Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Heimsókn til USA / Visit to USA

usaLífið heldur áfram og alltaf eitthvað að gerast.  Tryggingarmálin eru að byrja að skýrast,- þetta er víst ekki einfalt mál að leysa,- en fékk að vita að þetta mjakast í rétta átt.  Hringdi í Smára Rikk til að fá upplýsingar um mótorhjólið hans, því hann á hjól eins og við ætlum á.  Við hjóluðum svolítið saman í sumar, - frábær ferðafélagi.  En núna er ég að skreppa til Florida, USA, og ætla að vera í viku og njóta lífsins með konunni minni. 

Life goes on, and something happens every day.  The insurance case is starting to clear up, I was told today that it is not an easy case to solve, but its coming.  I called my friend Smári Rikk, to get informations about his motorcycle, because he has the same type we aro going on.  Me and Smári travelled a little bit together last summe,- he is a great travel friend.  But now I am goint to Florida, USA to meet my wife and enjoy life for a week.


Eitt og annað. / Bits and pices.

Bilun ?Við erum með eitt og annað í vinnslu og annað er í bið.  Einar bróðir er búinn að finna réttu græjurnar í hjálmana og er það á leiðinni.  Veit ekki enn hvað það heitir en læt vita. Veit bara núna að það fæst í Dynjanda.   Einnig heyrði ég í þeim hjá Radiomiðun og ég vænti svars frá þeim í dag varðandi gervihnattasímana.  Svo var ég hjá Tóta hjá MótorMax og vorum við að fara yfir það hvaða hluti við þurfum að panta á hjólin.  Það sem við pöntum er eftirfarandi:  Grind fyrir töskurnar, bæði hliðar og topptösku, hærra gler, upphækkun á stýri, stærri bensíntank, 26 lítra, nýtt pústkerfi - 2 í 1, tanktösku, upphækkun á afturfjöðrun, handhlífar á stýri, hlíf undir mótor.  Sumt af þessu eru orginal Yamaha hlutir, en annað pöntum við frá OTR, sem fyrirtæki í Þýskalandi og sérhæfir sig í XT660R.    Hjólin ættu að koma til landsins um miðjan febrúar og vonandi aukahlutirnir á svipuðum tíma.

 We have few things going but others are on hold.  My brother, Einar found the right equipment for the helmets, that is, speakers and mic.  I still not know the brand, but I let you know.  Also this morning I talked to Radiomiðun, the company that hopefully will lend us the Iridium satelite phones.  They said they would give me an answer later today.  Then I had a meeting with Tóti, the boss of the Icelandic Yamaha dealer, about the parts we need to order to make the motorcycles ready.  What we are ordering is this:  Luggage system for the side bags, and top case, bigger wind screen, handle bar raiser, bigger fuel tank, 26 ltr, new exhaust 2 in 1 system, sump guard, crash bar, and handguards.  Some of this items are original Yamaha, but the other items we order from OTR in Germany.  The motorcycles should arrive in the middle of February.


YAMAHA XT660R !

yamaha_logo_redJæja, þá er það loksins ákveðið ! Við munu hjóla á Yamaha XT660R árg. 2007 ! MotorMax sem eru með Yamaha umboðið á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í þessu ævintýri okkar og ætla að láta okkur fá 2 stk ný mótorhjól með öllum þeim búnaði sem til þarf.  Þetta er mjög rausnalegt hjá þeim og verður skemmtilegt að vinna með þeim.  Yamaha XT660R er frábært hjól byggt á gömlum og traustum grunni og hefur verið notað mikið í gegnum tíðina til ferðalaga um allan heim. Nú förum við í það að fá alla aukahluti sem við þurfum til að gera hjólin klár.  Sem dæmi um breytingar sem við gerum er:  Stærri bensíntankur, hlíf undir mótor, upphækkun á stýri, setja á grind fyrir töskur og farangur, stærri vindhlíf ofl ofl.  Segi meira frá þessu þegar þar að kemur. 

Finally, the decission is made, we are going to ride on Yamaha XT660R, 2007 !  The Icelandic Yamaha dealer, MotorMax,  is going to support us, and give us two of these great bikes, with everything we need to get the bike ready for the trip.  We are wery happy about this and look forward to work with them in the future.  Yamaha XT660R is well known, and are used all around the world for travelling.  Now we start to prepare the bikes for the trip, and order the accesories that we need, for example, bigger fuel tank, engine guard, bigger windscreen, luggage system, etc. etc.  Tell you more when times come.

yamaha_xt660r

Japan - Alaska

flugvélJæja, þá fengum við þær fréttir í dag að það er flug á milli Japan og Alaska á hverjum degi !  Þetta er að vísu cargo flug, þannig að trúlega getum við ekki flogið með sömu vél.  En þetta eru samt góðar fréttir, því það er einfalt fyrir okkur að fljúga svo með áætlunarflugi með lítinn sem engann farangur.  Einnig kom upp sú hugmynd að leigja vél sem flytur okkur frá Magadan til Alaska, hjól og menn, og geta þá farið Road of bones, eins og okkur langar til.  Við fengum þær upplýsingar að þetta væri ekki svo dýrt, en við erum að láta athuga það betur.  Allavega er gott að fá þetta á hreint með Japan - Alaska, því þetta er það eina sem við vorum ekki komnir með neina niðurstöðu í.  Flest annað er að minnsta kosti komið í einhvern farveg og tímaáætlun.  Á morgun ætti að skýrast endanlega með það á hvaða mótorhjólum við förum.  Spennandi !!!!!   En nóg í dag.

Well, today we got great news.  We where told that it is a cargo flight daily from Japan to Alaska.  But I don´t know if we can fly in the same plane.  But if not, we just take the normal scheduled flight from Japan.  Another idea came up, that we rent a charter flight from Magadan to Alaska.  Someone told us that it does not cost so much.  That would be great, because then we can ride Road of bones, as we want to.  Bun anyway, good news today.  Tomorrow we should get a final decision about the motorcycles.  What type will we ride !!  Exiting !!!!   But enough today.


Garmin GPSmap 278

garmin logoJæja, þá erum við búnir að ákveða hvaða GPS staðsetningartæki við förum með.  Fyrir valinu varð tæki frá Garmin sem heitir 278C.  Þetta er frábært tæki í alla staði og hentar vel fyrir svona hjólamensku.  GPSMAP 278C er eitt með öllu. Þetta er eins tæki og 276C en er að auki með innbyggðu Evrópukorti (City Navigator Europe V9) ásamt fleiri aukahlutum eins og auka festingu, straumsnúra m/ hátalara,baunapoka fyrir festingu, Evrópukort á disk, skjáhlíf. Þessi fjölhæfi lita GPS plotter er einnig með vegleiðsögumöguleika, auk þess sem hann gefur möguleika á tengingu við hátalara fyrir raddleiðsögu. 278C kemur með endurhlaðanlegri lithium rafhlöðu. Tækið er með 256-color TFT auðlesanlegum litaskjá.  Umboðsaðili Garmin á Íslandi, R. Sigmundsson, voru svo rausnalegir við okkur að lána okkur tvö svona tæki til hafa með í ferðina.  Við þökkum kærlega fyrir okkur. Síðan skruppum við í Intersport og keyptum PrimusOmni, sem er svokallaður multi fuel primus, þ.e. primus sem brennir nánast hvaða eldsneyti sem er, bensín, gas, disel, parafin, flugvélabensín ofl.  Þannig getum við alltaf verið með eldsneyti, notum þá bara bensín af hjólunum. Einnig keyptum við okkur dýnur til að liggja á.  Þunnar, litlar og léttar loftdýnur frá McKinley.

Finally, we have decided wich GPS we are going to use.  We choose a GPS from Garmin, the GarminMap 278C.  This is a great GPS with all the basic stuff, and also the AutoRoute feature wich is great in citys.  The Garmin dealer here in Iceland is going to sponsor us and lend us two of this great GPS.  We appreciate that very much.

garmin 276

 


Dagurinn í dag / Today

HnattlíkanVið bræður vorum sammála um það í dag hvað tíminn flýgur hratt og hvað í raun er margt sem er eftir að gera.  Ég fór á nokkra staði í dag til að skoða dekk, athuga með aðra tegund af skófatnaði til að hjóla í, kíkja á prímus sem brennur öllu eldsneyti ofl. ofl. 

Sem sagt ótrúlega mikið af stórum sem smáum hlutum sem þarf að sinna og eitthvað að þeim þarf að fara að klára.  Ekki er endalaust hægt að spá og spekulera.  Það hefur frestast ákvörðun okkar með hvaða mótórhjól við veljum en vonandi skýrist það núna fyrir helgina.

Me and my brother agree on how time is flying by so fast and how many things have to be done.  I went to several places today to look at tires, see if I could find another type of shoes to ride in, looked at multi fuel primus etc. etc.  So many small and big things to do and we do have to finish some of them as soon as possble.     Our decision about what kind of motorcycles we shall choose have been delayed but hopefully that will come clear before end of the week.


Heimsókn / Visit

DSC06091_editedVið hjónin fórum í heimsókn til Guðmundar Björnssonar læknis og Helgu Ólafsdóttur konu hans í gærkveldi og snæddum með þeim frábæran mat sem Guðmundur reiddi fram af sinni alkunnu snilld.  Guðmundur og tveir félagar hans hjóluðu þvert yfir Bandaríkin árið 2001 frá vestri til austurs.  Þeir hjóluðu tæpa 8000 km á ca 3 vikum.  Þarna var því gott tækifæri til að sækja sér í vitneskju og fróðleik sem hægt verður að nýta sér.  Þeir hafa gert skemmtilega mynd um ferðina sem mér var sýnd í gær og var það hin besta skemmtun.  Guðmundur ætlar að aðstoða okkur varðandi lyf og þess háttar, sem við bræður þurfum að hafa með okkur.  Einnig bauðst hann til að vera alltaf á neyðarvakt, þannig að við megum hringja í hann hvenær sem er sólarhrings, ef að við lendum í erfiðum málum er varðar slys, veikindi eða sjúkdóma.  Mjög vel boðið og kærar þakkir fyrir það.  Það er gaman að finna fyrir svona stuðningi og er hann vel þeginn og metinn.  Og hver veit nema að hann hjóli með okkur smápart einhversstaðar ?

 Me and my wife went to visit Dr. Guðmundur Björnsson and his wife last night and had a lovley dinner.  Guðmundur with two friends went the year 2001 across USA from west to east and he showed me a film they did and it is very good to be able to speak to someone who has experince in riding in USA.  Guðmundur offered to assist us with medicine etc. and he did also offer to be on line all the time if we need some advice, get ilness or injury.  It is very good to have a support like this and it is well appreciated.  There might also be a chance of him riding with us some part of the way.

 

 


Hvað er að gerast ? / What´s happening ?

DSC06386Jæja, smá yfirlit um það hvað er að gerast þessa dagana.  Eftir góðan kynningarfund þar sem margir mættu og spurðu mikið, þá eru nokkur mál sem við vinnum mest í .  GPS "tækið" er ekki enn fundið.  Við erum bæði að skoða Magellan og Garmin og koma  2 - 3 tæki til greina.  Garmin Zumo 550,   Garmin 276C og Magellan Roadmate 6000  eða  eXplorist XL.  Það er verið að kanna fyrir okkur hvaða kort er hægt að fá ofl. ofl. 

 Annað mál eru talstöðvar.  Við héldum að það væri nú einfalt mál, - bara fara og kaupa góðar og vandaðar talstöðvar og tæki í hjálminn en !   Ekki alveg svona einfalt.  Til þess að fara með t.d. VHF stöðvar, sem eru bestar, þá þarf að sækja um leyfi í hverju einasta landi og einnig eru löndin með sitthvora tíðnina sem nota má.  Þannig að ekki gengur það.  Lausnin er sú að við kaupum góðar græjur í hjálmana en kaupum svo einföldustu og ódýrustu CB stöðvar sem við hendum bara á landamærum þar sem vesen er og kaupum nýjar í næsta stórmarkaði !!!  

IcealandairCargo er að vinna í því fyrir okkur að finna flutning á hjólunum frá USA.  Þeir fljúga frá Portland í Oregon fylki og einnig frá New York.  Pabbi (Sjá mynd) er að hugsa um að fljúga til USA þegar við komum þangað og hjóla með okkur þvert yfir Bandaríkin.  Þetta er spennandi hugmynd því það eru forréttindi að fá að hjóla með honum, á sjötugasta og öðru ári !!!  Einnig eru aðrir að hugsa um að hjóla með okkur smápart í ferðinni, annað hvort í Evrópu eða í Bandaríkjunum.

Svo erum við byrjaðir að finna, skoða og prófa útivistarbúnað, svefnpoka, primus, pottar og pönnur ofl.  Erum enn að leyta að flutningi frá Japan til Alaska.  Vinna í því að ákveða hvaða mótorhjólum við förum á ofl. ofl.  Ótrúlega margt sem kemur upp og þarf að vinna í.

 Well, a little overwiew about what we have been doing on these last days.  After the meeting we had the other day, we have been working on important matters to be solved.  We havent found the right GPS.  We are both looking at Magellan and Garmin and there are 2-3 models which we are looking better into now.  Garmin Zumo 550, Garmin 276C, Magellan Roadmate 6000 or eXplorist XL. We are also looking into available maps.   Another matter are the walkie-talkie.  We thought it would be simple to buy a  good quality walkie-talkie and headset and mic to put in to the helmet but that dosent seem to be the case.  For example to take VHF radios which is the best, one has to apply for permission in each country and all the countries wich we are visiting have different frequency.  It could be the best way to buy a simple CB radios in each country when necessary.

Icelandaircargo are working for us to find a good transfer from USA to Iceland.  They fly from Portland in Oregon state and also from New York.  My father (see picture on the left) are thinking about flying to USA and meet us there and ride with us across USA which would be great for a 72 year old man !! Several others are interested to join us and ride with us some part of the way in USA or Europe. Lots of things to do and time flyes fast.  Have a nice weekend. 

 

 


Hvaða mótorhjól ? / What motorcycle ?

KTM-990-adventureEinn stærsti höfuðverkur okkar þessa dagana er að ákveða á hvaða mótorhjólum við förum í ferðina.  Það er ekki hægt að fara á hvaða hjóli sem er og koma nokkur til greina.  Við eigum jú sjálfir góð mótorhjól til ferðalaga, ég á KTM 990 Adv árg. 2006 og Einar bróðir á Suzuki DR 750 Big árg. 1988.  Við höfum verið að þreifa á því við innlenda aðila, hvort þeir hafi áhuga á að taka þátt í þessu ævintýri með okkur.  Það kemur í ljós fljótlega, því að við verðum að fara að ákveða þetta til þess að gera hjólin klár.

Í kvöld erum við með littla ferðakynningu fyrir ættingja og nána vini, þar sem við ætlum að fara aðeins nánar yfir ferðalagið okkar. Margar spurningar hafa vaknað og ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman og  útskýra málin. 

 Our biggest thinking these days is the descision on what kind of motorcycles we will ride on our trip around the world.  We need a special bike and there are few which we think are acceptable but ofcourse some are better than another.  We have our own which are good for travelling.  I have KTM 990 Adv. 2006 and Einar my brother has Suzuki DR 750 Big, 1988.  We have been checking if there are some sellers of motorbykes here in Iceland interested to participate in this adventure with us.  We will see soon but it is necessary to decide this as soon as possible so we can start to preparation with the bikes.   Tonight we have a little travel introdcution for relatives and friends where we shall explain to them and answer questions wisch have aroused the last weeks. That will be fun.


Breytt leið ! / Route change !

scandinaviaNú er alltaf eitthvað að gerast.  Nú höfum við ákveðið að breyta leiðinni sem við hjólum í gegnum Evrópu.  Í stað þess að fara til Bretlands og þaðan yfir á meginland Evrópu höfum við ákveðið að fara til Bergen í Noregi og hjóla norður Noreg og Svíþjóð, yfir til Finnlands og suður til Helsinki.  Þaðan með ferju til Tallin í Eystlandi og hjóla gegnum Eystland og Lettland.  Þaðan fara yrir landamærin til Rússlands og hugsanlega hjóla í gegnum Moskvu og svo áfram austur.  Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú, að leiðin gegnum mið-Evrópu er ekki eins spennandi og ekki eins fallegt umhverfi að hjóla í. 

Takk í bili.

We have decided to change the route through Europe.  Instead of going to UK and there to mid Europe we have decided to go to Bergen in Norway and ride through Norway and Sweden.  From there to Finland and south to Helsinki.  Take the ferry over to Tallin in Estonia and ride through Estonia and Latvia.  There from to the border of Russia and possible ride through Moskva and further east.  The reason for this change is we think the new route in the mountains of Scandinavia  is more beautiful and exciting to ride.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband