Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Suzuki Intruder !

suzukiEins og gefur ad skilja, tha gerist nu ekki mikid thessa dagana vardandi motorhjolin.  Einar brodir er ju heima og er ad bralla eitthvad, allavega ad hjola svolitid og prufukeyra.  En ju, eg er buinn ad fa nokkur simtöl vardandi Suzuki motorhjolid, thad eru margir ahugasamir um ad kaupa thad.  Eg tharf liklega ad syna a.m.k. 8 manns hjolid thegar eg kem heim.  Eg er buinn ad akveda ad selja thad, thvi ad eftir ad eg for ad hjola a ferdahjolunum, tha nenni eg ekki ad nota thad lengur.  En thad sem eg vil gera er ad kaupa alvoru stort "touring" hjol, t.d. Hondu Goldwing eda BMW K 1200 LT,  thannig ad Herdis geti hjolad med mer og setid i godu saeti og vid med tonlist og intercom ofl.  Thetta er allavega planid nuna.  Haukur brodir í NÍTRÓ er ad fara ad flytja inn BMW motorhjol og selja, og verdur spennandi ad fylgjast med thvi.

En her er buid ad vera frabaert ad skida, Haukur og Fanndis Maria rosalega dugleg, en thad sem verra er, er ad Herdis fekk svo slaema influensu, ad hun er buinn ad vera rumliggjandi i 2 solarhringa !!  Ótruleg óheppni !

There's not much going on concerning the bikes, understandably. Einar might be doing some riding on the new bike at home though. But I've been receiving some phone calls about my Suzuki motorcycle and there are several people interested in buying it. I propably have to show it to at least 8 people when I get back home. I've decided to sell it because since I started to ride the offroad motorcycles I don't bother using it anymore. But instead, I want to get a real touring motorcycle, e.g. a Honda Goldwing or a BMW K 1200 LT., so Herdís can ride with in a comfortable seat with music and an intercom etc. So that's an exciting possibility I'm going to look into better.

But it's been a great skiing week over here. Haukur and Fanndís María are working hard but the bad thing is that Herdís got sick. She's been stuck in bed for 48 hours now! Shé's unbelievably unlucky!


Á leidarenda / The destination.

travellerEftir langt, threytt og thröngt flug og rútuferd, erum vid komin til Flachau í Austurríki.  Hótelid er gott og fallegt og stadsett alveg vid brekkuna.  Adeins 30 metrar í kláfinn.  Hér er lítill snjór og hefur ekki verid minni snjór í 130 ár !!  En vedurspáin segir ad thad eigi ad snjóa naestu daga.  Thetta er mjög skemmtilegt.   Haukur og Fanndís María eru rosalega spennt og geta ekki bedid med ad stíga á skídin á morgun.  Reyndar fer Haukur á bretti.  Vid Herdís munum snúast í kringum thau, og leyfa theim ad njóta sín.  Á leidinni hingad var ég ad skyggnast eftir mótorhjólum, en sá engin.  Thad er erfitt ad vita af nýja hjólinu heima og geta ekkert hjólad í thessari viku, og vita af Einari bródir vera ad hjóla heima.!!!!!   En gott i bili, kvedja fra Austurríki.

After a long,cramped and tiresome flight and busride, we've finally arrived to Flachau, Austria. The hotel looks good and has a great location right by the slopes. Only 30 meters to the gondola. It's not a lot of snow here and, in fact, it hasn't even been so little snow here for more than 130 years!! But the weather forecast is good and it is supposed to snow for the next days. This is a lot of fun. Haukur and Fanndís María are very excited and can't wait to hit the slopes tomorrow. Fanndís María is going to do her best skiing but Haukur is going to snowboard. Herdís and I are going to centre on Haukur and Fanndís and make sure that they will enjoy the vacation. On our way here I was looking for some bikes, but I didn't see any. It's hard to think about my bike standing in the garage at home and not be able to ride it for the whole week. Iti's even harder to think about Einar who is riding it as much as he likes! But I'll leave it at there, regards from Austria.


Loksins ! / Finally !

hjólin sótt Loksins !!!!  Við vorum mættir kl. 10:00 hjá MotorMax til að sækja hjólin.  Þau voru þarna skínandi hrein og falleg og að mér virtist tilbúin til að takast á við heiminn.  Eftir að Tóti framkvæmdastjóri MotorMax afhenti okkur hjólin fórum við í smá hjólatúr um borgina.  Eins og við var að búast voru hjólin frábær og meðfærileg.  Eins og sést á myndinni þá er ekkert af aukahlutum á þeim, en þeir koma eftir ca 10 daga.  Ég mun leyfa ykkur að sjá hvernig við breytum hjólunum þannig að þau uppfylli þær kröfur sem við gerum til að klára hringinn. 

 En góða helgi í bili og sjáum hvort ég komist í tölvu í Austurríki til að blogga smávegis.

Finally!! We arrived at MotorMax at 10 am to pick up the bikes. They were shiny and beautiful and seemed to be ready to take on the world. After Tóti, the manager of MotorMax, handed the bikes over to us we took a ride around the city. As expected, the bikes were superb and manageable. Everybody can see from the picture above that the bikes are not equipped with any accessories, but it will be sent to us and will hopefully arrive within 10 days. As one goes along, I will explain how we will modify the bikes so they will meet the demands we set in order to finish our trip around the world.

Have a nice weekend but I'll see if I can't get a hold of a computer in Austria and blog a little.


Austurríki / Austria

skíðiNú eru hjólin komin og standa klár hjá MotorMax.  Við sækjum þau vonandi í dag, en það er verið að skrá þau og setja á númer.  Við fórum í hádeginu og kíktum á þau og leyst okkur vel á.  Hlakka til að fara að hjóla og prufa tækin, því nú þarf að venjast hjólinu og finna út hvernig þarf að breyta og stilla svo að maður geti hjólað í tíu tíma á dag í 90 daga !!  Eins gott að vanda sig.  En við munum hjóla ca 1000 km á hjólunum áður en við byrjum á að breyta þeim.   En ég hef daginn í dag og á morgun til að hjóla svolítið, því að á laugardag ætla ég að skreppa til Austurríkis á skíði í viku ásamt konunni minni, Hauki og Fanndísi Maríu.  Það datt svo frábært tilboð á netið að við stóðumst ekki freistinguna.  Haukur og Fanndís María hafa aldrei prófað að skíða í útlöndum  og höfum við hjónin lengi ætlað að taka þau með.    Ekki búið að vera skemmtilegur skíðavetur hér á suðvesturhorninu í vetur, þannig að þarna getum við fengið smá skíðaútrás.  Við sjáum til hvort ég get skrifað eitthvað á bloggið þar. 

The bikes have arrived and are currently at MotorMax. We are going to pick them up soon, hopefully today, but the registration hasn't finished yet.  We checked them out around noon and we liked what we saw. I'm looking forward to try out the new bike because it's important to get used to it as soon as possible. We have to figure out what parts of the bike we need to change and/or adjust so we'll be able to ride for ten hours a day for 90 days straight!! We'll better do a good job with that. But we're going to ride ca 1000 km before we start making any changes to the bikes. I'll only have today and tomorrow to do that because I'm leaving for Austria this upcoming Saturday along with my wife, my yongest son (Haukur) and my daughter (Fanndís María). It was just a too good of an offer to refuse! Haukur and Fanndís María have never tried skiing abroad and my wife and I have wanted to take them with us for a skitrip for a long time now. It hasn't been the perfect winter for skiing here in Iceland to say the least. So hopefully this trip will make up for that. I might blog a little over there but we'll see how that goes.


Farmiðinn ! / The ticket !

norroenaNú eru farmiðarnir í Norrænu komnir, þannig að nú verður ekki aftur snúið !  9. Maí kl 17:00 leggur Norræna af stað frá Seyðisfirði.  Við verðum komnir til Færeyja kl. 11:00 daginn eftir og höldum svo af stað sama dag kl. 17:00.  Við lendum svo í Bergen í Noregi kl. 17:00 þann 11. Maí sem er föstudagur.  Fyrstu nóttina gistum við svo í Bergen og leggjum svo af stað snemma á laugardagsmorgun norður Noreg.  Það verða fleiri Íslendingar á ferðinni á þessum tíma, því ég var að frétta að það verða 11 aðrir mótorhjólamenn og konur í Norrænu á sama tíma og við.  Þetta er allt fólk úr mótorhjólaklúbbnum Dúllararnir, og eru þau á leið í ferð um Evrópu. 

xt660rEins og flestir vita núna, þá ætlum við á Yamaha XT660R mótorhjólum í þessa ferð.  Mér skilst að það séu nokkur svona hjól hér á landi og væri gaman að hafa upp á þessum hjólum og eigendum þeirra og spurning um að skiptast á skoðunum og skrafa svolítið um hjólin. Jafnvel að hjóla saman við tækifæri.  Ef þið vitið um einhvern sem á svona hjól, þá endilega sendið með póst. Þetta eru skemmtileg hjól byggja á gömlum grunni.  Ég hef ekki sjálfur reynslu af þessum hjólum og því væri gaman að  heyra frá öðrum. 

The tickets to Norræna has arrived so there's no turning back now! On May 9th, at 5 pm, Norræna will leave the port in Seyðisfjörður. We'll arrive to the Faroe Islands at 11 in the morning and stop there until 5 pm that day but that's when we'll head of to Bergen, Norway. That will take us about 24 hours so it'll be around 5 o'clock on a Friday when we'll arrive there. We will stay at Bergen for on night and then head off to the North of Norway on Saturday morning. But we won't be the only Icelanders travelling because I recently heard that there will be 11 more bikers with us on Norræna that day. They are all members of the "Dúllararnir" morcycle club and they will be riding around Europe.

As most people know by now, we're going to be travelling on the Yamaha XT660R motorcycle. I understand that there are several bikes like that here in Iceland and it would be fun to hear from the owners of those bikes just to exchange opinions and talk about the bikes. We could even take them for a little ride.If you know about someone who owns this kind of bike please send me an e-mail. The Yamaha XT660R is a nice bike which is based on an old foundation. I don't have an experience with the bike myself so it would be fun to hear from someone who has.


Moskíto / Mosquito

mosquitoEitt af því sem við þurfum að varast og undirbúa okkur fyrir er flugnabit, og þá sérstaklega vara okkur á Moskíto flugunni.  Þessi fluga getur smitað fólk af malaríu sjúkdómnum, sem er hættulegur og jafnvel banvænn.  Til þess að vera undir þetta búinn, þá erum við með efni sem við berum á okkur og einnig með sprey til að spreyja með fötin okkar, tjaldið og allt annað sem þarf.  Einnig erum við flugnanet sem verja okkur líka.  Þessi flugnanet eru fyrir höfuð og svo verðum við með net sem er eins og jakki og annað eins og buxur.  Við klæðumst þessu öllu og notum efnin og spreyið ef við lendum í slæmum málum.  Eins gott að vera vel búinn. Aðrar fréttir eru þær að hjólin eru komin til landsins og aukahlutirnir eru lagðir af stað frá Þýskalandi. 

 One of the many things we need to be careful of and be prepared for are flies, especially the mosquito fly.  The mosquito can infect people of malaria, which is the most fatal disease in the history of mankind. In order to be prepared, we have a specific substance which we'll put on our skin and we'll also have it in spray-form to spray our clothes with. We're also going to be wearing a mosquito net. These nets are supposed to cover our heads but we also have mosquito nets that'll look like regular clothes that will cover the rest of the body. We will be wearing all of this, and even use the spray if things get bad. It's really important to be well prepared! The other news are that our bikes have arrived to Iceland and the accessories are on its way from Germany.


Rússnesska ! / Russian language !

moskvaEnn einn dagurinn liðinn.  Skemmtileg grein og myndir af okkur feðgum í Fréttablaðinu í morgun, og rétt á eftir hringdi einn af umsjónarmönnum Kastljóssins og vildi fá okkur í viðtal og myndir.  Fannst það ekk tímabært, þar sem hjólin eru ekki komin.  Skemmtilegra að sýna hjólin fullhlaðin líka.  Kemur í ljós hvort af því verður.  Einnig kom Njáll Gunnlaugsson ökukennari, mótorhjólamaður, rithöfundur og ritstjóri Bílar & Sport ofl.  Hann ætlar að skrifa greinar og sýna myndir í næstu tölublöðum af Bílar & Sport.  Hann ætlar að fara meira í smáatriðin varðandi ferðina og hjólin.  Hvernig við breytum hjólunum ofl.  En næsta verkefni hjá okkur bræðrum er að reyna að læra eitthhvað í Rússnessku !!!!  Reyna í það minnsta að skilja stafrófið þeirra.   þá má lengi bjarga sér.  Einar bróðir fór í síðustu sprauturnar sínar í dag, en ég klára ekki minn skammt fyrr en í mars.  Ég er að vinna í því að klára mynda og videovéla pakkann þessa dagana.  Ég verð með þokkalega myndavél og góða videovél.  Ég segi ykkur frá þessu betur þegar allt er klárt. 

Another day has passed. The article about our trip was in the newspaper this morning and it was very nice, and so were the pictures of me,Einar and my father (Dossi). Soon after I read the article I also received a call from "Kastljós" (a popular Icelandic TV show). They wanted to get an interview with us and some pictures.  I didn't think the timing was right because it would be much more fun to have the fully loaded bikes with us on the show, but the bikes haven't arrived yet. But we'll see how that goes. Njáll Gunnlaugsson, driving instructor, biker and a writer and an editor for "Bílar & Sport" (a well known automagazine) also contacted me not so long ago. He wants to write a more detailed article about our trip, our bikes, equipment etc. But the next big task for me and Einar is to try to learn some Russian!! At least we're going to try to understand their alphabet so we can get by more easily. Einar had his last injections today but I wont get my last ones until March. Currently I'm also getting the camera and the videocamera ready. I'll be traveling with a decent camera and an excellent video camera. I will give you an update on that as soon when everything is ready.


Tíminn líður ! / Times goes fast !

feðgarJæja, loksins gátum við sent vegabréfin okkar til Englands til að fá áritun inn í Mongólíu.  Þau ættu að skila sér í lok næstu viku.  Þegar þau koma þurfum við að senda þau aftur til Englands til að fá vegabréfsáritun inn í Hvíta-Rússland.  En fyrst fáum við áritun inn í Rússland hér heima. Þannig að vegabréfin verða á ferðinni næstu vikurnar.  Hollenskt tryggingarfélag er að skoða fyrir okkur tryggingar á hjólin í þeim löndum sem græna kortið virkar ekki.  Græna kortið fáum við hér hjá TM og er samstarfskort margra tryggingarfélaga í Evrópu.  En það sem við þurfum umfram er Rússland, Mongólía, Japan, Usa og  Kanada. 

Við fengum þær fréttir að hjólin okkar koma til landsinns á fimmtudag og eitthvað af aukahlutunum eru komnir.  Spennandi og nauðsynlegt að fara að geta gert hjólin klár.  Það eru ekki nema 12 vikur í brottför !!!! Tíminn líður hratt ! 

Svo má minnast á það að ung blaðakona hafði samband við mig í gær og birtist smáspjall við mig í Blaðinu í dag og skemmtileg mynd af okkur feðgunum. 

Well, finally we sent our passports to England to get Visa into Mongolia.  It should take apr. 10 days.  And when they return, we will send them again to England to get Visa into Belarus.  But in the meantime, we will get Visa into Russia here in the embassy in Iceland.  A Deutch insurance company is trying to get insurance for our motorcycles in the countryes that the Green card does not work.  What we need is insurance for Russia, Mongolia, Japan, Usa and Canada.  Our motorcycles will arrive on thursday, so it is important to start working on the bikes to prepare them for the trip.  It is only 12 weeks until we start the trip !!!  Also yesterday, a young journalist from one of our morning paper, Blaðið, called me and it is a small interview in todays paper.


Að ferðast á mótorhjólum. / Touring on motorcycles.

DSC06372Ég vil byrja á að þakka fyrir öll þau jákvæðu og skemmtilegu viðbrögð sem mér hefur borist undanfarna daga.  Það er frábært að sjá hvað margir hafa áhuga á þessari tegund mótorhjólamennsku.  Það er mín skoðun að þessi tegund af hjólamennsku, þ.e. að ferðast um fjöll og fyrnindi á góðu ferðahjóli, eigi eftir að aukast mjög mikið á næstu misserum.  Margir hafa fengið sér götuhjól undanfarin ár og hjólað mikið.  Það er mín trú að þegar menn hafa hjólað ákveðið mikið á malbikinu á Íslandi, og farið hvern vegarkafla að mörgum sinnum, að þá vilji menn eitthvað meira.  Við erum svo heppin að eiga eitt stórkostlegasta hálendi í heiminum og að geta hjólað um það á góðu ferðahjóli, eru forréttindi.  Að gera sig kláran heima í skúr og hlaða á hjólið öllu því sem þarf, og leggja svo af stað út í náttúruna,  það er ekkert skemmtilegra.  Á þessum hjólum, sem eru lipur og skemmtileg, getur maður hjólað á malbikinu og mölinni og þarft ekki alltaf að vera að stoppa til að taka bensín.  Flestir mótorhjólaframleiðendur bjóða upp á svona hjól, t.d. Yamaha XT660R, BMW GS650 og GS1200, Suzuki DR650, Kawazaki KLR650, KTM 640 ADV og 990 ADV ofl. ofl.   Sem sagt, þetta á bara eftir að aukast.

I want to thank all for there positive and good response in last days regarding our trip.  It is great to see that this kind og motorcycling er getting more interesting here in Iceland.  It is my opinion that it is going to grow a lot more in next few years, because in our small country, you can only ride so much until you have ridden all the tarmac roads many times.  And then you want something more.  We are so lucky to have the most beautiful highlands in the world, and to be able to ride where ever you want, regardless if there are tarmac or gravel roads, is wonderful.  To load your bike in garage and then ride up to the highlands, - nothing beats that ! 


Skemmtilegur föstudagur. / Nice Friday.

morgunutvarpFínn dagur að baki í dag.  Vaknaði 05.30 og fór í ræktina í World Class til hans Arnars Hafsteins og það var tekið á því.  Fjölskyldan gaf mér nefnilega 3ja mánaða einkaþjálfun  í jólagjöf með það í huga að styrkja sérstaklega bakið og allt hitt sem þarf að vera í lagi fyrir ferðina.  Að því loknu brunaði ég upp í útvarpshús til að mæta í viðtal hjá Hrafnhildi og Gesti Einari á Rás 2.  Það var mjög svo skemmtilegt viðtal og einstaklega fínt að tala við þau útvarpsfólk.  Gaman að segja frá því að þau sitja í sitthvorum landshlutanum, Hrafnhildur hér fyrir sunnan og Gestur Einar fyrir norðan. Ég læt fylgja hér með linkinn á viðtalið fyrir áhugasama.  Fékk mörg símtöl og margar heimsóknir í dag á  bloggsíðuna eftir viðtalið og ljóst að ferðin er að verða meira fréttnæm sem er bara gaman að mínu mati en sem jafnframt gerði mér það ljóst að þetta er orðið ansi raunverulegt.  Einnig talaði ég svo við ræðismann Mongóliu varðandi vegabréfsáritun þangað og við þurfum að senda eftir helgina vegabréfin okkar til Bretlands.  Mig langar endilega að koma því á framfæri til þeirra sem vilja hafa samband við mig, hafa ábendingar eða góð ráð eða hafa einhverjar fyrirspurnir varðandi þessa tegund af mótórhjólamennsku að senda mér tölvupóst.  sverrirth@internet.is  Annars þakka ég líka góðar kveðjur í gestabókina. 

 Viðtal við mig í morgunútvarpinu:   http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331449

Nice friday.  I woke up early this morning 05.30 and went to the gym to meet my personal trainer but my wife and children gave me a 3 months special training for the trip.   After that I drove to one of the big radiostation here in Iceland for a Interview.  This was a good interview and I have got a lot of respond from that interview.  I also spoke to the mongolian ambassador about the visa to mongolia and after the weekend we have to send our passport to Britain.  Please send me an e-mail if you have questions, good tips or anything else about this trip.  sverrirth@internet.is. I also thank for good wishes in my guestbook.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband