Mjög fallegt og landslagið svipað og á Balkanskaganum en nokkuð einsleitt þessa síðustu 2 daga. Merkilegt líka hvað það er búið að vera lítið af vegum á leið okkar hingað fyrir utan aðalvegi sem frá Lettlandi til Moskvu er hreint hrikalegur. Malbikið svo illa farið og margar stórar holur að maður varð að passa sig mjög og í raun er þessi vegur bara fyrir torfærubíla. Á þessari leið okkar frá Lettlandi til Moskvu hef ég aldrei séð eins marga flutningabíla í mínu lífi og bara á landamærunum hafa örugglega verið 500-600 bílar en ég byrjaði að telja og var kominn yfir 200 þegar ég hætti og var ekki hálfnaður með talninguna. Fyrri nóttina gistum við í bæ sem heitir Velikiye Luki og var hann rosalega grár og drungalegur. Háar gráar blokkir í niðurníslu allt í kring og umhverfið grátt með ljótum lóðum um allt. Gistihúsið var með stórri járnhurð og mjög svo sérstakt. Eins og áður skildi enginn okkur en þetta er nú aðeins að koma hjá mér. Ég er farinn að geta sagt bjór á rússnesku, bive og þeir skilja salat, kartoffel og meat svo maturinn á rússnesku matseðlunum er valinn með þetta í huga. Eitt meiga þó gistiheimilin hér og í hinum balkanlöndum eiga að það er alltaf gert ráð fyrir plássi fyrir hjólin á afgirtu svæði og er það mjög svo þægilegt. En ég svaf í 9 klukkutíma síðustu nótt svo þreyttur var ég og eins með Einar. Við förum frekar snemma að sofa eða um tiuleytið á kvöldin og tökum dagana snemma. Hjóluðum 600 km í dag og þar af voru 300 km í gegnum skóga svo ekki var mikið að sjá og hef ég það á tilfinningunni að næstu dagar verði svipaðir. Ótrúlegt að sjá markaði við aðalvegina þar sem umferðin er mikil og hröð. Konur að selja allskyns varning og meðal annars dauða fiska við þessar aðstæður. Þegar við komum að Moskvu hjóluðum við aðalveginn í kringum borgina og ég vil meina að við höfum verið í lífshættu allan þann tíma ! Þvílík umferðamenning og umferðin var brjáluð !! Engar reglur þar greinilega og bara svissað sér hægri vinstri og afturá bak og áfram..ótrúlegt en satt. Annars stoppaði lögreglan okkur aftur í dag en þeir töluðu ensku og eftir smá spjall og útskýringar óskuðu þeir okkur bara góðrar ferðar og við vorum fegnir því. Engar mútur þar. Planið er svo að halda áfram austur og ekki víst að ég komist til að blogga eða faxa bloggið heim til Herdísar. En við sjáum hvað setur og ég vonandi næ allaveganna sambandi við Rás2 á fimmtudagmorgun. En fyrir ykkur sem hafið gaman af ferðalögum eða mótorhjólamennsku þá er þetta ótrúleg upplifun að vera hérna kominn til Rússlands á hjólinu sínu og hafa hjólað alla leið ! Spennandi líka að vakna á morgnana og vita ekkert hvert dagurinn mun leiða mann. Mælirinn er í 5600 km. En þangað til næst. Bestu kveðjur.
We are now ca. 50 km from Moskow. The bikes are covered with mud and we are very tired but at the same time we are glad to finally be in Russia after a 4 hour wait at the borders in pouring rain. But Russia gave us a good welcome with its good weather and green forests. The landscape is beautiful here and its actually pretty similar to the Balkan peninsula. Its also interesting to experience the roads here which are simply terrible. On the road from Latvia to Moskow are a lot of big holes so we have to be very careful. These roads are really not supposed to be used unless youre driving a truck. And there are a lot of trucks here! Ive never seen so many trucks during that period of time when we were riding from Latvia to Moskow. I started to count them just for fun and I was up to 200 when I stopped. We stayed at a town called Velikiye Luki the first night. The town was very dull and spooky with its gray houses which were in really bad shape. The hosue we stayed at had a big steel door and I found that pretty special. Nobody understood what we were saying as usual but Im getting a little bit better though. I can now say beer, salat, potatoes and meat in Russian so we dont order much besides that. There are always a places for our bikes here and thats really important for us. Einar and I slept for about 9 hours last night, thats how tired we were. We usually go to bed pretty early, around 10 pm, and wake up early. We rode around 600 km today, thereof around 300 km through forests. It was amazing to see the markets by the side of the roads where the traffic was heavy and fast. Women were selling all kinds of goods e.g. fish which I found a little strange under these conditions. When we got to Moskow we rode the main road around the city and I think we risking our lifes the whole time! The traffic was crazy! There were no traffic signs, lights, and any for of rules and laws. The police stopped us again today but this time they could speak English. After a brief conversation and some explanation they just wished us good luck on our trip and let us continue our way. So there was no bribing there. The plan is to keep going east and Im not sure if I can get to a fax machine or to a computer to blog. But well see how it goes and Im hopefully going to rach Rás2 for the interview next Thursday at least. Its a great feeling to be here in Russia and know that you got here on your own bike and I recommend this for everybody who likes travelling or adventure motorcycling. A big part of the excitement is also to wake up in the morning not knowing how the day is going to go. The km. counter is at 5600 km now. Ttyl
Ferðalög | Breytt 21.5.2007 kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 22:08
Tallin 16 maí /Tallin 16 mai.
Dagur tilviljanna var í dag. Vöknuðum snemma og vorum mættir í rússneska sendiráðið kl. 9 þurftum að bíða í 1 og hálfan tíma úti á götu við járnhlið ásamt fullt af fólki. Mjög sérstakt. Rás2 hringdi í mig á þessum tíma og skilst mér að viðtalið sé komið inn á bloggið. Þegar inn var komið ætluðum við að leysa vandamálið sem ég nefndi í gær á blogginu og fengum þær upplýsingar að við þyrftum að gera allt ferlið uppá nýtt ! Stúllka þarna hringdi til Moskvu til að fá ráðleggingar og ósköp almennileg og ekkert af því en rússneska sendiráðið heima var ekki velviljað og vildi ekkert fyrir okkur gera þe. lengja áritunina. Ekki mjög liðlegir þar ! En þegar við fengum þessar upplýsingar vissum við ekki hvað við ættum að gera því það er líka frídagur á morgun í Finnlandi en fyrrnefnd stúlka benti okkur á litla ferðaskrifstofu þarna nálægt sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk með visaáritanir til Rússlands og við fórum þangað og sögðum frá vandamálinu og þau sögðu bara alltaf já og ok og sögðu okkur að koma aftur rétt fyrir kl. 16. Þegar við komum rétt fyrir kl. 16 þangað aftur þá voru passarnir tilbúnir með nýrri visaáritun og ótrúlegt en satt allt er hægt en bara kostar peninga en við þurftum að borga 200 evrur á mann fyrir þessa þjónustu ! En málið leyst og sem betur fer. En í millitíðinni fórum við á bensínstöð og lögðum undir okkur tvö bílastæði og settum upp mótorhjólaverkstæði og þar fór svo fram venjulegt viðhald, olíu og olísusíuskipti ofl. viðhaldstengt sem skiptir máli áður en við höldum áfram inn í austrið. Þegar við vorum í miðju kafi og drullugir uppfyrir haus rennir að þar Landrover bíll og útúr stígur maður sem segir "sælir strákar" á íslensku ! Var þar kominn sendiherra Íslands í Finnlandi, Hannes Heimisson. það var skemmtileg tilviljun en ég hafði kíkt inn í íslenska sendiráðið daginn áður en ekki hitt á hann heldur ritara hans því hann var ekki við. Og hann kom bara þarna fyrir tilviljun á þessa bensínstöð og sá okkur og mótorhjólin með íslenska fánann. Hann gaf okkur farsímanúmerið sitt og bað okkur um að hringja ef við lentum í vandræðum og almennilegt af honum. Tilviljun að rússneska áritunin gekk í gegn og tilviljun að hitta sendiherrann og að lokum var það enn ein tilviljunin þegar við ákvaðum að fara í ferjuna til Tallins í kvöld. Hún var fullbókuð og sögð uppseld og næstu tvær ferðir þar á eftir en fyrir tilviljun á síðustu stundu fundust tvö pláss fyrir mótorhjólin og við fengum að fljóta með. Og þegar við erum í ferðinni lítur Einar bróðir fyrir tilviljun á gms símann sinn og sér að Sveinbjörn nágranni hans hefur hringt og er hann þá staddur í Tallin og fyrir tilviljun vissi hann Sveinbjörn af þessu fína Hostel og pantar þar fyrir okkur herbergi þegar við komum úr skipinu tók hann á móti okkur og við fórum á þetta Hostel og borgum 42 evrur fyrir gistinguna fyrir herbergið fyrir okkur báða. Fórum út að fá okkur smá að snæða í gamla bænum í Tallin sem er óskaplega fallegur bær. Þessi dagur fór bara í reddingar og láta hlutina ganga upp. Ekki mikið hjólað, ca 80 kílómetrar í það heila. Fórum líka í bankann til að kaupa rúblur í Finnlandi og keyptum tæplega 29.000 rúblur og ég fór fyrst meðan Einar stóð úti og passaði hjólin og fékk mínar rúblur í 500, 100 og 50 rúblu seðlum en þegar Einar fór inn hafði ég klárað alla seðlana svo hann fékk 6cm þykkt rúblubúnt í 100 rúblum seðlum og reiknið þið svo ! Frekar fyndið. En nú eru greinilega hlutirnir að breytast. Við vorum spurðir um skráningarskirteini og vegabréf ofl. þegar við komum til Eistlands úr skipinu. Þeir eru töluvert strangari en norðurlandaþjóðirnar. Planið er svo að hjóla á næstu 2 dögum yfir Eistland, Lettland og Litháen og verður það án efa forvitnilegt. Vonandi get ég tekið myndir og sýnt ykkur síðar frá því. Tölvusamband fer versnandi og er ég t.d. ekki í tölvusambandi í kvöld heldur hef ég faxað þessu bloggi heim og því eru engar myndir eftir daginn. En þangað til næst, bestu kveðjur.
Today was the day of coincidences. We woke up early and went to the Russian embassy at 9 am but we had to wait outside for 1 and a half hours along with other people. Rás2 (Channel2-radiostation) called me when we were waiting and the interview is here below this blog. When we got into the embassy we were going to solve the problem we had that I mentioned in yesterdays blog but they told us that we had to start the whole process all over again! The young lady who was helping us called Moskow to get our problem solved and she was very helpful unlike the russian embassy in Moskow. They were not very flexible and didnt want to help us in any way. When we heard this we didnt know what to do but the young lady who was helping us told us to go to a travelling agency which was around the corner and specialices in helping people with their Russian visas. So we went to the traveling agency but they told us come back right before 4 pm. When we came back a few minutes before 4, the passports were ready with new visas! So everything is possible for the right price, because we had to pay 200 Euros each for this service! But the problem was solved and thats the most important thing. But before we got our passports we went to a gas station where we did the regular maintenance on the bikes. But when we were in the middle of it all, the Icelandic ambassador in Finland, Hannes Heimisson, came to the gas station and greeted us. That was a funny coincidence but he had recocnized us by the Icelandic flags on our bikes. He gave us his phone number in case we were in trouble and that was a very considerate of him. It was a coincidence that we got the Russian visas and it was a coincidence to meet the ambassador and finally it was a total coincidence that we got on board the ferry to Tallin that evening. It was completely full and it was even booked for the next 2 rides but for some reason there were 2 empty spaces at the last minute so we could go on board. And if thats not enough, Einar checked his cell phone while on the ferry and saw that his neighbour, Sveinbjörn, had tried to call him but he was coincidentally in Tallin and knew about this great Hostel and he makes a reservation for the both of us there. We payed 42 Euros for the stay there. We went out to eat in the old town of Tallin which is a beautiful town. So this day was spent solving problems and making things work out. We didnt ride that much, ca. 80 kilometers total. We also went to the bank to get Rubles and we ended up buying 29.000. rubles. I went into the bank first while Einar was watching the bikes and then we switched. I got my rubles in 500,100, and 50 ruble bills but when Einar went to buy rubles he found out that I had gotten the rest of the 500s and 50s so he just got a very big pile of 100 ruble bills which was kind of funny. But we can feel that things are getting a little bit different now. We were asked for our registration licence and passports etc. when we got to Estonia. The plan is to ride through Estonia, Latvia and Lithuania for the next couple of days and that will be interesting. Hopefully Ill be able to take some pictures and show you. The connection is getting worse and worse and for an example I cant get to a connected computer tonight. Instead I had to fax this blog home. Ttyl =)
Ferðalög | Breytt 18.5.2007 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 11:51
Viðtalið í morgun á Rás2
Hér er viðtalið við Sverri á Rás2 í morgun. Færa depilinn fyrir aftan miðju, eftir KK laginu.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331517
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)