Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

3 dagar í brottför ! / 3 days to go !

motormax5Eftir að hafa keyrt konuna mína upp í GR ( Golfklúbbur Reykjavíkur ) í morgun, þá fór ég heim og byrjaði að pakka.  Til þess að vera tilbúnir að sýna hjólin í verslun MotorMax í hádeginu var eins gott að byrja.  Við bræður mættum þar klárir kl. 11:30 og stilltum öllu vel upp.  Tóti og hans menn í MotorMax voru búnir að undirbúa þetta allt og við þurftum bara að stilla okkur upp og taka á móti fólkinu.  Strax kl. 12:00 þá fór fólk að streyma inn og vorum við uppteknir í tvo og hálfan tíma að sýna hjólin, svara spurningum og spjalla við fólkið.  Þetta var mjög gaman og greinilega mikill áhugi.  Skemmtilegust er þó sagan sem Tóti sagði mér.  Það var einn mjög áhugasamur maður að skoða hjólin og spyrja Tóta um hitt og þetta varðandi hjólin og ferðina, en var samt eitthvað skrítinn á svipinn allan tímann.  Honum fannst ekkert sérstaklega mikið til koma, fannst þetta óþarfa athygli sem við vildum og svolítið mikill búnaður fyrir svona ferð.  Þegar leið á samtalið gat hann ekki lengur stillt sig og sagði við Tóta:  Það er alveg sama hvað þið segið, þetta er ekki rétt hjá ykkur að þeir séu fyrstir til að hjóla hringinn í einum áfanga ! Ég hjólaði þetta í fyrra og var ekki nema 4 daga hringinn í kringum landið !!  Aumingja maðurinn hélt allan tímann að við værum að fara hjóla í kringum Ísland.  motormax2Eftir að Tóti leiðrétti mannin, breyttist viðhorf hans töluvert mikið og nú skildi hann allt þetta umstang í kringum þetta.  Og skellihló hann að þessu öllu saman.   Þetta er skemmtileg saga og kannski dæmi um það hversu stórt þetta er, mönnum dettur þetta ekki einu sinni í hug.  En hvað um það, þetta var mjög skemmtilegt og allir voru ánægðir, bæði við bræður og MotorMax menn.  Nú eru ekki nema þrír dagar til stefnu og margt smálegt eftir að gera.  Við leysum það að sjálfsögðu og leggjum af stað á þriðjudaginn.  Vonandi verður veðrið ágætt því þá er allt skemmtilegra.  Spáin fyrir norðurlandið er þó ekkert sérstaklega spennandi, og fer sem horfir, þá gæti snjóað, og þá er alveg klárt að við hjólum suður fyrir.

 

After I had dropped my wife off at the local golf club this morning, I went home again to pack so the bikes would be ready for the afternoon when they would be for display at MotorMax. Einar and I showed up at MotorMax at 11:30 and Tóti and his people were well prepared so we only had to arrange our stuff and then just talk to the guests. At 12:00 things got a little crowded and we were busy showing the people our bikes, answering questions and talking, for the next two and a half hours. It was a lot of fun and people was clearly taking and interest in what we were doing. But the story Tóti told me was priceless. He told me about this man who was pretty interested but always had this strange look on his face and there was clearly something on his mind. He was asking Tóti a lot of questions and Tóti felt like this man wasn’t impressed in what me and Einar were doing and he thought that we were just trying to get as much attention as we could. He also thought it was strange that we had so much equipment. As the conversation between Tóti and this man went on, this anonymous man clearly couldn’t hold it in any longer and said: I don’t care what you say, it’s not right that these men (Einar and I) are the first Icelanders  to go around in one phase! I did it last year and it didnt take me more than 4 days to go around the country!  This poor man had been thinking that we were just going to ride round Iceland for the whole time. After Tóti corrected this man, the attitude changed quite a lot and now he finally understood what all the fuss was about and had a good laugh. This was a great story and maybe demonstrates how big this trip really is, it didn’t even cross his mind that were were actually going round the world. But anyway, this day was a great success and everybody was happy, us and the people at MotorMax. It’s only 3 days to go and many small things that we need to take care of. I hope the weather is going to be decent on Tuesday because everything is more fun in a good weather. The weather forecast isn’t too good though and it might even snow in the north, and if that happens, it’s clear that we’ll just head south.


4 dagar til brottfarar ! / 4 days to go!

viðtalÞá er dagur að kveldi kominn og var þessi dagur frekar erilsamur.  Þurfti að snúast ansi mikið í morgun því fjarvera í 3 mánuði kallar á ýmis verk líka hérna heima fyrir brottför.  En meðal annars fór ég í Seglagerðina Ægi að ná í sætishlíf sem var verið að laga fyrir mig ofl. smotterí fyrir hjólin.  Ísland í dag kom svo í heimsókn í skúrinn seinnipartinn en þeir Oddur fréttamaður og Björn myndatökumaður ætla að sýna þetta í sjónvarpinu mánudag eða þriðjudag og var mjög gaman að fá þá félaga í heimsókn.  Þeir voru mjög áhugasamir og vilja jafnvel vera í sambandi við okkur meðan á ferðinni stendur.  Að sjálfsögðu þurfti ég að taka til í skúrnum enn einu sinni og láta hann líta vel út.  Við bræður pössuðum okkur núna að hafa hjálmana á okkur í hjólaskotinu fyrir stöð2 en við fengum gagnrýni frá ágætum manni hér í bæ fyrir mbl.is umfjöllunina þar sem við vorum hjálmlausir hér fyrir framan skúrinn.  Réttmæt gagnrýni og óheppilegt fyrir okkur því við erum talsmenn öryggis og notumst alltaf við hjálma og það meira segja lokaða hjálma.  En við Einar fórum einnig í að smíða pabbiogeinar2varadekksfestingar í dag og þurftum að leita í skúrinn hjá pabba til að komast í rétt verkfæri.  Við notuðum líka tækifærið í dag og prófuðum talstöðvarnar í fyrsta sinn í aktion.  Þær virkuðu vel en þó þarf aðeins að stilla örlítið betur fyrir brottför.  Ég fékk svo símtal í dag frá Tóta en það kom upp sú hugmynd frá Dr. Guðmundi Björnssyni að fá prest, Sr. Írisi í Digranessókn á þriðjudaginn til að blessa okkur og ferðina áður en við leggjum íann og fannst okkur hjónum vænt um það.  Mér skildist á Tóta í MotorMax að hann hafi fengið símtalið um miðjan dag frá Guðmundi þar sem hann er að stinga uppá þessum prest, og undarleg tilviljun, stendur presturinn þá ekki bara í töluðum orðum inná skrifstofu hjá Tóta að kaupa sér hjól !  Ótrúleg tilviljun.  Það verður svo væntanlega fjör á morgun í MotorMax en þar verðum við eins og áður er sagt milli 12-14 að sýna hjólin fyrir gesti og hjólandi og allir velkomnir.  Síðasta helgin fyrir brottför semsagt að renna upp og fjör á morgun í MotorMax og svo á sunnudaginn eru allir velkomnir sem vilja kasta á mig kveðju privat og persónulega heim í opið hús í Smárarimann frá kl. 14-18

I have been quite busy lately because there are actually also some things needed to be done around the house before I leave. I’ve also been working on the bikes a little bit today but nothing worth mentioning. Ísland í dag (Iceland today), which is a news show here in Iceland, came to visit me and Einar today. It was a lot of fun having them and they told us that they would broadcast the interview on Monday or Tuesday. They were really interested in what we were doing and told us that they would like to keep in touch with us during our trip. Of course the garage had never looked better and we also made sure that we used our helmets this time after the criticism concerning the other interview on mbl.is. Einar and I started to make the clinges for the spare tire today and we even needed to visit our fathers garage to get the right tools. We also used the opportunity today to try out the transceivers “in action”. Everything worked fine but we just have to do some minor adjustments before leaving. I got a phonecall from Tóti but Guðmundur Björnsson had this idea of me and Einar getting a priest, Íris, to say prairs for us before the trip. My wife and I really appreciated that idea. Tóti (at Motormax) told me that he had got a phonecall from Guðmundur where he is talking about getting the priest, and at the same time there is a priest in his store buying a bike! That’s an amazing coincidence. But there will be a lot of fun at MotorMax tomorrow but like I said before, we’ll be there between 12-14 with all of our equipment and everyone is welcome. This is the last weekend before departure and on Sunday there will be a small “farewell” party where everybody is welcome between 14-18.


5 dagar til brottfarar ! / 5 days to go !

stressÞað er ekki laust við að spennan sé farinn að gera vart við sig.  Eins og Einar bróðir orðaði ágætlega þegar við vorum spurðir hvort við svæfum ekki vel á nóttinni, - " Jú við sofum eins og lömb, - bara milli þess sem við hrökkvum upp "  Það er kannski pínulítið til í þessu og eftir því sem dagurinn nálgast man maður alltaf eftir einhverju sem á eftir að gera.  En þetta er jú hluti af þessu öllu saman og um að gera að njóta þess.  Litla prinsessan mín, Fanndís María, er búin að fá 2 - 3 grátköst og hleypur upp í fangið á pabba sínum og segir honum að hann megi ekki fara eða að hann verði nú að rata til baka.  Þetta er trúlega eitt það erfiðasta fyrir mig að upplifa þessa dagana.  Stóru strákarnir mínir, Þorsteinn, Jón og Haukur bera sig nú vel.  En það kemur upp ein og ein spurning öðru hvoru hvað gerið þið ef að þetta eða hitt bilar ?  Þetta eru jú allt góðar og réttmætar spurningar og að sjálfsögðu reyni ég að svara þeim á skynsaman og eðlilegan hátt.  Þetta er ævintýraferð og þá verður maður að vera viðbúinn öllu því ekki er hægt að undirbúa sig fyrir allt.  Aðalatriðið er, að vera viðbúinn því að allt geti gerst.  Við fengum loksins talstöðvarnar okkar í RTW  myndir 127gær hjá honum Ásgeiri í Aukaraf.  Þetta eru talstöðvar af ICOM gerð og er Ásgeir búinn að forrita þær fyrir okkur þannig að þær eiga að duga allsstaðar og það sem meira er, vera löglegir með þær allsstaðar.  Frábært verk hjá þeim í Aukaraf.  Við erum búnir að prófa þetta og tengja í hjálmana, og  upplifunin er þannig að þetta mun auka  upplifunina í ferðinni til muna.  Núna er ég að byrja að pakka og sjá hvað kemst ekki með ! Mjög spennandi.  MotorMax, umboðsaðili Yamaha, verður með mikla uppákomu í verslun sinni á laugardag og þar verðum við bræður þungamiðjan.  Þar mætum við og sýnum leiðina, hjólin og búnaðinn, og spjöllum við gesti og gangandi.  Það verður vonandi gaman og trúi ég að margir muni mæta og skoða.  Takk í bili.

The exitment and tension is increasing day by day.  My brother was asked the other day if we woke up at night because of stress and he answered like this: No we sleep like a lamb, between the moments we wake up !!  Maybe he is right, but as the moment gets closer, you always remember something that you have to do.   My little daughter, Fanndis Maria, has jumped into my lap two or three times, and tell me that I can´t go or I have to be sure to find the right way home.  My three older son, Þorsteinn, Jón and Haukur are stronger but now and then they aske me what we will do if this or that happens on the way.  Of course I try to answer them and tell them not to worry.  But off course anything can happen.  Yesterday we got the radios and we tried them and they work great.  They are from ICOM and has been programed for us so that we can use them all the way round the world.  The Icelandic Yamaha dealer is having a big day on saturday, where we are in focus.  We will be there with the bikes and most of our gear.  Hopefully many people will come and talk to us.  Thanks. 


7 dagar til brottfarar ! / 7 days to go !

Geldinganes

Vika til stefnu og hjólin nánast klár Smile.  Vaknaði snemma í morgun eftir smá gleðskap í gær með vinum og skellti mér í skúrinn !  En ekki hvað.  Einar kom stuttu seinna og var hafist handa.  Við útbjuggum festingar fyrir fánana og einnig settum við drullusokka að aftan til að varna því að við verðum drulluskítugir upp á bak þegar við hjólum í rigningu.  Einnig límdum við á hjólin fleiri logo.  Vélaverkstæðið Kistufell hafði samband við okkur og voru þeir svo rausnalegar að styrkja okkur með veglegum peningastyrk og þökkum við þeim kærlega fyrir það.  Það á eftir að nýtast okkur vel.  Næst var stefnan tekin út á Geldingarnes, eftir að hafa slitið Þorstein elsta soninn frá próflestri, og þar stjórnaði Þorsteinn okkur í klukkutíma og tók af okkur myndir af sinni alkunnu snilld.  MotorMax ofl. hafa beðið okkur um myndir til að nota í kynningarefni ofl.  Ég hef ekki séð myndirnar ennþá, fyrir utan þessa einu sem er hér fyrir neðan.  Þegar við vorum þar hringdi Smári Rikk í okkur og vildi koma í hjólatúr.  Hann kom og síðan tókum við stefnuna á Garðabæinn.  Við fórum sem sagt til Pabba  og þaðan var förinn heitið í 1. Maí keyrsluna hjá Sniglunum.  Þegar við vorum þar bættist í  hópinn  því Tedda mágkona og Sverrir Fannar frændi slóust einnig í hópinn.  Síðan var haldið af stað í Perluna.  1. Maí keyrslan tókst vel og nokkur hundruð mótorhjól af öllum stærðum og gerðum mættu og voru með.  Keyrslan endaði svo í Smáralind og var mikið skoðað, spjallað og rætt.  Eftir að hafa kvatt alla fórum við Einar til Dr. Guðmundar Björnssonar í Fossvoginn og þar tók hann vel á móti okkur eins og honum er einum lagið.  Hann fór yfir lyfjamálin með okkur og ætlar útbúa góðan nestispakka handa okkur.  Guðmundur verður á bakvakt fyrir okkur allan sólarhringinn og getum við hringt í hann hvenær sem er ef eitthvað bjátar á.  Það er mikill stuðningur og góð tilfinning að vita af honum hinum megin á línunni.  Eftir þetta var hjólað heim og góðu kjöti skellt á grillið.  Að lokum þetta.  Allir velkomnir í höfuðstöðvarnar, Smárarima 50, til að spjalla og skoða .  Frúin er búin að ákveða að hafa kveðjupartý fyrir mig á sunnudaginn kemur, kl. 2-18 þe. hafa opið hús fyrir alla sem vilja koma og kveðja mig svo allir sem vilja koma og kasta á mig kveðju  - muna eftir sunnudeginum.

Only week to go and the bikes are almost ready.  Woke up this morning after a nice evning with friends and went out to the garage.  What else !  Shortly after that, Einar came and worked on the bikes.  Put on the flag, rear mudguard, and some new logos for a good sponsor.  Then we went out for some photo shooting.  My oldest son, Þorsteinn, took nice photos that are going to be used in the papers, presentation etc.  This is done for the Yamaha dealer.  After that we went riding.  My friend Smári Rikk came and all of us went to meet our father at his home.  When we where there, my youngest brother wife, and my oldest brother son, came and joined the group.  Then we went out riding around.  Apr. three o clock, we went to Dr Gudumundur Björnsson´s home and talked about the medication that we are going to take along.  The day ended home with my family barbequing a nice meet and potatoes.  In the end I just want to let everybody know, that next sunday we will have a good by party  at my home and everyone is velcome.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband