Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
10.9.2007 | 10:26
Kominn heim ! / Back home !
Það er víst liðnar rúmar fjórar vikur frá því að við bræður komum heim til Íslands eftir ferðina góðu, en mér finnst eins og það hafi verið í gær. En það sem meira er, mér finnst ég fyrst núna vera að lenda með báða fætur á jörðinni ! Indiánar segja að það taki sálina daga og jafnvel vikur að komast á leiðarenda, eftir að maður sjálfur er kominn. Ég er ekki frá því að þetta sé bara satt. Undanfarnar vikur hafa verið skrítnar að þessu leyti og ég hef oft litið á landakortið og / eða myndirnar sem ég tók í ferðinni og klipið mig svo í handlegginn og sagt við sjálfan mig, " já, ég var raunverulega þarna, ég er búinn að fara hringinn í kringum jörðina ! " Þetta er mjög skemmtilegt og það er gamann að blaða í gegnum dagbókina mína og sjá hvað var um að vera í hausnum á manni á hinum og þessum staðnum á leiðinni. Suma daga fóru átta blaðsíður í að skrifa um atburði dagsins, en aðra daga bara 5 línur ! Og stundum var jafnmikið um að vera innan dagsins, en ég kannski ekki eins stemmdur andlega. En þessi ferð á líklega eftir að meltast lengi og mun ég njóta þess.
Now there are over four weeks since we came back from the big trip around the world, but it feels like it was yesterday. But what is strange, that it is first now that I feel that I am realy back, - with both feet on ground ! There is an old saying among indians, that it takes the soul weeks or month to arrive, after you self has arrived. I truly belive that now ! Last couple of weeks has been very strange and I have looked on the map of the world a few times and pinch me in the hand to convince me of that this was not a dream ! yes, I really did this, rode around the world ! I have also been reading alot from my diary and it is fun to read what was on my mind the moment I wrote that page. But it will take along time to digest all the things that happend and I will enjoy that to the fullest.
Fallegasta listaverk heimsins er náttúran ! Ekki gleyma að njóta þess.
Ferðalög | Breytt 26.11.2013 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 10:51
Smá brot úr ferðinni ! - myndbönd.
Þessi bútur er tekinn í Rússlandi í littlu þorpi rétt áður en við fórum inn í Mongólíu. Við gistum þarna í úthverfi þorpsins í óupphituðu gömlu húsi og hitastigið var um 3 gráður á celcius.
This clip is from a small village in Siberia, a few miles from the Mongolia border.
Og hér eitt annað sem er frá Mongólíu.
And here is another from Mongolia.
Svo vil ég minna ykkur á að nú fer eitthvað að gerast varðandi myndasýninguna. Hún verður mjög fljótlega. Þessi eða næsta vika. Fylgist með hér á síðunni.
Ferðalög | Breytt 5.3.2008 kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)