Manhattan, New York, USA.

Á mótorhjólinu mínu á Times Square !!Times Square ! Já, ég var á mótorhjólinu mínu á Times Square, Manhattan, New York !  Ótrúlegt en satt.  Þeir sem hafa heimsótt Manhattan í New York, vita að það eru að sjálfsögðu ekki nema léttruglaðir menn sem fara á mótorhjólum inn í miðja borg og inn í alla þess umferð sem þar er.  Og það er ljóst að það geri ég ekki aftur nema neyddur til.  Við hjóluðum inn í borg og niður Manhattaneyju og til baka, sem eru ekki nema um 7 km hvora leið, og við vorum að minnsta kosti einn og hálfan tíma á þessari leið.  Umferðin er svakaleg, endalaus umferðarljós og gengur ekki neitt.  Ég ákvað að við myndum hjóla niður að sjó, þannig að við gætum séð Frelsisstyttuna og taka mynd af hjólunum með styttuna í bakgrunni.  En það er ekki hlaupið að því að komast að sjónum þarna með hjólin.  Það endaði með því að við svindluðum okkur inn á einkabílastæði sem ameríska strandgæslan er með.  Inn af því bílastæði var veitingastaður með stórri stétt fyrir framan og lá að sjónum.  Einar fór á hjólið sitt, og ég gerði mig kláran með myndavélina og síðan skaust Einar með hjólið og lagði því á stéttina, kolólöglega að sjálfsögðu, og hljóp með myndavélina á eftir honum og tók nokkrar myndir af honum, eins og ég væri paparazzi ljósmyndari.  Þvílíkt gaman og spennandi.  En við sluppum og héldum til baka og nú á Times Square.  Þegar við loks komumst þangað lögðum við bara upp á gangstétt, og vorum aftur svo heppnir að engar löggur voru þarna, og síðan tókum við nokkrar myndir þarna.  Fólk í kringum okkur var alveg forviða, og byrjaði að taka myndir af okkur taka myndir !!  En alltaf jafn gaman.  Síðan hjóluðum við út á flugvöll, þar sem Halldór, starfsmaður Icelandair Cargo, tók á móti okkur og græjaði hjólin og pappírana fyrir okkur.  Þannig að hjólin eru semsagt lögð af stað til Íslands, ótrúlegt en satt.  Við erum búnir að hjóla kringum hnöttinn hvort sem þið trúið því eða ekki.  Ég trúi því varla sjálfur.  En þetta er að sjálfsögðu ekki alveg rétt hjá mér, því við eigum eftir að hjóla ca 50 km heima á Íslandi, Keflavík til Reykjavíkur.  En við erum búnir með útlöndin stóru.  Eftir að við skiluðum hjólunum í dag, eftir svolítið erfiðan dag, mikill hiti og raki, þá má segja að það hafi orðið spennufall hjá okkur bræðrum.  Það kom yfir mig tilfinning  sem ég get satt að segja ekki lýst.  En ég varð allt í einu algerlega orkulaus og þreytan helltist yfir mig.  Hluti af þessari streytu sem fór í dag, eru áhyggjurnar að eitthvað myndi gerast nú á síðustu dögunum.  Og þá aðallega að lenda í umferðaróhappi hér í þessari miklu umferð.  Það yrði svo hrikalega fúlt ef eitthvað klikkaði svona Verið að taka hjólin og gera klár fyrir flutning heimalveg í endann.  En að sjálfsögðu myndum við leysa allan vanda eins og venjulega, en ég er bara orðinn svo spenntur að komast heim !!  Við erum að koma og lendum í Keflavík á föstudaginn.  Þá er bara eftir að hjóla til Reykjavíkur og klára hringinn formlega !!!  Það verður gaman.  Ég vona svo sannarlega að sem flestir geti komið og hjólað með okkur þessa síðustu kílómetra og upplifað með okkur þennan stórkostlega draum sem var svo fjarlægur fyrir nokkrum árum.  Tímasetning kemur fljótlega.  Kílómetrateljarinn er nú ca 31.860 km.  Geri aðrir betur á 93 dögum !  En meira á morgun.  Setti inn nokkrar myndir í myndaalbúmið.

Yes, I was on my bike on Times Square, Manhattan, New York! The ones who have visited Manhattan know that there are only crazy people who go on motorcycles into the middle of the city where the traffic is the heaviest. And I positive that I’ll never do that again. We rode into the middle of the city and down Manhattan Island and back. It’s only around 7 km each way but we were at least 1.5 hours doing that. The traffic was terrible, endless stoplights and everything was really slow. We decided to ride down to the sea so we could the statue of liberty and get some photos there. But that wasn’t as easy as we had hoped. We ended up sneaking into a private parking lot for the coastguard. There was a large restaurant there with a large parking area which went down to the sea. Einar went on his bike while I got the camera ready, and Einar then took the bike to the parking area and I followed him with the camera like a paparazzi. We had a lot of fun there. When we got back to Times Square, we just parked up on the pavement and just got lucky that there were no cops there. We then took some pictures there and enjoyed that very much. Next, we rode down to the airport where Halldór, an Icelandair Cargo employee, greeted us and got the bikes and the papers ready. So the bikes are now on their way to Iceland and we have ridden around the world, believe it or not. I don’t really believe it either. But that’s not entirely true though because we have those 50 km left from Keflavík to Reykjavík. But we have finished our travels in foreign countries now. After we gave away the bikes today, after a hard day, we had a moment of anticlimax. I experienced a feeling I just can’t explain. I just got speachless and the exhaustion was poured over me. A part of all the stress, that went away today, was the worries about getting in some kind an accident. It would be increadibly disappointing to have an accident when you are just about finishing the trip! Of course we would probably solve all problems like usual, but I’m just getting so excited to get home! There so little left. We land in Keflavík on Friday and then there’s nothing left but to ride to Reykjavík and finish the journey formally. It’s going to be a lot of fun and I really hope that I’ll see some people who want to ride with us these last kilometers and thereby experience a small part of the dream that was so distant a couple of years ago. Exact times will be known soon. The km counter is now at 31.860. I don’t think there are many others that have travelled 31.860 km on a motorcycle the last 90 days?! There are some new pictures in the album...more tomorrow. - Sverrir


Harley bræður á leiðarenda !

Hér er hópurinn, - flottur og fínn.
DSC09237_edited
Pabbi og Skúli eru nú komnir til New York og tóku rútu frá Washington DC í dag og voru um 5 tíma á leiðinni.  Ég og Einar erum í littlum bæ sem heitir Burlington og er í ca 130 km fjarlægð frá New York.  Við förum í fyrramálið inn í miðja New York borg og ætlum að hjóla á Times Square og niður á höfn.  Síðan förum við með hjólin út á flugvöll og skilum þeim þar.  Í morgun þegar við lögðum af stað hjóluðum við veg sem heitir Skyline drive og er gríðarlega fallegur vegur sem liggur á toppum og í hlíðum fjallanna.  Vegurinn var lagður á árunum 1933 - 1935 og það sem einkennir þennan fallega veg, eru steinhleðslur sem halda veginum í hlíðinni.  Það hefur greinilega verið mikil vinna að leggja þennan veg á sínum tíma.  Þegar vegurinn var byggður, var mikið útsýni allstaðar af veginum, en í dag er kominn svo mikill gróður og skógur að ekkert sést nema skógurinn nema þar sem honum er haldið niðri á nokkrum stöðum til að sjá yfir.  Mjög fallegt þarna.   En semsagt, pabbi og Skúli hafa lokið sínu verkefni sem er að hjóla þvert yfir Bandaríkin og fara route 66. 
-
Dad and Skúli are now in New York but they took the bus from Washington DC today and it took 5 hours. Einar and I are in a small town called Burlington which is 130 km from New York. We'll go to New York tomorrow where we'll ride down Times Square and down to the harbor. We will then leave our bikes at the airport. We went a road this morning called Skyline drive and it's increadably beautiful and it is on top of the mountain hills. It took 2 years to build this road (1933 - 1935) and what's interesting about this road are the stone blocks that hold the road up on the mountain hills. A lot of work was clearly put into building this road. When the road was built, you could see the road almost from anywhere but now there is so much vegetation there that you can only see the trees.  But anyway, dad and Skúli have finished their journey which was riding across America and riding the famous Route 66.

Waynesboro, Virginia, USA.

Alltaf stæll á pabbaÞá erum við komnir yfir á austurströndina og Harley bræður um það bil að ljúka sínum áfanga í ferðalaginu.  Við eigum aðeins eftir að hjóla í ca 200 km til norðurs og þar skila þeir hjólunum sínum og þar með uppfylla þennan áratuga gamla draum að hjóla Route 66 þvert yfir Ameríku.  Þetta er engin smá áfangi fyrir þá og eru þeir ansi kátir í kvöld.  Margir láta sig dreyma um að gera þetta í áratugi og láta aldrei verða af því . Meira að segja Ameríkanar sem við tölum við finnst þetta frábært hjá þeim.  Þeir eru búnir að sanna að það er aldrei of seint að láta draumana sína rætast !  Aldrei að gefa draumana frá sér, þær gætu ræst einn daginn.  Lærum af þessu.  Nú erum við littlum bæ sem heitir Waynesboro og er í Virginiu fylki.  Einn af þúsundum svona bæja og svo sem ekki mikið um þennan að segja.  Ósköp fallegur og friðsamlegur.  Á morgun munum við hjóla skemmtilega leið sem okkur var bent á.  Það er  hluti af leið sem heitir Blue Ridge Parkway, og liggur frá norðri til suðurs um Blue Mountain fjallgarðinn.  Dr. Guðmundur og hans félagar hjóluðu alla þessa leið 2004 er víst mjög falleg og skemmtileg.  Hlakka til.  Í dag hjóluðum við ca 460   km um fallegt og grænt landslag.  Skógar, ár og fallegar hlíðar, og vegurinn liðast um þetta landslag eins og ormur.  Gaman að hjóla í dag.  Veðrið var svipað og undanfarna dag, heitt og rakt.  Mikil drykkja á okkur !!   Eftir að við Einar höfum fylgt pabba og Skúla á morgun á 450px-Times_Square_%28Tall%29hjólaleiguna, fara þeir í rútu til New York og hitta þar konurnar sínar sem komu þangað í dag.  Við hjólum aftur á móti þangað og þurfum að skila hjólunum á mánudaginn í flugið heim.  Svo eyðum við tveimur dögum í New York þar til við fljúgum heim og klárum hringinn.  Orðinn frekar spenntur !!   En áður en við skilum hjólunum ætlum við að reyna að hjóla niður Manhattan í New York !  Það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst, að hjóla á hjólinu sínu á Times Square !  En við sjáum til hvað gerist. 

Now we are finally on the east coast and the Harley brothers have just about finished their part of their journey. We have only around 200 km to the North where they have to return their bikes and by doing that, fulfilling their dream of riding Route 66 across America. This is a pretty big thing for them and they are really happy tonight. Many people dream about this for decates but maybe don’t get themselves to actually do it. Even the Americans we’ve met think this is a great thing that they’re doing. They just proved that it’s never too late to fulfill your dream.  But we’re now in a small town called Waynesboro in Virginia. One of thousands of such towns so I can’t really say that there’s anything special about this one other than it’s beautiful and quiet. We will follow a fun road tomorrow wich was recommended to us. It’s a part of a route called Blue Ridge Parkway, and lies from North to South around Blue Mountain range. Dr. Guðmundur and his pals rode this way in 2004 and it’s supposed to be very beautiful and fun to ride. I’m looking forward to it. We rode around 460 km today in a beautiful landscape. Forests, rivers and beautiful hills. The weather was similar to last day’s weather, hot and humid so we’re drinking fluids a lot. After Einar and I will follow our dad and Skúli to the motorcycle rental, they will take a bus to New York where they’ll meet their wifes who arrived there today. Einar and I, on the other hand, will ride to New York but we’ll have to hand over our bikes on Monday for the flight. We will then spend 2 days in New York before we fly home and finish the trip. I’m getting pretty excited! But before we give up the bikes we’re going to try to ride dorn Manhattan in New York! You don’t get that opportunity every day, to ride your bike down Times Square! But we’ll see what happens. Ttyl - Sverrir

 


Huntington, West Virginia, USA.

vatrnHeitt og rakt er orð dagsins.  Rosalega mikill raki í dag og hitinn næstum óþolandi.  Ég var orðinn rennblautur af svita og hita og það sama má segja um hina.  Hitinn tekur vel á og finna kallarnir vel fyrir þessu.  Seinnipartinn í dag lentum við í grenjandi rigningu en stóð hún bara í nokkrar mínútur, en var ansi kröftug.  Einar var fararstjóri í dag og var hann snöggur að fara út af svo að pabbi og Skúli gætu farið í nýju regngallana sína.  Ég ákvað að fara ekki í neitt meira, heldur að verða bara blautur.  Það gerir ekkert til því hitinn var mikill.  En pabbi og Skúli voru í bómullarbolum og jökkum og því blotnuðu þeir illa.  Ég og Einar erum aldrei í neinu úr bómull því það er óþverraefni til að vera í á mótorhjóli.  Við notum eingöngu boli og buxur, þar með talið nærboli og nærbuxur, úr polyester og/eða ull.  Ég sjálfur er búinn að vera í ullar nærbuxum allan tímann og þvílíkur munur.  Að vera í réttum fatnaði skiptir bara öllu máli, sérstaklega þegar maður er í langferðalagi.  Eins og ég hef sagt áður, þá eru flestir Ameríkanar sem við mætum á hjólum klæddir bara í stuttermabol og gallabuxur.  Þeir voru nú ansi aumir og í slæmum málum í dag þegar þessi mikla rigning skall á okkur skyndilega.  Við stoppuðum oft í dag til að fá okkur að drekka, því vökvatapið var mikið.  Við Einar erum búnir að læra á þetta, og erum reynslunni ríkari eftir að hafa hjólað i gegnum Rússland og Mongólíu.  Eins og margir vita, þá er þorsti mjög lélegur mælikvarði á hvort líkaminn þarfnast vökva eða ekki.  Ég datt á hjólinu einu sinni í Rússlandi á slæmum malarvegi, sem betur fer á lítilli ferð, en eftir að hafa staðið upp og reist við hjólið komst ég að því að eina ástæðan fyrir fallinu var vökvaleysi !  Jú, þannig var að hitinn var gríðarmikill og mikið vökvatap og ég ekki passað mig á að drekka nóg, og einbeitingarleysi og þreyta urðu þess valdandi að ég datt.  Við lærðum á þessu og pössum þetta mjög vel.  En pabbi og Skúli eru ekki vanir að hjóla í svona miklum hita og verðum við að minna þá stöðugt á að drekka nóg.  Mjög mikilvægt.  Enn einn dagurinn liðinn og við nálgumst endastöð óðfluga !  Skrítin tilfinning ! 

Hot and humid describes our day.  Incrediable humidity and the heat almost intolerable.  I became all wet and hot because of the sweat and the same story can be told of my pals.  The heat can be difficult and the older guys really felt that today.  Later this day we got heavy rain and it was rather hard even though it wasn't for long.  Einar was a leader today and he quickly decided to stop so my dad and Skuli could put their rainclothes on.  I decided not to do that and simply get wet.  It didnt bother me to get wet because of the heat.  But dad and Skuli had cotton t-shirts and jackets on and therefore they got extremely wet. Einar and I dont never wear anything made of cotton because that isnt good fabric for travelling in.  We only use clothes and that counts also the underwear, made of polyester or wool.  I have been using a wool underwear the whole time and what a great differance.  To wear right clothes can make a big differance, especially on a long trip.  As I have mentioned before most of the Americans I have met on motorcycles are only wearing t-shirts and jeans and we saw many of them rather poor looking and wet when this suddenly heavy rain started today.  Me and Einar now this know and especially after the trip across Russia and Mongolia.  As many of you know, being thirsty isnt necessarily the right mesarue of if your body need water or not.  Once I fell of my motorcycle in Russia on a bad countryroad and after I had stood up I knew I had fell because  I was in a lack of water !  Because of the heat and tireness I had lost my concentration and hadnt drunk enough water that day.  So that was our lesson and therefore me and Einar made sure it didn't happen again.   But my dad and Skuli arent used to ride in such a heat as we are getting now so we are constanstly reminding them to drink water.  Very important.  But one more day has past and the destination is getting closer.  A little bit weird feeling.


Evansville, Indiana, USA.

sleepyÉg var nú frekar syfjaður í nótt þegar ég talaði við ykkur í útvarpinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari í gær !  Þau spurðu mig hvort ég hefði hitt einhverja Íslendinga á ferð okkar um heiminn og ég nefndi einn eða tvo.  En það er aldeilis ekki rétt, og verð ég hér með að leiðrétta það.  Við Einar höfum hitt nokkra Íslendinga á leiðinni og langar mig til að fara aðeins yfir það.  Þeir fyrstu sem við hittum voru á ræðismannskrifstofu Íslands í Færeyjum.  Næst hittum við sendiherrann og hans aðstoðarstúlku í Helsinki í Finnlandi.  Svo hittum við kunningja Einars í Tallin í Eistlandi.  Næst er svo Þór Daníelsson í Ulaan Baatar í Mongolíu.  Í Japan hittum við fólkið í sendiráði Íslands í Tokyo.  Þegar til Bandaríkjanna kom, þá hittum við alla Íslendingana á Íslendingadeginum í Blaine, og nefni ég þar Hafdísi sérstaklega.  Svo hittum við Egil " Eagle " Egilsson í Los Angeles sem var eftirminnilegt.  Og núna síðast hittum við frænku okkar, hana Önnu Helgadóttir í Tulsa, Oklahoma.  Nú held ég að þetta sé komið og engum  gleymt.  Trúlega svaraði ég svona vegna þess að ég var að reyna að muna eftir íslenskum ferðalöngum sem við hefðum hitt.  En allir þeir Íslendingar sem við höfum hitt, er fólk sem býr og/eða starfar í viðkomandi landi.  En svona er þetta og ekki meira um það.  Allt frábært fólk og eftirminnilegt og virkilega gaman að hafa hitt alla.  En nú erum við semsagt í Evansville í Indiana fylki í Bandaríkjunum og var leiðin hingað frekar einhæf.  Við hjóluðum frekar ákveðið í dag og stoppuðum lítið og skoðuðum.  Við ákváðum í gær að taka einn svona dag og leyfa Harley bræðrum, pabba og Skúla, að finna hvernig er að vera í ævintýraferð og hjóla eins og við Einar höfum gert svo oft undanfarnar vikur og mánuði.  Það sem ég á við er að í sumum af þeim löndum sem við fórum í gegnum var ekkert annað að gera en að hjóla í gegnum landið og ekkert að skoða á leiðinni.  Semsagt, ekki vera eins og venjulegur túristi.  Þeir höfðu virkilega gaman af þessu og höfðu orð á því að það er greinilega meira en að segja það að fara svona ferð og leysa öll þau vandamál sem upp geta komið.  Því á hverjum degi koma up ótal spurningar sem þarf að svara og margar littlar ákvarðanir sem þarf að taka.  En það sem hafði líka áhrif á það hvernig við hjóluðum í dag er að við Einar þurfum að skila hjólunum okkar til Icelandair Cargo á mánudaginn, og við eigum eftir að fara til Washington með pabba og Skúla og skila þeirra hjólum og síðan að hjóla upp til New York.  Þannig  að tíminn fer að styttast sem við höfum, og má ekkert út af bregða til að þetta eigi að DSC09211ganga upp.  En dagurinn var heitur og rakur í dag og tók töluvert mikið á að hjóla svona í dag.   Sturta, kaldur bjór og smá snarl í lok dags er ótrúlega gott og vorum við allir hressir og glaðir eftir skemmtilegan dag.  Morgundagurinn verður svipaður.   Það er ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins séu fjórir hjóladagar eftir og þá sé bara eftir ca 50 km á Íslandi til að loka hringnum !!!  Jú, ótrúlegt en satt !!  Kílómetrateljarinn datt í 30.000 í dag !  Á ársgrundvelli þýðir þetta akstur upp á ca 120.000 km.  !  Það er ótrúlega mikið.  En svona í lokin, smávegis af  " useless information "   Einar var að reikna það út að í lok ferðarinnar hefur afturdekkið snúist ca 15.000.000 hringi og vélin snúist í ca 120.000.000 - 130.000.000 hringi !!!  Og þar hafið þið það !  Ef þið efist, þá reiknið sjálf og snúið ykkur svo til Einars þegar við komum heim ! Wink Bless í bili.

I was rather sleepy this night (3.15 am) at the radio.  I got this question if we had met some icelanders on our trip around the world.  I said I had met one or two but that isn't of course right and I have to correct that here and now.  Me and Einar have met a lot of icelanders on our way and to start with we met icelanders in the consulate in Faroe Islands.  Next we met the icelandic embassador and his assistance in Helsinki Finland.  Then we met Einar's friend in Tallin Estonia.  Then we met Thor Danielsson in Ulaan Baator in Mongolia.  In Japan we had a meeting with icelandairs in the embassy in Tokyo.  And when we came til the USA we met a lot of icelanders in the Icelandic day in Blaine and there I mentioned Hafdisi especially.  Then we met Egill "Eagle" Egilsson in Los Angeles and that was memorable.  And now we just met our aunt Anna Helgadottir but she lives in Tulsa Oklahoma and then I think a haven't forgot nobody.  But I was probably thinking if we had met some icelandairs as  travellers when I got this question but all the icelanders we have met work or live in the countries visited.  But enough regarding this but it has been very nice and memorable to meet all these people.  But now we are in Evansville in Indiana and the trip to here was rather one-sided.  We rode rather fast today and decided to not stop as much as before.  We decided to take one day like this and let the Harleybrothers get the feeling and experience of the adventure as me and Einar have had the last weeks and months in our trip. As to say not to ride as a tourists if you know what I mean.  To them it was fun and they mentioned that it obviously harder than you think to travel like this for many days and weeks.  Many questions can arise and lot of matters have to be solved.   But it did also matter that now we got that information that me and Einar have to take the motorcycles to the airport - Icelandic cargo next monday.  But before that we have to follow the Harleybrothers to Wasington were they have to return their motorcycles and therefrom they will take the bus to NewYork but we will ride on to the city.  So times fly and we have to be focused the next days so we can finish our last days here in USA with safety.  This day today was rather hot and moistured and it was rather difficult to ride today.  Shower, cold beer and something to eat and we were all happy in the end of the day. Tomorrow will be similar.  It is unbelievable to think that there are only 4 days left in our trip here !  And 50 km to Reykjavík from Keflavík to close the circle !!!  Unbelievable but true !  The counter is at 30.000 km today!  That would be 120.000 km in a year!  In the end, some useless information for you all.  Einar was calculating that in the end of our trip has the rare tire rotated 15.000.000 circles and the engine has run ca. 120.000.000-130.000.000 circles !!  So there you have that.  If you doubt that, calculate for yourself and/or ask Einar when we have arrived home ! Wink  But until next time. 


Viðtalið í dag / the interview today

Hér að neðan má heyra viðtalið frá því í morgun á rás 2.  Aftarlega á deplinum eftir fréttir og lag.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331573

 

Sverrir og Einar


Springfield, Missouri, USA.

Oh what a beautiful morning,
Oh what a beautiful day,
I've got a wonderful feeling,
Everything's going my way

DSC09200_editedÞessi texti fór i gegnum hugann á mér þegar ég var að vakna í morgun.  Textinn er úr lagi úr söngleiknum Oklahoma, eftir þá Rodgers og Hammerstein og þeir verðlaunaðir fyrir.   En svona leið mér þegar ég vaknaði og settist á hjólið í morgun og ég söng þennan texta aftur og aftur einn með sjálfum mér innilokaður í hjálminum.  Kannski eins gott !!   En við vorum ennþá í Oklahoma og fallegur dagurinn tók á móti okkur.  Örlítil þoka var og mjög sérstök birta sem var yfir öllu.  Og þá leiddi ég hugann líka að því hversu vel okkur hefur gengið hingað til ferðinni okkar ( sjö, níu, þrettán ) Öll þau vandamál sem upp hafa komið, hafa verið smávægileg og við leyst þau hratt og örugglega.  Ekkert hefur komið fyrir okkur, hvorki veikindi né annað og vona ég svo sannarlega að það verði áfram.  En það er ekkert sjálfsagt að komast alla þessa leið og fara í gegnum öll þessi lönd án þess að lenda í alvarlegum vandamálum.  En nóg um þetta.  Morgunmaturinn var einfaldur í morgun, Cheerios og mjólk, og við lagðir af stað kl. 7:00.  Við hjóluðum til Tulsa eftir gamla route 66 veginum og hlykkjaðist hann skemmtilega um sveitirnar og að borginni.  Þar stoppuðum við fyrir utan símaverslun, þar sem pabbi var i vandræðum með farsímakortið sitt.  Eftir að búið var að laga það, skruppum við í heimsókn til frænku okkar, Önnu Helgadóttur og hennar fjölskyldu.  Hún og dóttir þeirra, Helga, voru bara einar heima og var virkilega gaman að hitta þær.  Anna passaði mig víst þegar ég var smápatti og hef ég ekki séð hana síðan þá.  Tulsa er falleg borg og búa þau í fallegu hverfi í útjaðri borgarinnar.  Eftir að hafa hvatt þær héldum við áfram í austurátt og fórum við í gegnum nokkra littla bæi sem gaman var að koma í.  En daginn enduðum við svo í bænum Springfield í Missouri fylki.  Þessi bær er þriðji stærsti bær/borg Missouri fylkis, ca 150.000 manns.  DSC09220Hitinn og rakinn var mikill í dag og tók töluvert á að hjóla í þessum hita, og ég er ekki frá því að þeir Harley bræður hafi verið vel þreyttir eftir daginn, þó að þeir hafi að sjálfsögðu borið sig vel.  En allavega voru þeir sofnaðir mjög snemma í kvöld !!  Það er ekki að marka okkur Einar, því við erum jú í góðu formi eftir að hjólað nokkra kílómetra undanfarna mánuði !  En þeir verða endurnærðir í fyrramálið.  Ég skipti um olíu á hjólinu mínu í dag og er hjólið í superstandi.  Kílómetrateljarinn er kominn í 29.548.  Og að lokum þetta,  allir að muna eftir að mæta til Keflavíkur föstudaginn 10. ágúst og hjóla með okkur síðasta áfangann á leiðinni kringum hnöttinn.  Nákvæm tímasetning kemur eftir nokkra daga.  Engin afsökun tekin gild, bara að mæta og hjóla með okkur !! 

Oh what a beautiful morning,
Oh what a beautiful day,
I've got a wonderful feeling,
Everything's going my way
 

These lyrics went through my head when I woke up this morning but it’s from the musical Oklahoma but Rodgers and Hammerstein. But this is just how I felt when I was riding this morning alone on the bike. We were still in Oklahoma and it was a beautiful day, a little bit misty and the lighting was extraordinary. I started thinking about how well this trip has gone for us so far (knock on wood). All the problems we have experienced have been minor and we could solve it pretty easily.  Nothing serous has happened to us so far and I sure hope that it will stay that way. It’s not a sure thing to get the whole way without having serous problems. But anyway, the breakfast was simple this morning, Cheerios and milk, and we started riding at around 7 am. We rode to Tulsa on the old route 66. We stopped in Tulsa because my father was having problems with his phone. After wer fixed that, we visited our aunt, Anna Helgadóttir, and her family. She and her daughter Helga were the only ones at home but it was a lot of fun meeting them. Anna used to babysit me when I was a little boy but I hadn’t seen her since. Tulsa is a beautiful city and Anna lives in a really nice neighbourhood with her family. After saying goodbye we kept on going eastwards and we passed through a coupole of small towns wich was fun. We ended the day in Springfield, Missoury. It’s the 3rd largest town/city in the state of Missoury, around 150.000 people. The temperature and the humidity was high and it was pretty hard riding in this heat and it was probably harder for the Harley brothers. I changed the oil on my bike today and it’s in good shape now. The km counter is now at 29.548. Finally, everybody remember to show up at Keflavík, the 10th of August so you can ride with us the final kilometers home. I’ll put in an exact time soon. There’s no excuses, just show up and ride with us ;) – ttyl - Sverrir

 


Chandler, Oklahoma, USA

Í kúrekalandiHamingjustund !!!  Já í morgun þegar við lögðum af stað og hjóluðum í fallegu landslagi, örlítill vindur í bakið og hitastigið akkurat eins og það gerist best,  þá kemur þessi tilfinning.  Hamingju og frelsistilfinningin flæðir um allan líkaman og maður gleymir stund og stað og nýtur lífsins í botn.  Þessari tilfinningu er ekki hægt að lýsa, en allir mótorhjólamenn þekkja þessa tilfinningu.  Og það sem meira, þessi tilfinning kemur bara öðru hvoru.  Svona var þetta í morgun.  Alveg dásamlegt.  En annars lögðum við snemma af stað í morgun og tókum stefnuna til Cadillac Ranch.  Cadillac Ranch er listaverk sem var reyst 1974 og er staðsett  rétt vestan við borgina Amarillo í Texas.  Þetta listaverk er einfaldlega þannig að 10 stykki Cadillac bílum er stungið hálfum ofan í jörðina í röð.  Merkilegt eða hvað ?  En málið er, að það þarf ekki annað en svona listaverk á góðum stað og milljónir manna koma ár hvert til að skoða !  En þetta var gaman og fróðlegt.  Síðan fórum við í gegnum Amarillo og í úthverfi borgarinnar austan megin, er hið fræga og margumtalaða steikhús, The big Texan steak ranch.  Þetta steikhús er talið eitt af 10 bestu steikhúsum í Bandaríkjunum.  Og það sem meira er að þar er hægt að fá hina frægu 72 oz steik ( ca 2 kg+ ) og ef maður getur klárað steikina á innan við klukkutíma, þá fær maður hana fría !  Um 40.000 manns hafa reynt við þetta skemmtilega verkefni, en aðeins 7.000 manns hafa klárað það !  En þar sem ég var þarna kl. hálf tólf, þá lagði ég ekki í þetta stóra verkefni.  Það verður að bíða þar til næst !  En samt sem áður fékk ég mér stóra steik í hádeginu og var ekki annað hægt þarna.  Ekki er hægt að vera þarna á einu besta steikhúsi Bandaríkjanna og panta bar t.d. hamborgara !  Það væri fáránlegt.  EEEEEENNNNN, pabbi og Skúli pöntuðu sér kjúkling !!!!!!!!!!  Já, þeir pöntuðu sér kjúkling.  Að sjálfsögðu erum við Einar búnir að stríða þeim á Við félagarnir við Cadillac Ranchþessu í allan dag og munum gera næstu árin.  Bara gaman.  Eftir þetta hjóluðum við áfram í austurátt og fylgdum route 66 að mestu leyti.  Við fórum í gegnum nokkra littla bæi sem voru skemmtilegir og fallegir.  Svo yfirgáfum við Texas og Oklahoma tók við.  Nú erum við pínulittlum bæ sem heitir Chandler og fórum við í gegnum Oklahoma City á leiðinni hingað.  Landslagið var frekar einsleitt, miklar sléttur, en samt gaman, þar sem þetta er mjög ólíkt því sem ég á að venjast.  Svo lentum við í grenjandi rigningu í smástund og enginn okkar var í regngalla, þannig að við rennblotnuðum allir.  En þar sem hitastigið var ca 28 - 33 gráður, þá varð okkur ekkert kalt.  Dagurinn var góður og skemmtilegur og það sem ég vil segja að lokum er þetta, -  Að ferðast á mótorhjóli er stórkostlegt og ættu allir að prófa það einhvern tíma.  Ótrúlega gaman.  En bless í bili. Ps.  Kílómetrateljarinn er 29.085 og ég setti örfáar myndir inn í myndaalbúmið.

I got this increadable feeling this morning when we were riding in a beautiful landscape, with the wind in our backs and the temperature being just right. It was a feeling of extreme happyness and freedome which floated all around my body and you forget the current time and place and just enjoy that exact moment. I have this feeling once in a while and it’s always just as nice as before. But anyway, we woke up early and began riding towards Cadillac Ranch which is an artwork made in 1974 and it’s just west of Amarillo in Texas. This piece of art is made out of 10 Cadillac cars that have been put half into the ground and are lined up that way. The funny thing is that you don’t need more than this to get millions of people there to see it. If was fun seeing it though but after that we walked through Amarillo and out to the eastern suburbs where we saw the famous steakhouse, The big texan steak ranch. This steakhouse is concidered one of the top 10 steahouses in America and it’s also where you can get the famous 72 oz steak! If you can finish the steak within an hour you get it for free. Around 40.000 people have tried it but only around 7.000 people have actually finished it. Because I was there around 11:30 am I wasn’t up to the task. It’ll have to wait better times. But I had a big steak though because you just couldn’t get anything else, I mean, you can’t be in one of the best steakhouses in America and order something other than a steak! But noooooo, my father and Skúli ordered chicken! No, I’m not joking, they ordered chicken which I found ridicilous and Einar and I have been making fun of them since and probably will keep doing that for the next few years. But after that stop we kept on riding eastwards and followed route 66 most of the way. We passed a few small town that were beautiful and fun to watch. We then leaved Texas and entered Oklahoma. We’re now in a small town called Chandler and we passed Oklahoma City on our way to here. The landscape was pretty much the same the whole way, lots of big plains, but it was fun anyway. We also had some pouring rain for a while and since nobody had rainclothes on we got soaking wet. But the temperature was high so it wasn’t cold at all. Today had been fun and I just want to say one thing before I go:- Traveling on a motorcycle is fantastic and everybody who have the opportunity should at least try it. But that’s enough for now. The km counter is at 29.085 and I put some pictures in the album. Ttyl - Sverrir


Tucumcari, New Mexico, USA

DSC09148_editedRoute 66, ég er alltaf að skrifa um route 66.  En vitið þið hvað route 66 er ?  Margir halda að route 66 sé, eða hafi verið einn vegur sem lá þvert yfir Bandaríkin.  En svo er ekki.  Á fyrri hluta 20. aldarinnar, voru óskipulagðir vegir, mjög misgóðir, stundum bara lélegir slóðar,  sem lágu um öll Bandaríkin.  Þegar bílafjöldinn óx og kröfur um fleiri og betri vegi urðu meiri og meiri, fóru fylkin að byggja vegi, en eins og áður sagði, var allt frekar óskipulagt og ekkert heildarkerfi.  Til að auðvelda ferðalöngum og öðrum sem þurftu að fara langar vegalengdir milli staða var komið á merkjakerfi.  Og þetta merkjakerfi gekk út á það að tengja saman vegi sem voru til fyrir og merkja þá með einu númeri.  Þannig varð route 66 til,  þetta voru vegir sem tengdust saman og lágu frá Chichago, Illinois til Las Vegas, Californiu.  Þannig að þeir sem ætluðu þvert yfir landið þurftu þá ekki annað en að fylgja þessu númeri og þá komust þeir á leiðarenda án þess að villast.  Þannig að route 66 er ekki bara einn vegur heldur margir.  Í dag eru margir af þessum vegum horfnir og sumstaðar eru komnar hraðbrautir í staðinn, en einnig má finna kafla sumstaðar sem er orginal route 66 vegur.  Leiðin liggur í gegnum 8 fylki.  Þau eru Illinois, Missouri, Kansas, Oklahoma, Texas, New Mexico, Arizona og Kalifornia.  Við förum líklega í gegnum 5 eða 6 áður en við tökum stefnuna til Washington.  En það kemur í ljós.  Annars gerðist svo sem ekki mikið í dag, annað en að við hjóluðum í gegnum fallegt indiána og kúrekalandslag og í kringum bæinn Tucumcari, þar sem við gistum í nótt, hafa verið teknar margar bíómyndir í gegnum tíðina.  Við hjóluðum um 560 km í dag og urðum við að taka svolítinn krók á okkur vegna slyss sem varð á þjóðveginum hér aðeins vestar.  Stór vöruflutningabíll og fólksbíll rákust á, og dó eitt barn.  Mjög sorglegt.  En sem betur fer hef ég ekki séð mörg slys á leiðinni.  Þó erum við Einar búnir að keyra framhjá eða sjá í fjarska að minnsta kosti þrjú mótorhjólaslys.  Það er DSC09134_editederfitt að horfa upp á svoleiðis.  Og flestir mótorhjólamenn eru illa búnir ef þeir lenda í óhappi, margir ekki einu sinni með hjálma.  Ég tók þá ákvörðun að hjóla bara með lokaðan hjálm og alltaf í góðum öryggisjakka og buxum.  Það getur verið rosalega heitt að vera í jakkanum, en það er þess virði ef eitthvað gerist.  Það getur munað um það.  Mér finnst ég ekki geta leyft mér þann munað að vera kærulaus í þessum efnum.  Ég á fjölskyldu sem bíður heima og ég hef skyldur gagnvart sjálfum mér og þeim.  En það verður hver að finna sína leið í þessum efnum.  En þetta er mín leið.  Gott í bili.

Route 66.  I am always writing about route 66 but do you all know what route 66 is ?  Many people think that route 66 is one road which lies across the USA.  But it isnt like that.  In the early 20 century were many disorderly roads here in the USA, many of them were ok but many of them were not in good situation and even that bad that they were more like paths.  When the number of cars increased and more and more demands aroused about having better roads the states started to build better roads.  To make things easier for travellers and others who had to travel a long way they made this markingsystem.  This markingsystem was to connect all those different roads which already existed and mark them with one same number.  Thats how route 66 came into beeing this famous road everybody knows now and these roads were connected and lied from Chicago, Illinois to Las Vegas, California.  So the travellers who planed to go across the country just had to follow this number and then they could reach their destination without getting lost.  So route 66 isnt one road, instead it is many roads.  Today many of those old roads have disapearred and highways have come instead but you can find an orginal route 66 here and there.  The route lies through 8 states.  They are Illinois, Missouri, Kansas, Oklahoma, Texas,  New Mexico, Arizona and California.  Will will probably ride through 5 or 6 of them before heading to Washington.  But we will see.  On the other hand, not so much happened today other than we rode through a very beautiful indinan/cowboy landscape around the town Tucumcari were we will stay tonight.  Here in this area many movies have been filmed.  We rode about 560 km today and had to take a little detour because of an accident on a highway here a little west.  A big truck and a familycar and one child dead.  Very tragic !  Luckely I havent see so many accident on my way but me and Einar have seen in the distance at least 3 motorcyclesaccident.  It is difficult to see that happen.  Many of these drivers are very bad dressed and many of them even dont wear helmets.  I decided always to wear a helmet and have my specially made motorcycle clothes on.  It can be very hot to wear the jacket but if something happens it could make the difference.  I cant allow myself to be careless.  I have my family waiting for me at home and ofcourse a have duties to myself and them.  But everybody have to find their own way to this securitythings and this is my way.    But good for now.  ttyl.


Gallup, New Mexico, USA.

Feðgarnir, ég, Einar og pabbi.Nú er ég i landi indiána og kúreka.  Hér i Gallup er mjög mikið af indiánum af nokkrum ættflokkum en Mohave er þeirra fjölmennastur.  Þegar við komum hjólandi inn i New Mexico i dag, var eins og við værum komnir inn í miðja kúrekabíómynd.  Og það sem meira, ég var að lesa að fjallshlíð ein sem við fórum framhjá i dag, hefur verið notuð sem bakgrunnur fyrir fjölmargar bíómyndir !  En dagurinn byrjaði snemma hjá okkur og var stefnan tekin til Grand Canyon.  Það tók okkur ca klukkustund að komast þangað og veðrið var gott.  Svolítið skýjað, en fallegt og bjart.  Umferðin var lítil, trúlega vegna hversu snemma við vorum á ferðinni.  Við borguðum okkur inn og skommu seinna vorum við komnir út á brún.  Og þvílík upplifun !!!  Og þvílík stærð !!  Þetta er ein af þeim upplifunum sem maður mun aldrei gleyma.  Stundum upplifir maður eitthvað sem kemur manni verulega á óvart, þrátt fyrir að hafa lesið, skoðað myndir, og heyrt talað um hann.  Samt sem áður verður maður alveg orðlaus, og í þessu tilfelli skynjar maður hversu smár maður er.  Grand Canyon er semsagt stórkostleg upplifun og ættu allir að reyna að fara og sjá og upplifa þetta einhvern tímann.  Ég ætla ekki að reyna að lýsa þessu betur, því það þýðir ekkert !  En við hjóluðum síðan út á sléttuna og aftur, þvílík upplifun.  Miklar sléttur og liðast þjóðvegurinn um slétturnar eins og lygn á.  Við erum enn á leið Route 66, og eru gamlar minjar hér og þar sem við reynum  að kíkja á skoða þegar færi gefst.  Sumt er skemmtilegt að sjá en annað er ósköp ómerkilegt.  Hjólin standa sig vel og allt í superstandi. Það er Ef þetta er ekki alvöru kúrekamatur !frekar skritið ad hugsa til þess að aðeins 12 dagar þar til ég kem heim !  Eftir allan þennan tíma á ferðinni þá segi ég alveg eins og er, það verður gott að komast heim í faðm fjölskyldunnar aftur efttir allan þennan tíma. 12 dagar er ekki mikið í samanburði við allt sem við erum búnir að gera síðustu 80 daga !   En ekki meira um þetta í bili.  Fyrst að klára ferðina.  Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar, segir einhversstaðar.  En, kílometrateljarinn kominn í 27828 km !  Bless í bili.  P.s. var að setja inn nýjar myndir í myndaalbúmið.

 

Now I’m in the lands of Indians and cowboys. There are many indians here in Gallup from different tribes but the Mohave is the biggest. When we came to New Mexico today it was like we were in the middle of a western movie. I even read today that a mountain hill that we passed today has been used as a background in many movies! But we started the day early and we were heading towards Grand Canyon. It took us about an hour to get there and the weather was good, a little cloudy but bright and beautiful. The traffic was light, probably because of how early we were there. We payed to get into the area and soon we were right on the edge of the canyon. And what an experience! It was increadibly huge and this was the kind of experience that I will never forget. Sometimes you experience something that really surprises you, even if you’ve read about it and seen pictures. This was that kind of an experience. But after our stop and the Grand Canyon, we rode out on the plain again. Really great plains where the highway floats through like a calm river.  We are still on Route 66 and there are a lot of interesting things around us that we try to take a look at when we get the change. The bikes are doing a good job and everything is working fine. But it’s strange to think about that I’ll be home in just 12 days! After all this time traveling I’ve got to admit, it’ll be great to get home to my family. 12 days is not a long time compared to the 80 days we’ve been traveling for. But I’m not going to talk about that anymore, first we have to finish the trip. The km counter is now at 27828. Enough for today...p.s. just put in some new pictures! Ttyl - Sverrir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband