Heimsreisan á enda !!! / Round the world is over !!!

Húrra - okkur tókst það !Ótrúlegt en satt, kominn heim og búinn að upplifa drauminn.  Draum sem fæddist fyrir nokkrum árum síðan og sem varð að veruleika í desember þegar ég tók þá ákvörðun að verða fyrstur Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli.  Þessi ákvörðun hefur verið ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið og ennþá ánægjulegri sú staðreynd að Einar bróðir skyldi slást í hópinn.  þessi heimsreisa okkar stóð í 95 daga og eknir voru 31.946 km svo nákvæmlega sé sagt frá.  Hjólin okkar, Yamaha XT 660 R hafa staðið sig hreint frábærlega og það yrði ekki mikið mál að halda í aðra reisu á mánudaginn þegar búið væri aðeins að skipta um olíu og olíusíu, keðju og tannhjól og bremsuklossa.

Ups !Ég hef sagt það í viðtölum að Mongolia sé eftirminnilegasta landið sem við höfum heimsótt en eins og staðan er í dag er svo margt sem stendur uppúr og svo ótrúlega margt sem ég hef séð og upplifað sem ekki er alltaf hægt að skýra með orðum.   Þessi ferð okkar bræðra hefur í stuttu máli verið mikið ævintýri, stundum tekið vel á því, mjög oft erfitt, oft þreyttir, oft endurnærðir, stundum pirraðir, oft óumræðanlega hamingjusamir og allt þar á milli.  Í morgun heyrði ég töluvert frá fólki að því hafi fundist allt hafa gengið svo vel og auðvitað er það satt og rétt, en þar sem við vorum mjög vel undirbúnir og erum mjög hæfir að takast á við vandamál og erfiðleika sem uppá koma, þá gekk allt vel hjá okkur og vandamálin urðu bara að verkefnum sem við leystum.  Það sem einn lítur á sem vandamál lítur annar á sem verkefni og það tel ég okkur bræður hafa gert. Ég er svona að bræða það með mér hvort ég verði ekki að útbúa myndasýningu því svo margir áhugasamir hafa haft samband sem myndu vilja sjá myndir úr ferðinni.  Hugsa það mál á næstu dögum. 

Í viðtali við Hrafnhildi á Stöð2 á LeifsstöðSíðasti dagurinn í New York var frekar langur að líða en við þreyttum tímann með að fara í bíó og horfa á mannlífið.  Ég hef fengið nokkrar skammir fyrir að upplýsa ekki hvernig ég hitti frægu leikkonuna Söruh Jessicu Parker, en sorry..gat ekki alveg upplýst það þá því ég ætlaði að færa konunni minni áletrað ilmvatn og fleira flottery frá henni en þetta var ekki merkilegra en það en að ég fór í biðröðina í Macys og þar hitti ég semsagt dömuna og spjallaði bara þó nokkuð við hana og keypti þessa líka fínu gjöf fyrir frúna !  Og er þá þetta leikaramál hér með upplýst.    En ferðin heim gekk vel og vorum við heppnir með að fá góð sæti bræðurnir og gátum teygt úr okkur og létum fara vel um okkur en eitthvað gekk mér illa að sofna og líklegast var það spenningurinn við það að koma heim sem olli því.  Það var hreint ólýsanlega gaman að koma í gegnum tollinn í morgun og sjá litlu blómarósina mína, afhenda  okkur fallega gula rós og hitta alla fjölskylduna sína.  Hver vegur að heiman er vegurinn heim segir í laginu og það má með sanni segja að frá fyrsta degi sem við lögðum að stað þá hefur leiðin legið heim og það er mikill léttir að hafa komist frá þessu ævintýri heill á húfi.   Hrafnhildur á Rás 2 var mætt í Alveg að verða búnirmorgunsárið og tók létt viðtal við okkur bræður og pabba sem var ótrúlega kátur með sinn hlut og má hann eiga það og Skúli líka að þeir stóðu sig rosalega vel og gaman að fá þá með í síðasta hlutann.  Einn af öðrum mótorhjólamönnum renndu svo í hlað á Leifstöð og mikið fannst mér það gaman að fá þessa fylgd í bæinn af kátum mótorhjólamönnum og konum.  Það voru 29 mótorhjól Hamingjuóskir frá eigandanum Magnúsi Kristinssynisem fylgdu okkur lokasprettinn.  Tryggvi bróðir hafði séð til þess að við gætum sótt hjólin í geymslu hjá Icelandair Cargo og hefur hann aðstoðað okkur mikið með flutningana og erum við honum mjög svo þakklátir.  Uppúr klukkan 9 lögðum við svo að stað í bæinn og stefnan var sett á Mótomax og þangað komum við rétt yfir kl. 10 og þar fengum við aldeilis frábærar viðtökur af Mótormaxfólki, ættingjum, vinum og áhugafólki um mótorhjól og ferðina og vil ég bara þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig og þakka kærlega fyrir allan stuðninginn sem ég og við höfum fengið þessa síðustu 3 mánuði.  Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan stuðning og gaman að vita til þess að þessi ferðabloggsíða mín hafi verið mörgum góð skemmtilesning.  

Ég á nú örugglega eftir að setja inn fleiri myndir inn á bloggið en nú líður samt að lokum þessarar ferðasögu minnar en það hefur verið mjög svo skemmtilegt að geta haldið út nokkuð jafnt og þétt ferðalýsingum og fleiru fyrir ættingja og vini og annað áhugafólk um mótorhjól og ferðamennsku.

 

Við ánægðir !

En þangað til næst -  ÞAKKA FYRIR MIG  !!!Smile  

 

Viðtalið á Rás 2 í morgun..aftarlega og út í enda.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331579

Fréttin á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1284740

 

We’re home and a big dream has become a reality, unbelievable but true! I’ve had this dream for several years now but I decided to attempt to fulfill it in Desember when I started preparing for this trip. This has been one of the best decisions I’ve made so far and it was even better to get Einar with me. This trip took 95 days and we travelled 31.946 km so be exact. Our bikes, Yamaha XT 660 R have been great and it wouldn’t be a problem taking another trip like that on them. I’ve told people that Mongolia was probably the most memorable country but there are so many “highlights” from this trip that I couldn’t possibly pick on thing and I can’t describe it in words. In few words, this trip has been a great adventure where we go from being angry and irritated to being increadably happy and amazed. I heard people saying that everything went very well for us and that’s of course true. But we were of course well prepared and qualified to tackle all problems. What one sees as a problem, another sees as a challange and that’s what Einar and I did. I’m also wondering if I should do a slideshow because many people are interesting in seeing more pictures from the trip. I’ll see what I can do. The last day in New York was really long but we killed time by going to the movies and being around people. People weren’t too happy about it when I didn’t want to say why I met the famous Jessica Parker and I’m sorry...I just couln’t tell you because I was going to bring my wife a signed perfume and other things and I couldn’t give that away. So it wasn’t more exciting than that, I just went in line at Macy’s where I met the actress and I talked to her for a while and bought this present for my wife. So that’s that. But the trip home went well and we got lucky with the seats so we had enough room but we couldn’t sleep though. Probably all the excitement. But it honestly was a great feeling to walk through the arrival gate and see my little girl, where she then gave us all a yellow rose, and my family. The road away from home is the road back home, says in an Icelandic song and I’ve got to say that from day one I’ve been on my way home again and I’m happy to get away from accidents and injuries. Hrafnhildur, from Channel 2, was at the airport early in the morning and interviewed us all, me, Einar, dad and Skúli. Dad was really happy about everything and I’ll give him and Skúli that they did a really good job and it was really fun to be with them the last km. Other bikers showed up at the airport too and it was a lot of fun to have them following us to MotorMax and to the finishline. There were 29 motorcycle following us from Keflavík to Reykjavík. Tryggvi, our brother, made sure that we could get our bikes from Icelandair Cargo and he’s been a great help during the trip with the transportation and we’re very grateful. We started the bikes around 9 am and we got to MotorMax around 10 am where we got a really nice and warm welcome from all the people there, relatives, friends and the people at MotorMax. I just want to thank everybody for their support and it’s nice to know that some people have enjoyed my blog.  I’m probably going to put some more pictures on the blog but this is probably the end of my travelling story. It’s been a lot of fun to blog regularly for friends, relatives, bikers, and travelling enthusiast. But until next time – Thanks for everything! =D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég byrjaði að fylgjast með, þegar þið voruð c.a. hálfnaðir og hef lesið daglega eftir það. Frábær lesning og það fyrsta það sem mér dettur í hug er "hetjur" og ekkert annað. Til að leysa svona verkefni, þarf sterkar persónur, persónur með andlegt og líkamlegt hreysti og eru tilbúnar til að takast á við erfiðleika sem eru framandi og öðruvísi en það sem maður getur átt von á í sínum heimabæ, ef svo má kalla það.  Til hamingju !!  Með kveðju - Jónas Elvar Einarsson

Jónas í Húsgagnahöllinni (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:34

2 identicon

Velkomnir heim, 

Takk fyrir frábæra ferðasögu, ótrúlegt hvað tæknin getur fært mann nær spennunni. Síðustu þrjá mánuði hef ég skoðað blogið þitt á hverjum degi til að fylgjast með ykkur bræðrunum.

Guðmundur Árni (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ég vill nú byrja ´aþví að óska ykkru bræðrum til hamingju með áfangann, mér eiginlega finnst merkilegt hvað þetta tókst allt saman vel, ekkert vesen(þá meina ég ekki svona landamæratengt), bara rændir einu sinni og engar bilarnir sem að hægt er að nefna að neinu ráði.

síðan vill ég segja Takk !!

fyrir að leyfa okkur að fylgjast svona vel með þessu.

ég einmitt hef kíkt hérna inn daglega að minnsta kosti, reyndar verið alltof latur við það að commenta hjá ykkur :D

Árni Sigurður Pétursson, 11.8.2007 kl. 23:03

4 identicon

Þakka kærlega fyrir skemmtilegt blogg ... fylgdist með frá byrjun :-)

Björn Ágúst Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 01:17

5 Smámynd: Linda Pé

já... tek undir þetta allt saman. Skemmitleg lesning frá byrjun. Ég sá alveg fyrir mér Babúskuna sem afgreiddi ykkur í litlu lúgunni í Rússlandi  

Linda Pé, 28.8.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband