Bless öll sömul og nú byrjar fjörið / Good buy everybody and now the fun starts

Kvedjuhof5Dagurinn liðinn og hjólin klár og bíða eftir að verða ræst í fyrramálið.  Við Einar notuðum daginn í að yfirfara alla hluti, hjól sem farangur, pappíra ofl. ofl.  Skrýtið til þess að hugsa að það séu búnir að fara 5 mánuðir í undirbúning.  Maður hefði aldrei trúað því að óreyndu hversu langan tíma svona undirbúningur tekur og hvað tíminn er búinn að fljúga áfram.  En nú er komið að alvörunni og í fyrramálið kl. 10 leggjum við af stað frá MotorMax Kletthálsi fyrir áhugasama ef þeir vilja koma og fylgja okkur úr hlaði.  Ég mun reyna svo af bestu getu að blogga reglulega en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu oft ég kemst í tölvu á ferðinni.  Það er líka til í dæminu að ég sendi fax heim sem verður fært inn fyrir mig þannig að allir áhugasamir geti fylgst með.  Minni líka á Google-earth hnappinn hér til vinstri á síðunni.  Þar má sjá hvar við erum það og það sinnið og einnig á www.rtw.is sem er heimasíða heimsreisunnar.   Þar munu koma upplýsingar um ferðina en ég mun að sjálfsögðu halda áfram að blogga og vonandi lýsa sem best fyrir ykkur í máli og myndum þessari ævintýraferð sem er að hefjast.  Og eitt enn..vil einnig minna á sverrirogegað við verðum á Rás2 á fimmtudagsmorgnum einhvern tímann frá 7-9 með símtal við þau Hrafnhildi og Gest.  En núna langar mig að þakka öllum sem hafa sýnt mér stuðning og aðstoð síðustu mánuði og það er mikill styrkur.  En nú reynir á okkur bræður að klára þetta verkefni.  Óneitanlega fer fiðringur um mann og mikil tilhlökkun.   Bestu kveðjur-

 

The day has come to an end and the bikes are ready for tomorrow. Einar and I used this day to double check everything. It's sometimes strange to look back and think about the 5 months of preparation we have put into this. I'd never believed how much time the preparation actually took and how the time goes by so quickly 5 months ago. But now the real thing is about to start but we start the trip at 10:00 am tomorrow at MotorMax where everybody is welcome. I will try to blog every now and then during the trip but how often that's going to be will, of course, be decided by how often I get my hands on a computer. It's also a possibility to send a fax to my wife at home which will then be put into a blog for me. I'm also going to use the opportunity to remind people of the Google-earth button on the left of this page where everybody can see where Einar and I are at all times, and the official web page of the round the world trip www.rtw.is. There, we will put information about the trip additional to what is on this page but I will, of course, keep bloging on this page. And one more thing, I also want to remind people that we will be on Rás2 (Channel2) on Thursday mornings, sometime between 7 and 9, when we will give the hosts of show, Hrafnhildur and Gestu, a call. But now I just want to say thank you to everybody who showed me support for the past months and let you know that I appreciate everything. The butterflies in my stomach are getting bigger and I'm very excited. Have a great day -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Góða ferð bræður og megi ykkur ganga allt í haginn og koma heilir heim.

Yngvi Högnason, 8.5.2007 kl. 05:01

2 Smámynd: Sverrir Þorsteinsson

Þakka þér fyrir Yngvi, ekki veitir af góðum straumum í farteskinu. 

Sverrir

Sverrir Þorsteinsson, 8.5.2007 kl. 08:10

3 identicon

Góða ferð bræður.

 kveðja : Gummi Kobba

Guðmundur Jakobsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband