Kominn heim / Back home

Florida 2007 125Jæja, þá er ég kominn heim aftur eftir gott frí.  Alltaf gott að koma heim.  Hér liggja fyrir mörg verkefni og eins gott að bretta upp ermar og hefjast handa við að undirbúning og eins er ferming framundan hjá yngsta syninum, Hauki næsta sunnudag.  Dagurinn í dag fór því helst í það að taka úr töskum og ganga frá en síðan hefst fjörið.  Það sem þarf að gerast á morgun er eftirfarandi:  hafa samband við hollenska tryggingafélagið og reyna að landa því máli, sækja á pósthúsið ábyrgðarbréf sem er frá Svíþjóð og vonandi með Carnet De Passage, tollskjölin.  Síðan er að setja af stað vegabréfsáritunina til Rússlands, þar sem þeir vildu ekki taka á móti okkur fyrr, sögðu að það þyrfti ekki.  Sumardagurinn fyrsti fer svo í að reyna að klára hjólin alveg.  Einar bróðir er langt kominn með sitt hjól og við ætlum að klára mitt líka.  Mikill tími fer hjá Einari  að hanna og finna lausnir á ýmsum smávandamálum varðandi hjólin.  Þegar búið er að finna lausnina er fljótlegt að gera það sama við mitt hjól.  Einnig förum við á skyndihjálparnámskeið á fimmtudaginn hjá Oddi Eiríkssyni og mun hann koma heim og fara yfir helstu atriðin sem þarf að kunna og vita og verður það án efa spennandi. 

Well, I'm finally back home from a great vacation. It's always good to be home. I need to get a lot of things done before the trip and also my younges son, Haukur, is also having his confirmation this Sunday. I spent most of today unpacking and and getting the house in order but tomorrow the fun will begin. I'm plannig to do the following tomorrow: Contact the Dutch insurance company and try to take care of that business, go get a registered letter from Sweden to the post office - hopefully including the Carnet De Passage, the customs files. Then we have to work on those visas into Russia, since they didn't want to talk to us sooner, they said it was unnecessary. We're going to use the official first day of summer (the 19th) to completely finish the bikes. Einar has come a long way with his bike og we're going to finish mine too. Einar spends a lot of his time designing and finding solutions for various problems concerning the bikes. When he has figured everything out, it's quiet easy to do the same thing again for my bike. We're also going to a first aid course this Thursday at Oddur Eiríksson but he will come to us and go over the most important things we need to know. That will probably be a lot of fun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband