Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Viðtalið á Rás2 í morgun við Hrafnhildi og Gest.

Alltaf skemmtilegt að fara í heimsókn til þeirra í morgunútvarpinu á Rás2 og spjalla um ferðina okkar.  Gestur og Hrafnhildur eru alltaf jafn hress og kát.  Mér er að takast það í rólegheitunum að kenna þeim að spila svolítið meira af country tónlist því það er tónlist sem höfðar til mjög margra.  En smellið á linkinn hér fyrir neðan til að hlusta á viðtalið eftir gamla Denver laginu, Back home again í flutningi Trishu Yearwood.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331584

Heimsreisan 1965


Kastljósið í gærkvöldi / The tv lastnight

Við bræður vorum í Kastljósi í gærkvöldi.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301882/3


Heimsreisan á enda !!! / Round the world is over !!!

Húrra - okkur tókst það !Ótrúlegt en satt, kominn heim og búinn að upplifa drauminn.  Draum sem fæddist fyrir nokkrum árum síðan og sem varð að veruleika í desember þegar ég tók þá ákvörðun að verða fyrstur Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli.  Þessi ákvörðun hefur verið ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið og ennþá ánægjulegri sú staðreynd að Einar bróðir skyldi slást í hópinn.  þessi heimsreisa okkar stóð í 95 daga og eknir voru 31.946 km svo nákvæmlega sé sagt frá.  Hjólin okkar, Yamaha XT 660 R hafa staðið sig hreint frábærlega og það yrði ekki mikið mál að halda í aðra reisu á mánudaginn þegar búið væri aðeins að skipta um olíu og olíusíu, keðju og tannhjól og bremsuklossa.

Ups !Ég hef sagt það í viðtölum að Mongolia sé eftirminnilegasta landið sem við höfum heimsótt en eins og staðan er í dag er svo margt sem stendur uppúr og svo ótrúlega margt sem ég hef séð og upplifað sem ekki er alltaf hægt að skýra með orðum.   Þessi ferð okkar bræðra hefur í stuttu máli verið mikið ævintýri, stundum tekið vel á því, mjög oft erfitt, oft þreyttir, oft endurnærðir, stundum pirraðir, oft óumræðanlega hamingjusamir og allt þar á milli.  Í morgun heyrði ég töluvert frá fólki að því hafi fundist allt hafa gengið svo vel og auðvitað er það satt og rétt, en þar sem við vorum mjög vel undirbúnir og erum mjög hæfir að takast á við vandamál og erfiðleika sem uppá koma, þá gekk allt vel hjá okkur og vandamálin urðu bara að verkefnum sem við leystum.  Það sem einn lítur á sem vandamál lítur annar á sem verkefni og það tel ég okkur bræður hafa gert. Ég er svona að bræða það með mér hvort ég verði ekki að útbúa myndasýningu því svo margir áhugasamir hafa haft samband sem myndu vilja sjá myndir úr ferðinni.  Hugsa það mál á næstu dögum. 

Í viðtali við Hrafnhildi á Stöð2 á LeifsstöðSíðasti dagurinn í New York var frekar langur að líða en við þreyttum tímann með að fara í bíó og horfa á mannlífið.  Ég hef fengið nokkrar skammir fyrir að upplýsa ekki hvernig ég hitti frægu leikkonuna Söruh Jessicu Parker, en sorry..gat ekki alveg upplýst það þá því ég ætlaði að færa konunni minni áletrað ilmvatn og fleira flottery frá henni en þetta var ekki merkilegra en það en að ég fór í biðröðina í Macys og þar hitti ég semsagt dömuna og spjallaði bara þó nokkuð við hana og keypti þessa líka fínu gjöf fyrir frúna !  Og er þá þetta leikaramál hér með upplýst.    En ferðin heim gekk vel og vorum við heppnir með að fá góð sæti bræðurnir og gátum teygt úr okkur og létum fara vel um okkur en eitthvað gekk mér illa að sofna og líklegast var það spenningurinn við það að koma heim sem olli því.  Það var hreint ólýsanlega gaman að koma í gegnum tollinn í morgun og sjá litlu blómarósina mína, afhenda  okkur fallega gula rós og hitta alla fjölskylduna sína.  Hver vegur að heiman er vegurinn heim segir í laginu og það má með sanni segja að frá fyrsta degi sem við lögðum að stað þá hefur leiðin legið heim og það er mikill léttir að hafa komist frá þessu ævintýri heill á húfi.   Hrafnhildur á Rás 2 var mætt í Alveg að verða búnirmorgunsárið og tók létt viðtal við okkur bræður og pabba sem var ótrúlega kátur með sinn hlut og má hann eiga það og Skúli líka að þeir stóðu sig rosalega vel og gaman að fá þá með í síðasta hlutann.  Einn af öðrum mótorhjólamönnum renndu svo í hlað á Leifstöð og mikið fannst mér það gaman að fá þessa fylgd í bæinn af kátum mótorhjólamönnum og konum.  Það voru 29 mótorhjól Hamingjuóskir frá eigandanum Magnúsi Kristinssynisem fylgdu okkur lokasprettinn.  Tryggvi bróðir hafði séð til þess að við gætum sótt hjólin í geymslu hjá Icelandair Cargo og hefur hann aðstoðað okkur mikið með flutningana og erum við honum mjög svo þakklátir.  Uppúr klukkan 9 lögðum við svo að stað í bæinn og stefnan var sett á Mótomax og þangað komum við rétt yfir kl. 10 og þar fengum við aldeilis frábærar viðtökur af Mótormaxfólki, ættingjum, vinum og áhugafólki um mótorhjól og ferðina og vil ég bara þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig og þakka kærlega fyrir allan stuðninginn sem ég og við höfum fengið þessa síðustu 3 mánuði.  Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan stuðning og gaman að vita til þess að þessi ferðabloggsíða mín hafi verið mörgum góð skemmtilesning.  

Ég á nú örugglega eftir að setja inn fleiri myndir inn á bloggið en nú líður samt að lokum þessarar ferðasögu minnar en það hefur verið mjög svo skemmtilegt að geta haldið út nokkuð jafnt og þétt ferðalýsingum og fleiru fyrir ættingja og vini og annað áhugafólk um mótorhjól og ferðamennsku.

 

Við ánægðir !

En þangað til næst -  ÞAKKA FYRIR MIG  !!!Smile  

 

Viðtalið á Rás 2 í morgun..aftarlega og út í enda.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331579

Fréttin á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1284740

 

We’re home and a big dream has become a reality, unbelievable but true! I’ve had this dream for several years now but I decided to attempt to fulfill it in Desember when I started preparing for this trip. This has been one of the best decisions I’ve made so far and it was even better to get Einar with me. This trip took 95 days and we travelled 31.946 km so be exact. Our bikes, Yamaha XT 660 R have been great and it wouldn’t be a problem taking another trip like that on them. I’ve told people that Mongolia was probably the most memorable country but there are so many “highlights” from this trip that I couldn’t possibly pick on thing and I can’t describe it in words. In few words, this trip has been a great adventure where we go from being angry and irritated to being increadably happy and amazed. I heard people saying that everything went very well for us and that’s of course true. But we were of course well prepared and qualified to tackle all problems. What one sees as a problem, another sees as a challange and that’s what Einar and I did. I’m also wondering if I should do a slideshow because many people are interesting in seeing more pictures from the trip. I’ll see what I can do. The last day in New York was really long but we killed time by going to the movies and being around people. People weren’t too happy about it when I didn’t want to say why I met the famous Jessica Parker and I’m sorry...I just couln’t tell you because I was going to bring my wife a signed perfume and other things and I couldn’t give that away. So it wasn’t more exciting than that, I just went in line at Macy’s where I met the actress and I talked to her for a while and bought this present for my wife. So that’s that. But the trip home went well and we got lucky with the seats so we had enough room but we couldn’t sleep though. Probably all the excitement. But it honestly was a great feeling to walk through the arrival gate and see my little girl, where she then gave us all a yellow rose, and my family. The road away from home is the road back home, says in an Icelandic song and I’ve got to say that from day one I’ve been on my way home again and I’m happy to get away from accidents and injuries. Hrafnhildur, from Channel 2, was at the airport early in the morning and interviewed us all, me, Einar, dad and Skúli. Dad was really happy about everything and I’ll give him and Skúli that they did a really good job and it was really fun to be with them the last km. Other bikers showed up at the airport too and it was a lot of fun to have them following us to MotorMax and to the finishline. There were 29 motorcycle following us from Keflavík to Reykjavík. Tryggvi, our brother, made sure that we could get our bikes from Icelandair Cargo and he’s been a great help during the trip with the transportation and we’re very grateful. We started the bikes around 9 am and we got to MotorMax around 10 am where we got a really nice and warm welcome from all the people there, relatives, friends and the people at MotorMax. I just want to thank everybody for their support and it’s nice to know that some people have enjoyed my blog.  I’m probably going to put some more pictures on the blog but this is probably the end of my travelling story. It’s been a lot of fun to blog regularly for friends, relatives, bikers, and travelling enthusiast. But until next time – Thanks for everything! =D

 


Rás 2 í morgun / The interview this morning

Hér að neðan er linkur inná síðasta fimmtudagsviðtalið við Rás 2 í morgun.  Aftarlega eftir uppáhaldslaginu mínu með Alan Jackson.  Hrafnhildur ætlar svo að mæta snemma í Leifsstöð í fyrramálið með beina útsendingu og vonandi sé ég ykkur sem flest í Mótormax um kl. 10. 

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331578

 

Ég á brún Grand Canyon.


Síðasti dagur í heimsborginni og næstsíðasti dagur ferðarinnar !!!

Fákarnir góðu á Times SquareHvorki ég né Einar gerum okkur almennilega grein fyrir því hvað við erum búnir að upplifa síðustu þrja mánuði !  Ég sá á netinu í gærkvöldi fréttina sem send var út á ríkissjónvarpinu og þegar ég sá fréttina flaug í gegnum höfuðið á mér, " mikið hefur þetta verið skemmtileg ferð, gaman væri að fara svona ævintýraferð einhvern tímann ! "  Ég semsagt trúði því engan veginn að þetta væri ég og Einar sem vorum þarna að fara í gegnum allt þetta skemmtilega og spennandi ævintýri.  Það var skrítið að horfa á þetta " hinum megin " frá, og við höfum oft síðustu daga litið á hvorn annan, brosað og sagt, jú, við erum að verða búnir að þessu.  Það er svo margt sem við höfum upplifað í þessu ferðalagi, að ég er enn og á trúlega eftir að vera lengi að melta þetta allt saman.  En mikið er þetta nú gaman samt.  Nú er bara ca sólarhringur eftir þar til við lendum í Keflavík og verður hver klukkustund lengri og lengri og mínúturnar lengi að líða.  Dagurinn í dag leið svipað og í gær, það er, ráfa um götur og verslanir New York borgar, og njóta þess að horfa á mannlífið og kaupa eitt og annað smávegis. Mamma og Pabbi búin að haga sér eins og fyrirtaks túristar og fara í Empire state bygginguna og út í eyju þar sem frelsisstyttan er.  En því miður komust þau ekki upp í frelsisstyttuna, því enginn hafði sagt þeim, að nú þarf að panta með tveggja daga fyrirvara, ef maður ætlar að fara upp !  Fúlt fyrir þau.  Trúlega er þetta gert af einhverjum öryggisástæðum, en jafn fúlt fyrir það.  Allt Bush að kenna !  Borðuðum góða og stóra steik í gærkvöldi og héldum upp á 48 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba og að sjálfsögðu um leið ævintýri okkar Harley bræðra og okkar Einars.  Það var virkilega gaman og ekta góð amerískt steik er jú alltaf góð, og að sjálfsögðu gott sarahrauðvín með.  Þetta var gamalt og þekkt steikhús, sem heitir Frankie & Johnnie, og voru áritaðar myndir um alla veggi af stjörnum sem hafa borðað þarna.  En  talandi um stjörnur, eins og kom fram í blogginu í gær, þá hitti ég fræga leikkonu og lofaði að segja ykkur seinna frá því hver það væri.  Þessi leikkona lék aðalhlutverkið í þáttunum Sex and the City og heitir Sarah Jessica Parker !  Og þá vitið þið það.  Herdís konan mín, hundskammaði mig fyrir að segja ekki strax frá því hver þetta var, og hér með kemur það !  Skemmtilegt að hitta hana og spjalla við hana.  Hver ástæðan er fyrir að við hittumst, kemur síðar !   Ekki klára allan pakkann strax !  En að lokum þetta :

Komum heim í fyrramálið og leggjum af stað frá Leifsstöð í Keflavík kl.  09:00, eða um það bil og verðum komnir til Reykjavíkur við verslun MótorMax um kl. 10:00, þar sem við endanlega klárum hringinn  okkar stóra. 

Neither Einar nor I have actually realized what we’ve experienced the last 3 months. I saw the story about us on the news and while I was watching it some thoughts crossed my mind such as “Wow, this trip looks amazing, it would be increadable to do that sometime!” So it was like I wasn’t realizing that it was actually me and Einar who were doing all these things in the story and it was a little strange to watch it from the “other side”. We’ve have truly experienced so many great things during the trip, and I say that even though I probably haven’t realized everything yet. But it’s only around 24 hours until we land in Keflavík now and each hour takes longer to pass now. Today was similar to yesterday, just wondering around and looking in some shops and just enjoying being there. Mom and dad have been acting like true tourists and have visited the Empire State building, and to the statue of liberty. They weren’t able to get up to the statue of liberty because nobody had told them that they had to order with two days notice, probably for security reasons.But we had a good steak last night and celebrated the 48th wedding anniversary of mom and dad, and of course our adventure too. It was really fun and the steak was a real American steak and we drank some wine with it. It was an old and famous steakhouse called Frankie & Johnnie, and there were signed pictures on all the walls of famouse people who have eaten there. Talking about stars, like I said yesterday, I met a famous actress and promised to tell you later who it was. This actress had the leading part in Sex and the City and her name is Sarah Jessica Parker!! So now you know. My wife, Herdís, didn’t like it so much when I didn’t say who it was so I’d better do it now. But why I was talking to her I’m not going to tell you until later. But finally:

 We’ll be landing in the morning and we’ll leave the ariport in Keflavík at 9 am. We will then be at MotorMax at 10 am where we’ll finally finish the great journey.

 


Sjónvarpið í kvöld / The tv tonight.

Var í spjalli á RÚV í kvöld fyrir þá sem misstu af.

 http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338389/11


Heimkoman ! Aðeins 2 dagar eftir !

shopping(1)Ég er ennþá hér í New York borg, borginni sem aldrei sefur.  Það er alltaf jafn magnað að ganga um götur Manhattan á kvöldin og upplifa ljósadýrðina og umferðina og allt mannfólkið.  Alveg magnað.  Ég eyddi megnið af deginum í að ráfa um göturnar og var kíkt í nokkrar búðir.  Kreditkortið var notað eitthvað og eitt og annað datt í poka, þannig að á endanum varð ég að kaupa mér ferðatösku fyrir allt saman enda ekki með neitt því allt fór með hjólinu heim!  Eitthvað verður maður nú að gera hérna.  Enn einu sinni í þessari ferð hitti ég frægan leikara og spjallaði við hann í smástund.  Því miður get ég ekki sagt ykkur hver hann er alveg strax.  En ég get gefið ykkur smá vísbendingu, þessi leikari er kona og hefur leikið aðalhlutverkið í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á Íslandi.  Þarna voru lífverðir, paparazzi ljósmyndarar og allur pakkinn !  Svaka mikið fjör.  En ég upplýsi hver þetta er seinna.  Þó að það sé gaman að koma til New York og upplifa allt þetta líf sem hér er, þá vildi ég miklu heldur vera bara kominn heim núna.  Dagurinn í dag er númer 93 í ferðalaginu og verð ég bara að segja það eins og er að það er erfitt að bíða hér og komast ekki heim fyrr en á fimmtudaginn. 

fjölskyldanEn þá komum við að heimkomunni.  Við Einar lendum á Íslandi á föstudagsmorgun og kl. 09:00 leggjum við af stað frá Keflavík til Reykjavíkur og allir velkomnir sem vilja fylgja okkur síðustu kílómetrana.  Við ættum því að vera við verslun MótorMax um kl. 10:00 og ljúka þar með ferðinni okkar í kringum hnöttinn.  MótorMax ætlar að bjóða upp á kökur og kaffi og vona ég að sem flestir geti komið og upplifað með okkur þessa stóru stund að klára ferðina.  Gaman, gaman.

 

I’m still here in New York, the city that never sleeps. It’s always amazing walking the streets of Manhattan at nights and seeing all the lights, the people and the traffic. But I spent most of the day wandering around and I even did a little shopping. One thing led to another and I ended up having to buy a suitcase because everything else was sent home with the bike! But it’s good to have something to do over here. I met another famous person here in New York and I talked to her. It was a famous actress but I can’t reveal who it is right now, I’ll do it later. She is very popular and there were paparazzies, bodycards and people everywhere around her. But even though it’s fun being here and experiencing everything New York has to offer, frankly I’d rather be home right now. It’s day number 93 and it’s hard to have to wait to get home.

 But now I’m going to talk about the actual homecoming. Einar and I will be landing in Keflavík early in the morning and at 9 am we will head off to Reykjavík and everyone are welcome to join us. We should be at MotorMax around 10 am where we will officially end our trip around the world. MotorMax will be offering coffee and cakes for those who want. I just hope to see as many of you as possible. This will be a lot of fun! - Sverrir

 


Manhattan, New York, USA.

Á mótorhjólinu mínu á Times Square !!Times Square ! Já, ég var á mótorhjólinu mínu á Times Square, Manhattan, New York !  Ótrúlegt en satt.  Þeir sem hafa heimsótt Manhattan í New York, vita að það eru að sjálfsögðu ekki nema léttruglaðir menn sem fara á mótorhjólum inn í miðja borg og inn í alla þess umferð sem þar er.  Og það er ljóst að það geri ég ekki aftur nema neyddur til.  Við hjóluðum inn í borg og niður Manhattaneyju og til baka, sem eru ekki nema um 7 km hvora leið, og við vorum að minnsta kosti einn og hálfan tíma á þessari leið.  Umferðin er svakaleg, endalaus umferðarljós og gengur ekki neitt.  Ég ákvað að við myndum hjóla niður að sjó, þannig að við gætum séð Frelsisstyttuna og taka mynd af hjólunum með styttuna í bakgrunni.  En það er ekki hlaupið að því að komast að sjónum þarna með hjólin.  Það endaði með því að við svindluðum okkur inn á einkabílastæði sem ameríska strandgæslan er með.  Inn af því bílastæði var veitingastaður með stórri stétt fyrir framan og lá að sjónum.  Einar fór á hjólið sitt, og ég gerði mig kláran með myndavélina og síðan skaust Einar með hjólið og lagði því á stéttina, kolólöglega að sjálfsögðu, og hljóp með myndavélina á eftir honum og tók nokkrar myndir af honum, eins og ég væri paparazzi ljósmyndari.  Þvílíkt gaman og spennandi.  En við sluppum og héldum til baka og nú á Times Square.  Þegar við loks komumst þangað lögðum við bara upp á gangstétt, og vorum aftur svo heppnir að engar löggur voru þarna, og síðan tókum við nokkrar myndir þarna.  Fólk í kringum okkur var alveg forviða, og byrjaði að taka myndir af okkur taka myndir !!  En alltaf jafn gaman.  Síðan hjóluðum við út á flugvöll, þar sem Halldór, starfsmaður Icelandair Cargo, tók á móti okkur og græjaði hjólin og pappírana fyrir okkur.  Þannig að hjólin eru semsagt lögð af stað til Íslands, ótrúlegt en satt.  Við erum búnir að hjóla kringum hnöttinn hvort sem þið trúið því eða ekki.  Ég trúi því varla sjálfur.  En þetta er að sjálfsögðu ekki alveg rétt hjá mér, því við eigum eftir að hjóla ca 50 km heima á Íslandi, Keflavík til Reykjavíkur.  En við erum búnir með útlöndin stóru.  Eftir að við skiluðum hjólunum í dag, eftir svolítið erfiðan dag, mikill hiti og raki, þá má segja að það hafi orðið spennufall hjá okkur bræðrum.  Það kom yfir mig tilfinning  sem ég get satt að segja ekki lýst.  En ég varð allt í einu algerlega orkulaus og þreytan helltist yfir mig.  Hluti af þessari streytu sem fór í dag, eru áhyggjurnar að eitthvað myndi gerast nú á síðustu dögunum.  Og þá aðallega að lenda í umferðaróhappi hér í þessari miklu umferð.  Það yrði svo hrikalega fúlt ef eitthvað klikkaði svona Verið að taka hjólin og gera klár fyrir flutning heimalveg í endann.  En að sjálfsögðu myndum við leysa allan vanda eins og venjulega, en ég er bara orðinn svo spenntur að komast heim !!  Við erum að koma og lendum í Keflavík á föstudaginn.  Þá er bara eftir að hjóla til Reykjavíkur og klára hringinn formlega !!!  Það verður gaman.  Ég vona svo sannarlega að sem flestir geti komið og hjólað með okkur þessa síðustu kílómetra og upplifað með okkur þennan stórkostlega draum sem var svo fjarlægur fyrir nokkrum árum.  Tímasetning kemur fljótlega.  Kílómetrateljarinn er nú ca 31.860 km.  Geri aðrir betur á 93 dögum !  En meira á morgun.  Setti inn nokkrar myndir í myndaalbúmið.

Yes, I was on my bike on Times Square, Manhattan, New York! The ones who have visited Manhattan know that there are only crazy people who go on motorcycles into the middle of the city where the traffic is the heaviest. And I positive that I’ll never do that again. We rode into the middle of the city and down Manhattan Island and back. It’s only around 7 km each way but we were at least 1.5 hours doing that. The traffic was terrible, endless stoplights and everything was really slow. We decided to ride down to the sea so we could the statue of liberty and get some photos there. But that wasn’t as easy as we had hoped. We ended up sneaking into a private parking lot for the coastguard. There was a large restaurant there with a large parking area which went down to the sea. Einar went on his bike while I got the camera ready, and Einar then took the bike to the parking area and I followed him with the camera like a paparazzi. We had a lot of fun there. When we got back to Times Square, we just parked up on the pavement and just got lucky that there were no cops there. We then took some pictures there and enjoyed that very much. Next, we rode down to the airport where Halldór, an Icelandair Cargo employee, greeted us and got the bikes and the papers ready. So the bikes are now on their way to Iceland and we have ridden around the world, believe it or not. I don’t really believe it either. But that’s not entirely true though because we have those 50 km left from Keflavík to Reykjavík. But we have finished our travels in foreign countries now. After we gave away the bikes today, after a hard day, we had a moment of anticlimax. I experienced a feeling I just can’t explain. I just got speachless and the exhaustion was poured over me. A part of all the stress, that went away today, was the worries about getting in some kind an accident. It would be increadibly disappointing to have an accident when you are just about finishing the trip! Of course we would probably solve all problems like usual, but I’m just getting so excited to get home! There so little left. We land in Keflavík on Friday and then there’s nothing left but to ride to Reykjavík and finish the journey formally. It’s going to be a lot of fun and I really hope that I’ll see some people who want to ride with us these last kilometers and thereby experience a small part of the dream that was so distant a couple of years ago. Exact times will be known soon. The km counter is now at 31.860. I don’t think there are many others that have travelled 31.860 km on a motorcycle the last 90 days?! There are some new pictures in the album...more tomorrow. - Sverrir


Harley bræður á leiðarenda !

Hér er hópurinn, - flottur og fínn.
DSC09237_edited
Pabbi og Skúli eru nú komnir til New York og tóku rútu frá Washington DC í dag og voru um 5 tíma á leiðinni.  Ég og Einar erum í littlum bæ sem heitir Burlington og er í ca 130 km fjarlægð frá New York.  Við förum í fyrramálið inn í miðja New York borg og ætlum að hjóla á Times Square og niður á höfn.  Síðan förum við með hjólin út á flugvöll og skilum þeim þar.  Í morgun þegar við lögðum af stað hjóluðum við veg sem heitir Skyline drive og er gríðarlega fallegur vegur sem liggur á toppum og í hlíðum fjallanna.  Vegurinn var lagður á árunum 1933 - 1935 og það sem einkennir þennan fallega veg, eru steinhleðslur sem halda veginum í hlíðinni.  Það hefur greinilega verið mikil vinna að leggja þennan veg á sínum tíma.  Þegar vegurinn var byggður, var mikið útsýni allstaðar af veginum, en í dag er kominn svo mikill gróður og skógur að ekkert sést nema skógurinn nema þar sem honum er haldið niðri á nokkrum stöðum til að sjá yfir.  Mjög fallegt þarna.   En semsagt, pabbi og Skúli hafa lokið sínu verkefni sem er að hjóla þvert yfir Bandaríkin og fara route 66. 
-
Dad and Skúli are now in New York but they took the bus from Washington DC today and it took 5 hours. Einar and I are in a small town called Burlington which is 130 km from New York. We'll go to New York tomorrow where we'll ride down Times Square and down to the harbor. We will then leave our bikes at the airport. We went a road this morning called Skyline drive and it's increadably beautiful and it is on top of the mountain hills. It took 2 years to build this road (1933 - 1935) and what's interesting about this road are the stone blocks that hold the road up on the mountain hills. A lot of work was clearly put into building this road. When the road was built, you could see the road almost from anywhere but now there is so much vegetation there that you can only see the trees.  But anyway, dad and Skúli have finished their journey which was riding across America and riding the famous Route 66.

Waynesboro, Virginia, USA.

Alltaf stæll á pabbaÞá erum við komnir yfir á austurströndina og Harley bræður um það bil að ljúka sínum áfanga í ferðalaginu.  Við eigum aðeins eftir að hjóla í ca 200 km til norðurs og þar skila þeir hjólunum sínum og þar með uppfylla þennan áratuga gamla draum að hjóla Route 66 þvert yfir Ameríku.  Þetta er engin smá áfangi fyrir þá og eru þeir ansi kátir í kvöld.  Margir láta sig dreyma um að gera þetta í áratugi og láta aldrei verða af því . Meira að segja Ameríkanar sem við tölum við finnst þetta frábært hjá þeim.  Þeir eru búnir að sanna að það er aldrei of seint að láta draumana sína rætast !  Aldrei að gefa draumana frá sér, þær gætu ræst einn daginn.  Lærum af þessu.  Nú erum við littlum bæ sem heitir Waynesboro og er í Virginiu fylki.  Einn af þúsundum svona bæja og svo sem ekki mikið um þennan að segja.  Ósköp fallegur og friðsamlegur.  Á morgun munum við hjóla skemmtilega leið sem okkur var bent á.  Það er  hluti af leið sem heitir Blue Ridge Parkway, og liggur frá norðri til suðurs um Blue Mountain fjallgarðinn.  Dr. Guðmundur og hans félagar hjóluðu alla þessa leið 2004 er víst mjög falleg og skemmtileg.  Hlakka til.  Í dag hjóluðum við ca 460   km um fallegt og grænt landslag.  Skógar, ár og fallegar hlíðar, og vegurinn liðast um þetta landslag eins og ormur.  Gaman að hjóla í dag.  Veðrið var svipað og undanfarna dag, heitt og rakt.  Mikil drykkja á okkur !!   Eftir að við Einar höfum fylgt pabba og Skúla á morgun á 450px-Times_Square_%28Tall%29hjólaleiguna, fara þeir í rútu til New York og hitta þar konurnar sínar sem komu þangað í dag.  Við hjólum aftur á móti þangað og þurfum að skila hjólunum á mánudaginn í flugið heim.  Svo eyðum við tveimur dögum í New York þar til við fljúgum heim og klárum hringinn.  Orðinn frekar spenntur !!   En áður en við skilum hjólunum ætlum við að reyna að hjóla niður Manhattan í New York !  Það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst, að hjóla á hjólinu sínu á Times Square !  En við sjáum til hvað gerist. 

Now we are finally on the east coast and the Harley brothers have just about finished their part of their journey. We have only around 200 km to the North where they have to return their bikes and by doing that, fulfilling their dream of riding Route 66 across America. This is a pretty big thing for them and they are really happy tonight. Many people dream about this for decates but maybe don’t get themselves to actually do it. Even the Americans we’ve met think this is a great thing that they’re doing. They just proved that it’s never too late to fulfill your dream.  But we’re now in a small town called Waynesboro in Virginia. One of thousands of such towns so I can’t really say that there’s anything special about this one other than it’s beautiful and quiet. We will follow a fun road tomorrow wich was recommended to us. It’s a part of a route called Blue Ridge Parkway, and lies from North to South around Blue Mountain range. Dr. Guðmundur and his pals rode this way in 2004 and it’s supposed to be very beautiful and fun to ride. I’m looking forward to it. We rode around 460 km today in a beautiful landscape. Forests, rivers and beautiful hills. The weather was similar to last day’s weather, hot and humid so we’re drinking fluids a lot. After Einar and I will follow our dad and Skúli to the motorcycle rental, they will take a bus to New York where they’ll meet their wifes who arrived there today. Einar and I, on the other hand, will ride to New York but we’ll have to hand over our bikes on Monday for the flight. We will then spend 2 days in New York before we fly home and finish the trip. I’m getting pretty excited! But before we give up the bikes we’re going to try to ride dorn Manhattan in New York! You don’t get that opportunity every day, to ride your bike down Times Square! But we’ll see what happens. Ttyl - Sverrir

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband